Innlent

Mál Baldurs tekið fyrir í Hæstarétti í dag

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sést hér í dómsal í héraði ásamt verjanda sínum, Karli Axelssyni hrl.
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sést hér í dómsal í héraði ásamt verjanda sínum, Karli Axelssyni hrl.
Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hófst í Hæstarétti í morgun.

Baldur var dæmdur 7. apríl í fyrra í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi vegna innherjasvika og brota í opinberu starfi. Baldur seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir fyrir jafnvirði 192 milljóna króna 17. og 18. september 2008. Hann átti þá sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar, sem tekur málið fyrir í dag.

Hæstiréttur hefur ekki áður fengið innherjamál inn á sitt borð. Aðeins einu sinni áður hefur maður verið ákærður fyrir innherjasvik hér á landi, það var árið 2001. Þá var sýknað í málinu og var því ekki áfrýjað til Hæstaréttar.

Dómarar í málinu eru fimm talsins, Viðar Már Matthísson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Garðar Gíslason, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×