Fleiri fréttir Yrsu sárnaði gagnrýni Kolbrúnar og Páls Baldvins "Allt sem þau sögðu um mig var svo hrikalega neikvætt að ég varð orðlaus. Þau efuðust meira að segja um söluna á bókinni og að sölulistarnir væru réttir. Hvað með öll hin árin sem þessir listar hafa verið birtir? Mér fannst þau ekki sanngjörn," segir Yrsa Sigurðardóttir en henni sárnaði gagnrýni Kolbrúnar Bergþórsdóttur og Páls Baldvins Baldvinssonar á nýjustu bók hennar Brakinu í Kiljunni fyrir jól. 25.1.2012 12:00 Ólæsir drengir stærsta vannýtta auðlind þjóðarinnar "Í þessum fjórðungi stráka sem ekki geta lesið sér til gagns liggur stærsta vannýtta auðlind þjóðarinnar - tækifærin eru svo mörg að þau fylla heilu bókasöfnin. Ef ekki er brugðist við af krafti blasir við að strákarnir okkar og þjóðin öll - falli niður í þriðju deild," segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, í grein í Fréttablaðinu í dag. 25.1.2012 11:53 Ný Vestmannaeyjaferja í síðasta lagi 2015 Gert er ráð fyrir því að ný ferja geti hafið siglingar í Landeyjahöfn í síðasta lagi árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en ráðuneytið kynnti áformin á fundi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ásamt Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn og á þeim fundum hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. "Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild sinni, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum.“ 25.1.2012 11:49 Snjóflóðahætta: Varúðarstigi lýst yfir á Súðavíkurhlíð Vegagerðin hefur lýst yfir varúðarstigi á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Geir Sigurðsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði segir að veginum á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hafi ekki verið lokað, en að mælst sé til þess að fólk fari ekki um hann nema brýnustu nauðsyn beri til. 25.1.2012 11:23 Vetrarvertíðin gengur vel í hvalaskoðuninni Vetrarvertíðin í hvalaskoðun hefur gengið sérlega vel í ár að sögn Rannveigar Grétarsdóttur hjá Eldingu. Hún segir að mikið kapp hafi verið lagt á það að undanförnu að kynna Ísland sem ferðamannastað allt árið en á síðasta ári hófst samstarf opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna undir verkefnisheitinu "Ísland - Allt árið". Átakið hefur það að markmiði að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf í ferðaþjónustu og auka arðsemi af greininni. 25.1.2012 11:08 Mál Baldurs tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hófst í Hæstarétti í morgun. 25.1.2012 10:11 Hefur safnað 40 milljónum: "Ótrúlega þakklátur fyrir stuðninginn" "Ég fór út í þetta með það markmið að ég myndi ekki hætta fyrr en þetta myndi takast, en ég vissi ekki hversu langan tíma þetta tæki," segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem hóf að safna fyrir handaágræðslu í september síðastliðnum en aðgerðin mun fara fram í Frakklandi. 25.1.2012 09:51 Íslenski hesturinn á toppnum Hestaleigan Íslenski hesturinn er í þriðja sæti ferðavefsíðunnar Tripadvisor yfir hluti sem mælt er með að gera í allri Evrópu. Leigan er eina hestaleigan í Reykjavík og er þjónustan lofuð í hástert af fyrrum viðskiptavinum. 25.1.2012 09:00 Eldsvoði á Ísafirði Nokkurt tjón varð þegar eldur kviknaði í háfi yfir eldavél á veitingastað í verslanamiðstöðinni Neistanum á ísafirði um sex leitið í gærkvöldi þannig að eldur og reykur stóðu upp úr húsinu. 25.1.2012 08:08 Varað við snjóflóðahættu á Vestfjörðum Búast má við snjóflóðahættu víða á vegum á norðanverðum Vestfjörðum í dag miðað við veðurspá. 25.1.2012 08:04 Vonar að línur skýrist bráðlega Línur eru ekki enn farnar að skýrast að ráði í bæjarstjórnarmálum í Kópavogi, en viðræður um meirihlutamyndun hafa nú staðið í rúma viku án árangurs. 