Innlent

Telja bókasölu matvöruverslana rýra möguleika nýrra höfunda

Stjórnendur Eymundsson telja að hið takmarkaða úrval bókatitla, sem er á boðstólnum í matvöruverslunum nokkrar vikur fyrir jól, sé til þess fallið að draga úr möguleikum nýrra höfunda til að koma sér á farmfæri, þar sem bækur þeirra séu ekki valdar til sölu í matvöruverslunum.

Þetta stuðli því að fábreytni í íslenskri bókaútgáfu. Fara stjórnendur þess á leit við ASÍ, að verslanir Eymyundssonar verði undanskildar í verðkönnunum á íslenskum bókum fyrir jólin, enda séu slíkar kannanir ekki gerðar utan bóksölutímans í matvöruverslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×