Fleiri fréttir

Skotárás í Bryggjuhverfi - Laus úr varðhaldi en samt í fangelsi

Karl á þrítugsaldri, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn á skotárás í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. nóvember, er laus úr haldi lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn sé þó áfram í fangelsi, því hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála. "Karl á svipuðum aldri er hins vegar áfram í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar en sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. desember,“ segir ennfremur.

Tölvur lítið notaðar í kennslustofunni

Tölvur eru aðeins notaðar í tíu prósent kennslustunda í grunnskólum og tækjabúnaði skólanna hefur hrakað á síðustu árum. Lektor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands segir kreppuna hafa bitnað helst á kaupum á tækjabúnaði.

Norsku lærin duga í hangikjötið

Íslendingar búsettir í Noregi, sem hvorki vilja sleppa hangikjöti né sviðahausum, deyja ekki ráðalausir. Þeir einfaldlega reykja norsk lambalæri útí skógi og svíða norska kindahausa. Hangikjöt með uppstúf er maturinn sem Gunnar Karl Garðarsson frá Bíldudal býður gestum frá Íslandi.

Þingkosningar í Rússlandi: Hægt að kjósa í rússneska sendiráðinu

Sunnudaginn þann 4. desember nk. verða haldnar kosningar til rússneska þingsins, Ríkisdúmunnar. Rússneskum ríkisborgurum, 18 ára og eldri, sem dvelja á landi tímabundið eða eru búsettir hér, býðst á þeim degi að taka þátt í atkvæðagreiðslu í ræðisskrifstofu sendiráðs Rússlands, Túngötu 24, 101 Reykjavík, frá kl. 8:00 til kl. 20:00 að íslenskum tíma.

Vilja að nýr Landspítali verði forgangsverkefni

Félags atvinnurekenda vill að uppbygging nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss verði gert að forgangsverkefni samkvæmt yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag. Þar er vitnað í skýrslu norska ráðgjafarfyrirtækisins Hospitalitet, en þar kemur fram að talið er að nýr spítali muni skila u.þ.b. 2,6 ma.kr. árlegum sparnaði í rekstri.

Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Hundur beit þingmann

„Ég endaði á Læknavaktinni eftir að smáhundur réðist á mig í gærmorgun og beit í fótinn á mér,“ skrifar þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir á Facebook-síðu sinni, en svo virðist sem þingmaðurinn hafi lent í óvæntri hundaárás í gær.

Veturinn er kominn - og helgarspáin er nokkuð góð

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að veturinn er kominn, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Þannig náði myndatökumaður fréttastofu mynd af mæðginum á leiðinni í leikskólann í hlíðunum í morgun.

Afturför ef Reykjavikurflugvöllur hverfur

Stjórn Landsambands heilbrigðisstofnana segir í ályktun, að ef Reykjavíkurflugvöllur hverfi, valdi það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn, sem þurfi að komast á Landsspítalann í sjúkraflugi.

Verkfallinu hjá Hafrannsókn frestað

Rúmlega átta vikna verkfalli undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar var frestað á fundi samningamanna sjómanna og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi með undirritun rammasamkomulags, sem á að verða fullbúið fyrir 11. desember.

Ökumaður tekinn réttindalaus og dópaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann úr umferð í nótt eftir að í ljós koma að hann var undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist líka réttindalaus, eftir að hafa áður verið sviftur réttindum fyrir fíkniefnaakstur. Auk þess sem bíllinn, sem hann hafði fengið lánaðan, var ótryggður.

Mikil skjálftavirkni norður af Grímsey

Mikil skjálftavirkni er nú norður af Grímsey. Þar varð skjálfti upp á 3,1 í gærdag, með upptök innan við tvo kílómetar norður af eynni.

Þyrla sótti slasaðan sjómann í nótt

Sjómaður um borð í íslenskum togara slasaðist við vinnu þar um borð laust fyrir miðnætti, þegar togarinn var staddur rúmlega 50 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, og var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti hann.