25.1.2012 08:00 Ögmundur boðar til blaðamannafundar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar fyrir hádegi og er fundarefnið siglingar milli Landeyjahafnar og Eyja. 25.1.2012 07:23 Ölvaður ökumaður ók á tvo ljósastaura Ölvaður ökumaður var handtekinn á hlaupum í vesturborginni eftir að hafa ekið á tvo ljósastaura og hafnað á einskonar handriði við Landakotsspítala, þar sem bíllinn festist 25.1.2012 07:08 Reynt að koma húsinu í rétt horf Töluverðar skemmdir urðu á veitingastaðnum Sjávargrillinu á Skólavörðustíg þegar eldur kom upp í þvottahúsi í kjallara staðarins aðfaranótt þriðjudags. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki, hugsanlega þvottavél. 25.1.2012 07:00 Sjö helgar kosta 13,5 milljónir Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins áætlar að það kosti 13,5 milljónir að reka skíðasvæðið í Skálafelli í sjö helgar í vetur. Nýtt belti á snjótroðara kostar 5 milljónir að sögn Diljár Ámundadóttur, formanns stjórnar. 25.1.2012 07:00 Lögreglan stöðvaði mannrán á Ártúnshöfða Karl og kona eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að þau voru stöðvuð á bíl á Ártúnshöfða á ellefta tímanum í gærkvöldi og leikur grunur á að farþegi sem var með þeim í bílnum, hafi verið þar nauðugur, enda skelkaður en ómeiddur. 25.1.2012 06:45 Töluvert tjón í eldsvoða á Bifröst Engan sakaði er töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í mannlausri íbúð í nemendagarði með tíu íbúðum að Bifröst upp úr miðnætti. 25.1.2012 06:43 Dregur úr flutningum þó fleiri fari en komi Enn flytja fleiri frá landinu en til þess, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr brottflutningi. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2011 fluttu 6.982 frá landinu, en 5.578 til landsins. Árið 2010 fluttu 7.759 frá Íslandi en 5.625 til landsins. 25.1.2012 06:30 Andlát fórnarlambs flækir réttarhaldið Þrír menn neituðu því staðfastlega fyrir dómi í gær að hafa ráðist með hrottalegum hætti á grískan ferðamann í Bankastræti fyrir nærri tveimur árum. Frásagnir þeirra af atburðum næturinnar stangast hins vegar á í veigamiklum atriðum. 25.1.2012 06:00 Hafa minni áhuga á lestri Norræn ungmenni hafa minni áhuga á lestri en áður. Þetta á sérstaklega við um drengi. 25.1.2012 05:30 80% ferða um Þorlákshöfn Herjólfur hefur farið 34 ferðir til Landeyjahafnar síðan í byrjun nóvember og 135 til Þorlákshafnar. Áttatíu prósent ferðanna hafa verið til Þorlákshafnar. 25.1.2012 04:00 Arion lokar líka á stofnun reikninga á netinu Arion banki breytti í gær netbanka sínum svo ekki er lengur hægt að stofna nýja reikninga í netbankanum. 25.1.2012 04:00 Strandsiglingar hefjist næsta ár Tilraunastrandsiglingar gætu hafist í byrjun næsta árs ef áætlanir innanríkisráðuneytisins ganga eftir. 25.1.2012 03:45 Nauðgun enn til rannsóknar hjá lögreglu Ein nauðgun sem kærð var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. 25.1.2012 03:30 Frumvarp er í þingflokkunum Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Ögmundur Jónasson sagði á þingi í gær að hann mundi leggja áherslu á að flýta framlagningu þess á þingi. 25.1.2012 03:00 Segir embættismenn hafa ánetjast ESB Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni undir glymjandi bjölluhljómi forseta Alþingis í gær, en ráðherra var kominn þó nokkuð fram yfir tímamörk sín. 25.1.2012 02:30 Halldór Helgason gæti orðið brettamaður ársins á ESPN Halldór Helgason snjóbrettamaður frá Akureyri er kominn í úrslit í kosningu ESPN á brettamanni ársins. 24.1.2012 23:04 Réttarhöldin yfirborðskennd tilraun til þess að hvítþvo stjórnmálamenn Ögmundur Jónasson sagði réttarhöldin yfir Geir H. Haarde yfirborðskennda tilraun til þess að hvítþvo stjórnmálin af hruninu. Þetta sagði hann á fjölmennum fundi sem Vinstri Græn í Reykjavík boðuðu til í kvöld en um 60 manns voru á fundinum, þar á meðal Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður. 24.1.2012 22:06 Fasteignagjöld hesthúsa hærri en á híbýlum manna "Kostnaður við hestahald hefur stóraukist á síðustu árum og eitt sem hestamenn eru hvað ósáttastir við er að sveitarfélögin hafi sett hesthúsin í flokk með iðnaðarhúsnæðum og því þarf að borga svívirðilega há fasteignagjöld af hesthúsunum,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landsambands