Fleiri fréttir

Ráðleggur lottóvinningshafa að kaupa rauðvín

Menn eiga að kaupa rauðvín, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, aðspurður um það hvað einstaklingar geti gert við 50 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum vann Íslendingur 50 milljónir í Víkingalottó í gær. Þótt flesta dreymi eflaust um svo góða glaðninga er ekki víst að allir sem vita hvernig skynsamlegast er að verja sliku fé.

Veist þú um Ben Stiller?

Það er ekki á hverjum degi sem frægir leikarar frá Hollywood koma til Íslands en það gerist þó annað slagið. Stórstjarnan Ben Stiller er nú staddur hér á landi og sást til hans í miðborg Reykjavíkur í gær ásamt vinum sínum.

Heimilum haldið í skuldaspennitreyju

Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspenntreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna.

Funduðu til að verða fjögur í nótt

Litlar líkur eru á því að þingmönnum við Austurvöll takist að klára þingstörfin í dag eins og til stóð. Enn er tekist á um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu og var fundað til að ganga fjögur í nótt.

Stiller drakk Macchiato á Skólavörðustíg

Hollywood-stjarnan Ben Stiller spókaði sig með vinum sínum í miðborg Reykjavíkur í gær. Meðal annars sást til Stillers á Café Babalú á Skólavörðustíg þar sem hann fékk sér einn bolla af Macchiato.

Fóru í sund eftir skólaball

Sjö ungmenni, um nítján ára gömul, voru í nótt rekin upp úr sundlauginni við Ölduselsskóla. Lögreglan kom að ungmennunum um klukkan þrjú í nótt og hlýddu þau undanbragðalaust fyrirmælum lögreglu um að koma sér upp úr.

Fékk gull fyrir góðan árangur

Íslenska auglýsingaherferðin Inspired by Iceland fékk í gær gullverðlaun á EFFIE-auglýsingahátíðinni fyrir besta árangur evrópskrar auglýsingaherferðar sem byggði á notkun samfélagsmiðla.

Tíu ár að baki en sjaldan meiri erfiðleikar

Afganar standa nú á tímamótum. Þrátt fyrir að vera enn í strangri gjörgæslu alþjóðaherliðs eru þeir byrjaðir að feta fyrstu skrefin í átt að algjörri sjálfstjórn. Mörg áföll hafa dunið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Stígur Helgason var fyrir skömmu í Kabúl og reyndi að glöggva sig á því hvort mögulega sæi fyrir endann á óförum þessarar stríðshrjáðu þjóðar.

Hjólið bilar síður ef því er haldið nógu vel við

Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt.

Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum

Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu.

Minna skip hentar Landeyjahöfn betur

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt.

Fossinn Hverfandi lifnar við

Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, fylltist á þriðjudag og mun vatn úr lóninu renna á yfirfalli í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í ánni vegna þessa.

Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna

Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna.

Þingmenn vilja peningastefnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á þingi í gær ekki hægt að bjóða lengur upp á gjaldmiðil sem tæki kollsteypur á fimm til tíu ára fresti. Hún ítrekaði tillögur flokks síns um mótun peningamálastefnu til lengri tíma.

21% ráðstöfunartekna í húsnæði

Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum á Íslandi var 21 prósent árið 2010. Árið 2009 var það 20,7 prósent og var það þá næstlægst á Norðurlöndunum. Aðeins á Finnlandi var það lægra. Þetta er samkvæmt tölum frá alþjóðlegri könnun Eurostat.

Ofbeldismenn í gæsluvarðhald

Tveir dæmdir ofbeldismenn með langa sakaferla sitja nú í einangrun í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um að hafa svipt annan mann frelsi og reynt að kúga út úr honum fé. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Nýir björgunarbátar keyptir

Slysavarnaskóli sjómanna tók í gær í notkun þrjá nýja björgunarbáta. Þar af er einn lokaður lífbátur af nýjustu gerð. Bátarnir voru keyptir frá Færeyjum og verða notaðir við kennslu. Athöfnin fór fram við Austurbakka Reykjavíkurhafnar.

Gætu endað á safni um einvígið

Tveir sænskir sjónvarpsmenn sem hlutu verðlaun frá sænska sjónvarpinu sem karlkyns þáttastjórnendur ársins ákváðu að gefa hópnum sem stóð að komu skákmeistarans Bobby Fischer til Íslands verðlaunagripinn.

Bíða tvær vikur eftir lækni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segist taka heils hugar undir mótmæli starfsfólks vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.

Rektor MR gerir athugasemdir

Kvartanir hafa borist frá foreldrum nemenda við Menntaskólann í Reykjavík vegna viðtals í skólablaði sem út kom í síðustu viku, segir Yngvi Pétursson, rektor MR.

Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi

Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum.

Inspired by Iceland hlýtur gullverðlaun

Auglýsingarherferðin Inspired by Iceland vann rétt í þessu til gullverðlauna á European Effie awards, en sú auglýsingakeppni er ein sú virtasta í Evrópu.

Telur líkur á vinstristjórn í Danmörku

Allt bendir til þess að ríkisstjórn Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra, muni bíða ósigur í þingkosningunum í Danmörku á morgun. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, spáir því að ljósrauð ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum.

