Fleiri fréttir

Handrukkurum sleppt úr haldi á Akureyri

Lögreglan á Akureyri sleppti í nótt fjórum ofbeldismönnum, sem hún handtók í fyrrinótt. Þá höfðu þeir ruðst inn í íbúð hjá manni og gegnið hart fram við að innheimta af honum fíkniefnaskuld.

Lögreglan kom að alvarlega meiddum manni

Íbúi í húsi við Skúlagötu reyndist alvarlega meiddur þegar lögregla kom að honum í nótt, eftir að nágrannar höfðu kvartað yfir hávaða frá íbúð hans.

Lík Jóns forseta var grafið upp

Lík Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, voru grafin upp árið 1881 og tímabundið komið fyrir í líkhúsi í Reykjavík. Ástæðan var að minnisvarðinn sem settur var við gröf þeirra í Hólavallakirkjugarði var svo þungur að hleðslan í kringum gröfina bar hann ekki uppi.

Lögregla gerði húsleit heima hjá Agli

Lögregla kaus að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir Agli Einarssyni og kærustu hans vegna rannsóknar á meintri nauðgun þeirra þar sem tæp vika leið frá atburðinum þar til málið var kært. Strax morguninn eftir voru hin kærðu kvödd til yfirheyrslu hjá lögreglu og húsleit gerð heima hjá Agli.

Lokað á Karen Millen eftir kápuleik

Lokað var fyrir Facebook-síðu Karen Millen á Íslandi fyrir um þremur dögum. Forsvarsmenn samfélagsnetsins segja ástæðuna vera kápuleikinn svokallaða, sem fór sennilega ekki framhjá mörgum notendum í lok síðasta mánaðar. Fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi þegar leikurinn fór af stað.

Maður í hlaupagalla stal tölvu á Hlöðunni

„Hann var um sjötugt, í fjólubláum jogginggalla, með svartan bakpoka og grátt hár. Hann sést mjög vel á upptökunni,“ segir Anna Guðbjörg Bjarnadóttir, 22 ára lögfræðinemi við Háskóla Íslands. Tveimur fartölvum hefur verið stolið af Önnu á Þjóðarbókhlöðunni á síðustu þremur mánuðum. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda, en tölvurnar voru báðar af gerðinni MacBook.

Sauðfjárbændur svindluðu ekki

Ekki er ástæða til að ætla að sauðfjárbændur fái hærri beingreiðslur frá ríkinu en þeir eiga rétt á samkvæmt lögum og reglum. Þetta er niðurstaða athugunar Ríkisendurskoðunar. Ríkið greiðir sauðfjárbændum, sem á annað borð eiga rétt á greiðslum, tiltekna fjárhæð á hvert svokallað ærgildi. Greiðslur þessar kallast beingreiðslur.

Stálu miklu magni af skarti

Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir stórfelld þjófnaðarbrot. Þeir stálu meðal annars miklu magni af skartgripum, sem sumir voru gamlir, og fjölmörgum fleiri dýrum munum.

Rektor hafnar gagnrýni lífrænna bænda

Verndun og ræktun (VOR) gagnrýna harðlega þau áform Landbúnaðarháskólans að leigja sérbyggt gróðurhús skólans að Reykjum í Ölfusi til ræktunar á erfðabreyttum lyfjaplöntum. VOR telur að með þessu sé skólinn að fara „alvarlega út fyrir hlutverk sitt og þá meginskyldu að styðja við og efla sjálfbæran landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi“.

Snýst ekkert um Sigurð Magnússon

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að sú ákvörðun framsóknarmanna í allsherjar- og menntamálanefnd að sitja hjá þegar ákveðið var að veita Sigurði Magnússyni heiðurslaun listamanna snúist hvorki um hann né aðra einstaklinga. Málið snúist eingöngu um forgangsröðun fjármuna.

Segja meirihlutann hafa 150 þúsund krónur af fjölskyldum á ári

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja að skatta- og gjaldskrárhækkanir meirihlutans kosti fjölskyldur um 150 þúsund krónur á ári. Þegar önnur umræða um fjárhagsáætlun næsta árs fór fram í borgarstjórn í dag lögðu sjálfstæðismenn fram áætlun um að lækka álagningarhlutfall útsvars úr 14,48% í 14,23%. Þannig yrðu ítrekaðar skattahækkanir meirihlutans teknar til baka og álagningarhlutfallið yrði það sama og það var árið 2010.