hestamanna, sem ræddi við félagana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 24.1.2012 21:45 Eldur í verslunarmiðstöð á Ísafirði á háannatíma Allt tiltækt lið Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar var kallað út um sexleytið í kvöld þegar eldur kom upp í eldhúsi á veitingastaðarins Thai-Koon í verslunarmiðstöðinni Neista á Ísafirði, þar sem einnig er verslun Samkaupa, póstafgreiðsla og önnur verslun. Það er vefsíða Bæjarins bestu, bb.is, sem greinir frá. 24.1.2012 21:11 Svona gætu flugbrautir vikið út í Skerjafjörð Hugmyndir um að flytja Reykjavíkurflugvöll að hluta út í Skerjafjörð eiga það sammerkt að þannig losnar mikið landrými og flugvöllurinn verður áfram á sömu slóðum. 24.1.2012 21:00 Talsvert af heimildarlausum dyravörðum Nokkuð ber á því að starfandi dyraverðir á veitinga- og skemmtistöðum eru ekki með heimild lögreglustjóra til starfans en allmargir gátu ekki framvísað dyravarðaskírteini þegar eftir því var leitað af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. 24.1.2012 20:56 "Þarf að endurskoða námsefni stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar“ Tillaga um breytt vinnufyrirkomulag í bæjarstjórn Kópavogs, sem Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, lagði fram á bæjarstjórnarfundi í dag, komst ekki á dagskrá. Í samtali við Hjálmar sagðist hann hafa beðið um leyfi fundarins til þess að leggja fram dagskrátillögu með afbrigðum, sem gekk út á að í stað meirihlutasamstarfs, yrði komið á samvinnu fulltrúa allra framboða. 24.1.2012 20:52 Spáð enn einum snjókomubakkanum Spáð er enn einum snjókomubakkanum úr suðri yfir Suður- og Suðvesturland með kvöldinu samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Íslands. 24.1.2012 20:45 Forræðismál yfir Ellu Dís heldur áfram - bannað að ræða við fjölmiðla Rögnu Erlendsdóttur, móðir Ellu Dísar, hefur verið meinað að ræða mál sín við fjölmiðla samkvæmt færslu sem hún skrifaði á Facebook síðu sína. 24.1.2012 20:00 Var rekinn út af geðdeild - talsmaður sjúklinga skoðar málið Sjúklingur sem leitaði til geðsviðs Landspítalans segist þar hafa mætt niðurlægjandi hegðun læknis, sem á endanum hafi hent honum út úr viðtali. Talsmaður sjúklinga geðsviðs fær að jafnaði eitt erindi á viku. 24.1.2012 19:30 Bankastjóri Landsbankans gæti hækkað um eina og hálfa milljón í launum Mánaðarlaun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, gætu hækkað um allt að eina og hálfa milljón króna verði frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um kjararáð samþykkt. 24.1.2012 19:00 Eina leiðin að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum Eina leiðin til að mynda meirihluta í Kópavogi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin er að Samfylkingin og Vinstri grænir nái samkomulagi við sjálfstæðismenn. Þetta segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ. 24.1.2012 18:30 Í gæsluvarðhald fyrir íkveikju - ætlaði að brenna sýkla í burtu Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur játað að hafa kveikt í íbúð sinni nærri Kleppsspítala 14. janúar síðastliðinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hefði játað að hafa kveikt í íbúð sinni. Hann virðist hafa notað blöð og pappír og borið eld að pappakössum með bókum í. 24.1.2012 17:30 Felli þingið rammasamning lendir styrkjakostnaður á skattgreiðendum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ef þingið samþykki ekki IPA-fjárstyrki frá Evrópusambandinu til verkefna innanlands greiðist kostnaður vegna þeirra úr ríkissjóði. 24.1.2012 18:45 Snjóhvítt Reykjavíkurskáld og sliguð tré - myndir Vetrarkonungur hefur farið mikinn í dag eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við. Lítill vindur er á höfuðborgarsvæðinu og verður áfram í dag og í nótt. Þannig sligar snjórinn trjágreinar auk þess sem styttur mega sætta sig við hvíta hatta og snjóhvít föt. 24.1.2012 17:10 Dirty Night á Akureyri aflýst Samkomulag hefur náðst um að aflýsa Dirty Night-kvöldi sem halda átti á Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar næstkomandi. 