Innlent

Snjóflóðahætta: Varúðarstigi lýst yfir á Súðavíkurhlíð

Vegagerðin hefur lýst yfir varúðarstigi á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Geir Sigurðsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði segir að veginum á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hafi ekki verið lokað, en að mælst sé til þess að fólk fari ekki um hann nema brýnustu nauðsyn beri til.

Að sögn Geirs er vont veður á svæðinu og er gert ráð fyrir að það fari versnandi þegar líða tekur á daginn. „Við erum með vaðið fyrir neðan okkur í þessu og vonumst til að menn haldi sig bara heimavið á meðan þetta gengur yfir." Geir bætir því við að ófært sé til Flateyrar og til Suðureyrar og þar sé ekki ráðlegt að vera á ferðinni.

Búast má við snjóflóðahættu víða á vegum á Vestfjörðum í dag miðað við veðurspá.

Eins er búist við snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á norðanverðum Tröllaskaga í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×