Hagræðing vegna skólasameiningar 72 milljónir

Hagræðing á árinu 2012 vegna sameininga leikskóla og grunnskóla sem ákveðin var í apríl síðastliðnum nemur 72 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Júlíusar Vífils Ingvarssonar vegna málsins.

Sturla til sérstaks saksóknara

Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri hefur verið boðaður til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara á morgun. Frá þessu greinir hann á fésbókarsíðu sinni.

Hrinda af stað herferð gegn atvinnuleysi

VR hrindir í kvöld af stað herferð til að mótmæla óásættanlegu atvinnuleysi meðal félagsmanna sinna sem hefur nánast fimmfaldast á þremur árum. Til að vekja athygli á atvinnuleysinu hefur VR meðal annars látið útbúa endurskinsborða fyrir hvern atvinnulausan VR félaga og verða borðarnir hengdir upp á umferðamannvirki við Kringlumýrarbraut á móts við Suðurver klukkan 20 í kvöld.

Vegagerðin bakkar ekki með Vestfjarðaveg

Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi.

Kertasníkir er langvinsælastur bræðranna

Kertasníkir er langvinsælastur jólasveinanna samkvæmt netkönnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gerði hér á Vísi. Spurt var hver uppáhaldsjólasveinninn væri og voru þeir allir þrettán nefndir til sögunnar. Pottaskefill er síst vinsæll. Rösklega 33% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu Kertasníki en einungis 0,48% nefndu Pottaskefil. Á þriðja þúsund manns svöruðu spurningunni.

Gæsluvarðhald staðfest yfir meintum skotárásarmanni

Hæstiréttur hefur staðfest framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu þann 18. nóvember síðastliðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald á laugardaginn en hann mótmælti gæsluvarðhaldskröfunni og kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Mögulegt að Bláfjöll opni um helgina

„Það er möguleiki á að við getum opnað um helgina eða eftir helgina,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins. Það hefur snjóað nokkuð í Bláfjöllum síðustu daga og styttist óðum í að skíða- og brettaunnendur geti farið að renna sér.

Meintir fíkniefnasmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Karl á sextugsaldri hefur á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um aðild að innflutningi á verulegu magni af fíkniefnum og sterum. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Keyrið varlega

Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni, ekki síst ökumenn, enda er hálka á vegum. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi, meðal annars tvær bílveltur. Önnur á Vesturlandsvegi en hin á Suðurlandsvegi. Engin slasaðist alvarlega í þeim. Í dag varð svo þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Kópavogi. Þá segir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum að tveir bílar hafi farið út af Reykjanesbrautinni í morgun en mikil hálka er á brautinni. Á morgun er gert ráð fyrir þriggja til átta stiga frosti.

Tannlæknafélagið varar við tannhvíttunarfræðingum

Tannlæknafélag Íslands varar eindregið við tannlýsingarmeðferð sem veitt er af ófaglærðum einstaklingum. Ástæðan er umfjölllun um þessa meðferð í fjölmiðlum undanfarið, meðal annars hér á Vísir.is, en í tilkynningu félagsins segir að það sé ljóst að verið sé að nota mjög sterk tannlýsingarefni sem tannlæknar geta með engu móti mælt með að séu notuð.

Bílvelta við Syðra-Langholt

Bíll fór út af við Syðra-Langholt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi nú fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu slasaðist enginn í bílveltunni en mikil hálka er á svæðinu

Dreifingu símaskrárinnar hætt og standar fjarlægðir úr verslunum

Símaskráin hefur verið tekin úr virkri dreifingu samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur. Þetta hefur meðal annars verið gert í ljósi þess að Egill Gillz Einarsson og unnusta hafa verið kærð fyrir að nauðga átján ára stúlku 25. nóvember síðastliðinn.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fram til 12. desember

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fram til mánudagsins 12. desember næstkomandi en ástæðan er vegna dýpis í Landeyjahöfn. Í tilkynningu segir að aðstæðurnir geti þó breyst hratt og eru farþegar beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is og á Facebook-síðu ferjunnar.

Fjórir menn handteknir fyrir meinta handrukkun

Fjórir meintir handrukkarar voru handteknir á Akureyri seint í gærkvöldi. Mennirnir ruddust inn á heimili fimmta mannsins og var lögreglan kölluð til. Mennirnir beittu húsráðanda engu ofbeldi.

Dagbókarbrot Páls Óskars: Bjöggi Halldórs í Síerra Leóne!

Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne munu birtast næstu daga á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.