24.1.2012 16:31 Ný framboð hugnast kjósendum vel Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað afstöðu fólks til þess að kjósa nokkur ný stjórnmálaöfl sem annaðhvort hafa lýst yfir framboði eða rætt hefur verið um að mæti til leiks fyrir næstu kosningar. Svo virðist sem Íslendingum hugnist ágætlega að kjósa eitthvað nýtt í næstu kosningum en 52 prósent þeirra sem taka afstöðu segja eitthvert framboðanna sem nefnt var koma til greina sem valkostur við næstu kosningar. 24.1.2012 15:36 Auðlindarentan verði sýnileg Nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum sem forsætisráðherra skipaði í júlí 2011 hefur skilað af sér minnisblaði um stöðu verkefnisins. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að svokölluð auðlindarenta og ráðstöfun hennar í þágu samfélagsins verði sýnileg. Í því sambandi sé mikilvægt að stofna auðlindasjóð. 24.1.2012 15:14 Ferðamaðurinn látinn Grískur ferðamaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010 er látinn. Ríkissaksóknari hefur fengið þær upplýsingar frá Europol að hann hafi látist í desember síðastliðnum. Ekki er þó vitað hvort andlát hans tengist árásinni. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn en við aðalmeðferð málsins í morgun neituðu þeir sök. Í ákæru segir að mennirnir hafi veist að manninum, sem var grískur ferðamaður hér á landi, með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn hlaut 2 cm langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsáverka á andlit og yfirborðsáverka á kvið, bak, mjaðmagrind og á hendi, segir í ákærunni. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 7. maí árið 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti, til móts við veitingastaðinn Sólon. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu neituðu mennirnir þrír, sök við aðalmeðferðina í morgun og sögðust ekki muna eftir árásinni. 24.1.2012 14:57 Sjá næstu 50 fréttir
Yrsu sárnaði gagnrýni Kolbrúnar og Páls Baldvins "Allt sem þau sögðu um mig var svo hrikalega neikvætt að ég varð orðlaus. Þau efuðust meira að segja um söluna á bókinni og að sölulistarnir væru réttir. Hvað með öll hin árin sem þessir listar hafa verið birtir? Mér fannst þau ekki sanngjörn," segir Yrsa Sigurðardóttir en henni sárnaði gagnrýni Kolbrúnar Bergþórsdóttur og Páls Baldvins Baldvinssonar á nýjustu bók hennar Brakinu í Kiljunni fyrir jól. 25.1.2012 12:00
Ólæsir drengir stærsta vannýtta auðlind þjóðarinnar "Í þessum fjórðungi stráka sem ekki geta lesið sér til gagns liggur stærsta vannýtta auðlind þjóðarinnar - tækifærin eru svo mörg að þau fylla heilu bókasöfnin. Ef ekki er brugðist við af krafti blasir við að strákarnir okkar og þjóðin öll - falli niður í þriðju deild," segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, í grein í Fréttablaðinu í dag. 25.1.2012 11:53
Ný Vestmannaeyjaferja í síðasta lagi 2015 Gert er ráð fyrir því að ný ferja geti hafið siglingar í Landeyjahöfn í síðasta lagi árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en ráðuneytið kynnti áformin á fundi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ásamt Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn og á þeim fundum hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. "Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild sinni, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum.“ 25.1.2012 11:49
Snjóflóðahætta: Varúðarstigi lýst yfir á Súðavíkurhlíð Vegagerðin hefur lýst yfir varúðarstigi á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Geir Sigurðsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði segir að veginum á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hafi ekki verið lokað, en að mælst sé til þess að fólk fari ekki um hann nema brýnustu nauðsyn beri til. 25.1.2012 11:23