Óveður gekk yfir austanvert landið

Óveður gekk inn á austanvert landið seint í gærkvöldi með allt að 23 metra vindi á sekúndu og talsverðri sjókomu eða slyddu.

Ofbeldið ekki refsivert í þriðjungi ríkja

603 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki skilgreint sem glæpur samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í skýrslu UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu kvenna og jafnréttis. Skýrslan nefnist Staða kvenna í heiminum: Leitin að réttlæti. Fjallað verður um skýrsluna á morgunverðarfundi íslensku landsnefndar UN Women í dag.

Rauðu nefin fara í sölu í dag

Sala á rauðum nefjum hefst í dag, en dagur rauða nefsins verður haldinn í fjórða sinn 9. desember. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari heimsforeldra UNICEF, setti upp fyrsta rauða nefið í ár. Nefin eru nú þrjú, Skjóða, Skotta og Skreppur. Vigdís valdi nefið Skottu auk þess sem hún valdi þrjú nef til viðbótar fyrir barnabörn sín.

Ólafur Ragnar í slæmum félagsskap

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk ekki jólakort frá breska forsætisráðherranum í fyrra. Í breska dagblaðinu Daily Mail segir að með því að senda þjóðarleiðtogum ekki jólakort sé ráðherrann að sýna hverjir úr þeirra hópi séu í ónáð.

Steinunn Valdís metur hugmyndir um nýtt fangelsi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um nýtt fangelsi sem ráðgert er að reisa á Hólmsheiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úrslit samkeppninnar næsta vor, eftir því sem fram kemur á vef ráðuneytisins.

Svavar þarf að greiða Pálma Haraldssyni 200 þúsund

Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, var í dag dæmdur til að greiða Pálma Haraldssyni, oftast kenndan við Fons, 200 þúsund krónur í miskabætur. Ástæðan er frétt sem Svavar flutti í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Keyrði fullur með fjölskylduna

Ölvaður karlmaður var stöðvaður við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Með honum í bílnum voru konan hans og barn þeirra samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Segir af sér og sendir Katrínu harðort bréf

Hjörleifur Stefánsson hefur sagt af sér sem formaður Húsafriðunarnefndar. Ástæðu afsagnarinnar segir hann vera ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að fara ekki að tillögu Húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtskirkju og Skálholtsskóla. Framkvæmdir hafa staðið yfir við Skálholtskirkju undanfarið þar sem verið er að byggja eftirlíkingu af Þorláksbúð en Árni Johnsen þingmaður hefur verið í forsvari fyrir byggingunni og gagnrýndi hann tillögu Húsafriðunarnefndar harðlega.

Hæstiréttur dæmir um einkamál Eiðs í dag

Hæstiréttur kveður upp úrskurð um meiðyrðamál sem knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen höfðaði gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Kviknaktar kvenfélagskonur

Kvenfélagskonur í Biskupstungum hafa gefið út dagatal fyrir árið 2012 þar sem þær sitja kviknaktar fyrir á myndum líkt og þær gerðu með svo eftirminnilegum hætti á dagatalinu fyrir árið 2010. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðs Suðurlands.

Hættulegt að blanda saman áfengi og orkudrykkjum

Næringarfræðingur segir hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi. Slíkt sé orðið mjög algengt á skemmtistöðum hér á landi og geti meðal annars leitt til hjartsláttartruflana.

Vesturbæjarlaugin 50 ára

Á morgun eru liðin 50 ár frá vígslu Vesturbæjarlaugarinnar. Hafliði Halldórsson hefur starfað sem forstöðumaður laugarinnar í tvö ár. Hann hefur verið að skoða blaðagreinar að undanförnu til þess að minnast þeirra tíma þegar verið var að vígja laugina.