Vilja auka útgjöld til heilbrigðismála

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að útgjöld til heilbrigðismála verði aukin um tæpan millljarð samkvæmt breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið. Þriðja og síðasta umræða um málið hefst á Alþingi í dag.

Guðbjartur: Ríkisstjórnin hefur ekki svikið loforð

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, vísar því bug að ríkisstjórnin hafi svikið loforð um hækkun bóta. Hann segir bætur hafi hækkað umfram meðalhækkun launa- og neysluvísitölu á þessu ári.

Nauðgunarkæran forgangsmál hjá lögreglunni

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri nauðgun Egils "Gillzenegger" Einarssonar og kærustu hans gengur ágætlega, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar. Ekki er hægt að segja til um það á þessu stigi málsins hvenær rannsókninni ljúki en hún er flokkuð sem forgangsmál innan kynferðisbrotadeildarinnar.

Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan

Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna.

Líkamsárás á hóteli í Vestmannaeyjum

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað í anddyri Hótel Þórshamars að morgni laugardags. Þar höfðu tveir ölvaðir menn ætlað sér inn á hótelið en næturvörður sem var þar að störfum meinaði þeim inngöngu.

Íbúar á Hofsósi þurfa að sækja þjónustu á Sauðárkrók

„Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar.

Kynjafræði opnaði augu karlrembu - vill kynjafræði í alla skóla

Framhaldsskólaneminn Jón Karl Einarsson viðurkennir að hann hafi verið karlremba áður en hann hóf nám í kynjafræði í Borgarholtsskóla. Í athyglisverðri grein sem birtist eftir hann á Vísi í dag lýsir hann því hvernig námið breytti honum og viðhorfi hans til baráttu kvenna fyrir jafnrétti.

Hafnfirsk ungmenni dæmd fyrir innbrot

Tveir Hafnfirðingar á tvítugsaldrinum voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að brjótast inn í sex bifreiðar í janúar á síðasta ári. Báðir piltarnir hafa oft komið við sögu lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnabrota, misneytingu og húsbrota. Piltarnir stálu ýmsum munum úr bílunum auk geislaspilara.

Fjölmennt á nefndarsviði

Fjölmennt var á nefndarsviði Alþingis við Austurvöll þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Þá voru talsmenn Huang Nubos, þeir sem eru á móti kolefnisskatti og fangaverir í Félagi Fangavarða, en þeir vilja að nýtt fangelsi rísi á Hólmsheiðinni.

Verulega dregur úr brottkasti á fiski

Verulega hefur dregið úr því að sjómenn kasti fiski aftur í sjóinn ef hann er ekki af ákjósanlegri stærð, eða ef ekki er til kvóti fyrir tiltekinni fiskitegund.

Frostið fór í 27,3 gráður við Mývatn

Frost fór í 27,3 gráður við Mývatn í nótt og var það mesta frost sem mældist á landinu. Víða var óvenju mikið frost, einkum fyrir norðan og fór það til dæmis í 22 gráður á flugvellinum við Húsavík.

Kjötþjófar á ferð í Kópavogi

Tveir karlmenn fylltu stóra innkaupakörfu af veislufögnum , aðallega kjöti, í Krónunni í Kópavogi í gærkvöldi og hlupu með hana út án þess að borga fyrir vörurnar.

Mótmæla notkun á gróðurhúsi fyrir snyrtivöruiðnaðinn

Félag framleiðenda í lífrænum búskap mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landbúnaðarháskóla Íslands, að leigja út sérbyggt gróðurhús sitt að Reykjaum í Ölfusi til starfssemi óskyldri garðyrkju og matvælaframleiðslu.

Sakar stjórnvöld um svik og hótar riftun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir augljóst að ríkisstjórnin hafi svikið gerða kjarasamninga frá því í vor. Hann segir koma til greina að segja upp samningunum við endurskoðun þeirra í janúar næstkomandi.

Ræktandi afhendi fimm hunda

Kona sem ræktar hunda á Kjalarnesi hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að afhenda fimm Papillon-hunda, einn rakka og fjórar tíkur, sem hún hafði látið fjarlægja af heimili konu í Grindavík fyrir tæpu ári.

Bylting í merkingu á matvælum

Miklar breytingar eru í vændum á reglum um merkingar matvæla. Reglugerð þar að lútandi verður tekin upp hér á landi á næstu misserum og mun þá koma í stað núverandi reglna um merkingu matvæla, merkingu næringargildis og þess háttar, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar.

Sjá næstu 50 fréttir