Vetrarvertíðin gengur vel í hvalaskoðuninni Vetrarvertíðin í hvalaskoðun hefur gengið sérlega vel í ár að sögn Rannveigar Grétarsdóttur hjá Eldingu. Hún segir að mikið kapp hafi verið lagt á það að undanförnu að kynna Ísland sem ferðamannastað allt árið en á síðasta ári hófst samstarf opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna undir verkefnisheitinu "Ísland - Allt árið". Átakið hefur það að markmiði að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf í ferðaþjónustu og auka arðsemi af greininni. 25.1.2012 11:08
Mál Baldurs tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hófst í Hæstarétti í morgun. 25.1.2012 10:11
Hefur safnað 40 milljónum: "Ótrúlega þakklátur fyrir stuðninginn" "Ég fór út í þetta með það markmið að ég myndi ekki hætta fyrr en þetta myndi takast, en ég vissi ekki hversu langan tíma þetta tæki," segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem hóf að safna fyrir handaágræðslu í september síðastliðnum en aðgerðin mun fara fram í Frakklandi. 25.1.2012 09:51
Íslenski hesturinn á toppnum Hestaleigan Íslenski hesturinn er í þriðja sæti ferðavefsíðunnar Tripadvisor yfir hluti sem mælt er með að gera í allri Evrópu. Leigan er eina hestaleigan í Reykjavík og er þjónustan lofuð í hástert af fyrrum viðskiptavinum. 25.1.2012 09:00
Eldsvoði á Ísafirði Nokkurt tjón varð þegar eldur kviknaði í háfi yfir eldavél á veitingastað í verslanamiðstöðinni Neistanum á ísafirði um sex leitið í gærkvöldi þannig að eldur og reykur stóðu upp úr húsinu. 25.1.2012 08:08
Varað við snjóflóðahættu á Vestfjörðum Búast má við snjóflóðahættu víða á vegum á norðanverðum Vestfjörðum í dag miðað við veðurspá. 25.1.2012 08:04
Vonar að línur skýrist bráðlega Línur eru ekki enn farnar að skýrast að ráði í bæjarstjórnarmálum í Kópavogi, en viðræður um meirihlutamyndun hafa nú staðið í rúma viku án árangurs. 25.1.2012 08:00
Ögmundur boðar til blaðamannafundar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar fyrir hádegi og er fundarefnið siglingar milli Landeyjahafnar og Eyja. 25.1.2012 07:23
Ölvaður ökumaður ók á tvo ljósastaura Ölvaður ökumaður var handtekinn á hlaupum í vesturborginni eftir að hafa ekið á tvo ljósastaura og hafnað á einskonar handriði við Landakotsspítala, þar sem bíllinn festist 25.1.2012 07:08
Reynt að koma húsinu í rétt horf Töluverðar skemmdir urðu á veitingastaðnum Sjávargrillinu á Skólavörðustíg þegar eldur kom upp í þvottahúsi í kjallara staðarins aðfaranótt þriðjudags. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki, hugsanlega þvottavél. 25.1.2012 07:00
Sjö helgar kosta 13,5 milljónir Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins áætlar að það kosti 13,5 milljónir að reka skíðasvæðið í Skálafelli í sjö helgar í vetur. Nýtt belti á snjótroðara kostar 5 milljónir að sögn Diljár Ámundadóttur, formanns stjórnar. 25.1.2012 07:00
Lögreglan stöðvaði mannrán á Ártúnshöfða Karl og kona eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að þau voru stöðvuð á bíl á Ártúnshöfða á ellefta tímanum í gærkvöldi og leikur grunur á að farþegi sem var með þeim í bílnum, hafi verið þar nauðugur, enda skelkaður en ómeiddur. 25.1.2012 06:45
Töluvert tjón í eldsvoða á Bifröst Engan sakaði er töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í mannlausri íbúð í nemendagarði með tíu íbúðum að Bifröst upp úr miðnætti. 25.1.2012 06:43
Dregur úr flutningum þó fleiri fari en komi Enn flytja fleiri frá landinu en til þess, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr brottflutningi. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2011 fluttu 6.982 frá landinu, en 5.578 til landsins. Árið 2010 fluttu 7.759 frá Íslandi en 5.625 til landsins. 25.1.2012 06:30
Andlát fórnarlambs flækir réttarhaldið Þrír menn neituðu því staðfastlega fyrir dómi í gær að hafa ráðist með hrottalegum hætti á grískan ferðamann í Bankastræti fyrir nærri tveimur árum. Frásagnir þeirra af atburðum næturinnar stangast hins vegar á í veigamiklum atriðum. 25.1.2012 06:00
Hafa minni áhuga á lestri Norræn ungmenni hafa minni áhuga á lestri en áður. Þetta á sérstaklega við um drengi. 25.1.2012 05:30