Stofnfjárhafar höfðu betur

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms þess efnis að stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðlendinga beri ekki að endurgreiða lán sem þeir tóku hjá hjá Glitni á sínum tíma til þess að taka þátt í stofnfjáraukningu sparisjóðanna árið 2007.

Sviptir greiðslum fyrir neysluhlé: „Hrein kjaraskerðing“

„Sveitarstjórn sem er vönd að virðingu sinni gerir ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn, en meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar samþykktu í borgaráði í morgun að svipta leikskólakennara svokölluðu neysluhléi, en kennarnir fá greitt fyrir að borða með börnunum í hádegishléinu.

Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims

Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel.

Hleyptu af byssunni í miðri eftirför

Mennirnir sem eru í haldi grunaðir um skotárás um síðustu helgi skutu í átt að fórnarlambi sínu úr bíl á ferð í miðri eftirför. Þetta fullyrðir fórnarlambið, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir mönnunum.

Stór rækjubátur sigldi á 15 tonna línubát

Minnstu munaði að alvarlegt slys yrði, þegar rækjubáturinn Siglunes, sem er á annað hundrað tonna stálbátur, sigldi á rúmlega sjö mílna hraða á línubátinn Jonna, norður af Siglufirði í gær.

Dregið í Víkingalottóinu klukkan níu

Stefnt er að því að dregið verði í Víkingalottóinu klukkan níu fyrir hádegi, eftir drætti var frestað í gærkvöldi vegna misræmis milli sölukerfa og kerfisstjórnunar finnska lottósins. Stóri vinningurinn er kominn í 2,6 milljarða króna þannig að margir bíða spenntir eftir drættinum.

Leikskólakennarar sturlaðir af reiði

Félag leikskólakennara mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Borgarráðs frá því í morgun að svipta leikskólakennara svokölluðu neysluhléi. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að greiðslurnar falli ekki niður hjá neinni annarri starfstétt hvorki hjá leiðbeinendum sem eru innan raða Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar eða innan vébanda BHM og ekki hjá aðstoðarleikskólastjórum sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla.

Líklega olía á Drekasvæðinu

Meiri líkur eru taldar vera á því að olíulindir finnist á Jan Mayen-hryggnum en áður. Þetta er niðurstaða Olíustofnunar Noregs sem hefur rannsakað sýni af svæðinu í samstarfi við Orkustofnun og Háskólann í Bergen síðustu mánuði.

Funda með stóriðju vegna kolefnisgjalds

Stjórnvöld munu hitta fulltrúa stóriðjunnar vegna fyrirhugaðs kolefnisskatts sem styr hefur staðið um. Fjármálaráðherra segir fyrirtæki ekki verða tvísköttuð. Ekki komi til gjaldsins fyrr en 2013 vegna fyrri loforða gagnvart stóriðju.

Krampakennd leiftur úr biluðu ljósamastri

Héraðsbúi sakar Ríkisútvarpið um skeytingarleysi með því að laga ekki biluð leifturljós í langbylgjumastri þrátt fyrir ábendingar um ónæði af þeim. Um sé að ræða viðvörunarljós vegna flugumferðar en hending sé hvernig þau virki.

Flytja inn sement í stað þess að framleiða

Sementsverksmiðjan á Akranesi mun brátt hætta eigin framleiðslu breytist aðstæður á markaði fyrirtækisins ekki verulega á næstunni. Það hefði óhjákvæmilega í för með sér fækkun starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá verksmiðjunni.

Mikill sandur í hafnarmynni Landeyjahafnar

Mikill sandur hefur safnast fyrir framan hafnarmynni Landeyjahafnar og er dýpið þar aðeins þrír metrar, en þarf að vera sex metrar svo höfnin nýtist Herjólfi.

Norðmenn vilja sameina neyðarnúmerin

Fulltrúar öryggismála og frá neyðarþjónustu í Noregi eru nú staddir hér á landi til að kynna sér fyrirkomulag fjarskiptaleiða Neyðarlínunnar.

Sjá næstu 50 fréttir