Hópuppsagnir fyrirhugaðar hjá Heilsustofnun Hveragerðis

Starfsfólki Heilsustofnunarinnar í Hveragerði verður sagt upp stöfum ef þjónustusamningur stofnunarinnar við ríkið verður ekki endurnýjaður. Frá þessu var greint í frétt á RÚV fyrr í dag. Stofnunin er næststærsti vinnustaður Suðurlands, en þar vinna um 12% vinnuafls Hveragerðis. Hún er rekin af Náttúrulækningafélag Íslands samkvæmt þjónustusamningi við ríkið.

"Börn ekki eiga heima í fangelsum“

Faðir drengs sem nú afplánar lífstíðarfangelsi á Englandi segir það enga lausn að vista unga glæpamenn með fullorðnum afbrotamönnum. Hann telur ólíklegt að ungir einstaklingar verði að ærlegum þjóðfélagsþegnum eftir slíka dvöl.

Fötluðum dreng neitað um gjafsókn

Fötluðum 12 ára dreng hefur verið neitað um gjafsókn fyrir Hæstarétti, en hann krefst skaða- og miskabóta vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanns sem áttu sér stað á meðgöngu móður hans.

Smyrill í húsagarði í Hafnarfirði

Nokkra Hafnfirðinga rak í rogastans þegar þeir litu inn í húsagarð í Stuðlaberginu um fimmleytið í gær. Þar sat Smyrill í mestu makindum og gæddi sér á skógarþresti.

Heiður að fá Annan til Íslands

„Ég tel það vera mikil og góð tíðindi og mikill heiður, ekki bara fyrir Háskóla Íslands heldur íslenska þjóð að einn af fremstu leiðtogum veraldar á síðustu áratugum skuli vilja heiðra Háskola Íslands á þessum tímamótum," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Vísi. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun koma hingað til lands í byrjun október og halda fyrirlestur í Háskóla Íslands þann 7. október næstkomandi í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.

Allur bílafloti slökkviliðsins í útkall

Allt tiltækt slökkviliðs Reykjavíkur var kallað út rétt í þessu. Ástæðan var mikill reykur og meintur eldsvoði á hóteli í Síðumúla. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að um bilun í eldvarnarkerfi var að ræða. Þeim var því snúið við á staðnum enda ekki um neinn eldsvoða að ræða.

Ögmundur mun ekki geta tekið ákvörðun um Nubo einn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun þufa að taka tillit til sjónarmið annarra ráðherra þegar ákvörðun verður tekin um það hvort leyfa eigi Huang Nubo, kínverska auðmanninum, að fjárfesta í jörð á Grímsstöðum á Fjöllum.

Valinn úr níu þúsundum í sænska Survivor

Ég vissi að þetta ævintýri yrði svakalega erfitt, krefjandi og skemmtilegt,“ segir hinn 22 ára Hjálmtýr Daregård, um þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Robinson, sem er sænskur Survivor-þáttur. Hann var einn af tuttugu sem valdir voru úr 9000 manna hópi.

Kofi Annan kemur til Íslands

Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, verður aðalfyrirlesari á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni aldarafmælis skólans þann 7. október næstkomandi. Máþingið ber yfirskriftina "Áskoranir 21. aldar".

Óviðeigandi að segja forsetaræfill

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis sagði við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag að ummæli Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, um forseta Íslands frá því í morgun væru óviðeigandi. Björn Valur talaði um forsetaræfilinn í umræðu um forseta Íslands.

Karpað um dagskrá

Það logar allt stafnanna á milli í sal Alþingis þessa stundina. Ástæðan er sú að stjórnarþingmenn vilja halda kvöldfund til þess að ljúka sem flestum þingmálum áður en haustþingi lýkur.

Geir tekur sæti í borgarstjórn

Geir Sveinsson mun taka sæti Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur tímabundið í borgarstjórn Reykjavíkur. Þorbjörg Helga er, sem kunnugt er með barni, og mun taka sér leyfi. Geir segir í samtali við Vísi að ekki sé alveg ljóst hvenær hann taki sæti. „Það er ekki alveg komið á hreint, en einhvern tímann í októbermánuði,“ segir Geir.

Borga 20 milljónir á mánuði fyrir viðhald Landeyjahafnar

Kostnaður við viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn hefur numið að meðaltali um 20 milljónum króna frá því í fyrrahaust og þar til 1. ágúst 2011. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

"Ég er ekki að hnýta í forsetaræfilinn“

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að forseti Íslands þurfi að svara því hvernig hann hyggst bregðast við gagnrýni ráðherra í sinn garð. Björn spurði á Alþingi í morgun hvort forseti ætli að rjúfa þing og boða til kosninga.

Thor heiðraður á Riff

Rithöfundurinn sálugi Thor Vilhjálmsson verður heiðraður á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Stofnaður hefur verið um hann minningarsjóður.

Ríkisolíufélag samþykkt á Alþingi fyrir þremur árum

Heimild til íslenska ríkisins til að stofna ríkisolíufélag var lögfest á Alþingi fyrir þremur árum í aðdraganda fyrsta Drekaútboðsins. Megintilgangur slíks félags var í greinargerð sagður að gæta hagsmuna íslenska ríkisins og auðlinda þess.

Magn svifryks í Reykjavík tvöfalt yfir heilsuverndarmörkum

Rykmistur er yfir Reykjavík og hefur styrkur svifryks farið hækkandi í morgun. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og klukkan tíu í morgun var styrkurinn 100 á mælistöðinni við Grensásveg. Meðaltalið frá miðnætti var 45 míkgrömm á rúmmetra.

Vænlegast að leggja áherslu á fá markmið

Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) að samninganefndin hafi fá og skýr markmið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).

Sjá næstu 50 fréttir