80% ferða um Þorlákshöfn Herjólfur hefur farið 34 ferðir til Landeyjahafnar síðan í byrjun nóvember og 135 til Þorlákshafnar. Áttatíu prósent ferðanna hafa verið til Þorlákshafnar. 25.1.2012 04:00
Arion lokar líka á stofnun reikninga á netinu Arion banki breytti í gær netbanka sínum svo ekki er lengur hægt að stofna nýja reikninga í netbankanum. 25.1.2012 04:00
Strandsiglingar hefjist næsta ár Tilraunastrandsiglingar gætu hafist í byrjun næsta árs ef áætlanir innanríkisráðuneytisins ganga eftir. 25.1.2012 03:45
Nauðgun enn til rannsóknar hjá lögreglu Ein nauðgun sem kærð var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. 25.1.2012 03:30
Frumvarp er í þingflokkunum Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Ögmundur Jónasson sagði á þingi í gær að hann mundi leggja áherslu á að flýta framlagningu þess á þingi. 25.1.2012 03:00
Segir embættismenn hafa ánetjast ESB Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni undir glymjandi bjölluhljómi forseta Alþingis í gær, en ráðherra var kominn þó nokkuð fram yfir tímamörk sín. 25.1.2012 02:30
Halldór Helgason gæti orðið brettamaður ársins á ESPN Halldór Helgason snjóbrettamaður frá Akureyri er kominn í úrslit í kosningu ESPN á brettamanni ársins. 24.1.2012 23:04
Réttarhöldin yfirborðskennd tilraun til þess að hvítþvo stjórnmálamenn Ögmundur Jónasson sagði réttarhöldin yfir Geir H. Haarde yfirborðskennda tilraun til þess að hvítþvo stjórnmálin af hruninu. Þetta sagði hann á fjölmennum fundi sem Vinstri Græn í Reykjavík boðuðu til í kvöld en um 60 manns voru á fundinum, þar á meðal Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður. 24.1.2012 22:06
Fasteignagjöld hesthúsa hærri en á híbýlum manna "Kostnaður við hestahald hefur stóraukist á síðustu árum og eitt sem hestamenn eru hvað ósáttastir við er að sveitarfélögin hafi sett hesthúsin í flokk með iðnaðarhúsnæðum og því þarf að borga svívirðilega há fasteignagjöld af hesthúsunum,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landsambands hestamanna, sem ræddi við félagana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 24.1.2012 21:45
Eldur í verslunarmiðstöð á Ísafirði á háannatíma Allt tiltækt lið Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar var kallað út um sexleytið í kvöld þegar eldur kom upp í eldhúsi á veitingastaðarins Thai-Koon í verslunarmiðstöðinni Neista á Ísafirði, þar sem einnig er verslun Samkaupa, póstafgreiðsla og önnur verslun. Það er vefsíða Bæjarins bestu, bb.is, sem greinir frá. 24.1.2012 21:11
Svona gætu flugbrautir vikið út í Skerjafjörð Hugmyndir um að flytja Reykjavíkurflugvöll að hluta út í Skerjafjörð eiga það sammerkt að þannig losnar mikið landrými og flugvöllurinn verður áfram á sömu slóðum. 24.1.2012 21:00
Talsvert af heimildarlausum dyravörðum Nokkuð ber á því að starfandi dyraverðir á veitinga- og skemmtistöðum eru ekki með heimild lögreglustjóra til starfans en allmargir gátu ekki framvísað dyravarðaskírteini þegar eftir því var leitað af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. 24.1.2012 20:56
"Þarf að endurskoða námsefni stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar“ Tillaga um breytt vinnufyrirkomulag í bæjarstjórn Kópavogs, sem Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, lagði fram á bæjarstjórnarfundi í dag, komst ekki á dagskrá. Í samtali við Hjálmar sagðist hann hafa beðið um leyfi fundarins til þess að leggja fram dagskrátillögu með afbrigðum, sem gekk út á að í stað meirihlutasamstarfs, yrði komið á samvinnu fulltrúa allra framboða. 24.1.2012 20:52
Spáð enn einum snjókomubakkanum Spáð er enn einum snjókomubakkanum úr suðri yfir Suður- og Suðvesturland með kvöldinu samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Íslands. 24.1.2012 20:45
Forræðismál yfir Ellu Dís heldur áfram - bannað að ræða við fjölmiðla Rögnu Erlendsdóttur, móðir Ellu Dísar, hefur verið meinað að ræða mál sín við fjölmiðla samkvæmt færslu sem hún skrifaði á Facebook síðu sína. 24.1.2012 20:00
Var rekinn út af geðdeild - talsmaður sjúklinga skoðar málið Sjúklingur sem leitaði til geðsviðs Landspítalans segist þar hafa mætt niðurlægjandi hegðun læknis, sem á endanum hafi hent honum út úr viðtali. Talsmaður sjúklinga geðsviðs fær að jafnaði eitt erindi á viku. 24.1.2012 19:30
Bankastjóri Landsbankans gæti hækkað um eina og hálfa milljón í launum Mánaðarlaun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, gætu hækkað um allt að eina og hálfa milljón króna verði frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um kjararáð samþykkt. 24.1.2012 19:00
Eina leiðin að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum Eina leiðin til að mynda meirihluta í Kópavogi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin er að Samfylkingin og Vinstri grænir nái samkomulagi við sjálfstæðismenn. Þetta segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ. 24.1.2012 18:30
Í gæsluvarðhald fyrir íkveikju - ætlaði að brenna sýkla í burtu Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur játað að hafa kveikt í íbúð sinni nærri Kleppsspítala 14. janúar síðastliðinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hefði játað að hafa kveikt í íbúð sinni. Hann virðist hafa notað blöð og pappír og borið eld að pappakössum með bókum í. 24.1.2012 17:30
Felli þingið rammasamning lendir styrkjakostnaður á skattgreiðendum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ef þingið samþykki ekki IPA-fjárstyrki frá Evrópusambandinu til verkefna innanlands greiðist kostnaður vegna þeirra úr ríkissjóði. 24.1.2012 18:45
Snjóhvítt Reykjavíkurskáld og sliguð tré - myndir Vetrarkonungur hefur farið mikinn í dag eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við. Lítill vindur er á höfuðborgarsvæðinu og verður áfram í dag og í nótt. Þannig sligar snjórinn trjágreinar auk þess sem styttur mega sætta sig við hvíta hatta og snjóhvít föt. 24.1.2012 17:10
Dirty Night á Akureyri aflýst Samkomulag hefur náðst um að aflýsa Dirty Night-kvöldi sem halda átti á Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar næstkomandi. 24.1.2012 16:31
Ný framboð hugnast kjósendum vel Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað afstöðu fólks til þess að kjósa nokkur ný stjórnmálaöfl sem annaðhvort hafa lýst yfir framboði eða rætt hefur verið um að mæti til leiks fyrir næstu kosningar. Svo virðist sem Íslendingum hugnist ágætlega að kjósa eitthvað nýtt í næstu kosningum en 52 prósent þeirra sem taka afstöðu segja eitthvert framboðanna sem nefnt var koma til greina sem valkostur við næstu kosningar. 24.1.2012 15:36
Auðlindarentan verði sýnileg Nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum sem forsætisráðherra skipaði í júlí 2011 hefur skilað af sér minnisblaði um stöðu verkefnisins. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að svokölluð auðlindarenta og ráðstöfun hennar í þágu samfélagsins verði sýnileg. Í því sambandi sé mikilvægt að stofna auðlindasjóð. 24.1.2012 15:14
Ferðamaðurinn látinn Grískur ferðamaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010 er látinn. Ríkissaksóknari hefur fengið þær upplýsingar frá Europol að hann hafi látist í desember síðastliðnum. Ekki er þó vitað hvort andlát hans tengist árásinni. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn en við aðalmeðferð málsins í morgun neituðu þeir sök. Í ákæru segir að mennirnir hafi veist að manninum, sem var grískur ferðamaður hér á landi, með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn hlaut 2 cm langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsáverka á andlit og yfirborðsáverka á kvið, bak, mjaðmagrind og á hendi, segir í ákærunni. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 7. maí árið 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti, til móts við veitingastaðinn Sólon. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu neituðu mennirnir þrír, sök við aðalmeðferðina í morgun og sögðust ekki muna eftir árásinni. 24.1.2012 14:57