Fleiri fréttir Einhuga um að tjá sig ekki í bili „Þetta var góður og mikilvægur fundur,“ segir Sigrún Gylfadóttir, deildarstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands, sem fer fyrir sáttanefnd á vegum skólans er í gær hitti Svandísi Svavarsdóttur menntamálaráðherra. 14.9.2011 08:00 Fundu kannabisræktun í nágrenni lögreglustöðvarinnar Lögreglan upprætti kannabisræktun í húsi í holtunum, nálægt lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gærkvöldi. Segja má að menn hafi runnið á lyktina af plöntunum og þegar inn var komið komu í ljós kannabisplöntur í 29 pottum og bakki með græðlingum. Eigandi húsnæðisins var ekki á staðnum og er hans nú leitað. 14.9.2011 06:57 Þúsundir flytja milli skóla Frá síðasta vori að skólabyrjun nú í haust fluttu 203 grunnskólanemendur í Reykjavík úr landi en 3.207 nemendur fluttu á milli skóla í Reykjavík eða í önnur sveitarfélög. 14.9.2011 06:00 Ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju Fjögur ungmenni hafa verið ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra. Kirkjan hafði verið friðuð í tuttugu ár. 14.9.2011 05:55 Tugur barna í steininn með fullorðnum brotamönnum Tíu börn undir átján ára aldri hafa á undanförnum fimm árum verið sett í fangelsi með fullorðnum afbrotamönnum. Það er bannað samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 14.9.2011 05:51 Kosið um framlag Íslands til Óskarsins Kosið verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 dagana 15. - 20. september. Myndirnar sem koma til greina eru sjö talsins. Þær eru: Á annan veg, Brim, Eldfjall, Gauragangur, Kurteist fólk, Órói og Rokland. 13.9.2011 21:45 Hnífstunga við Lækjartorg Ungur maður var stunginn með hníf við Lækjartorg laust uppúr klukkan sjö í dag. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofu en sár hans reyndust hvorki djúp né alvarleg. 13.9.2011 21:00 Vilja rjúpnaveiðar með óbreyttu sniði Skotveiðifélag Íslands leggur til að veiðar á rjúpu í ár verði með sama sniði og síðustu ár. Félagið segir ofureinföldun að rekja sveiflur í rjúpnastofninum alfarið til skotveiði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. 13.9.2011 18:59 Telja ný upplýsingalög skerða rétt almennings Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson. 13.9.2011 18:05 Aron og Emilía vinsælust Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum. 13.9.2011 22:30 Stefna á að sigla fram í nóvember Ferðmannaútgerðin á Jökulsárlóni, sem í fyrstu stóð aðeins yfir hásumarið, hefur lengst upp í það að verða sex mánaða vertíð og er nú stefnt að því að halda siglingum fram í nóvember. 13.9.2011 22:30 Ný áfengislög fela í sér mismunun Innlendum framleiðendum er mismunað í nýju frumvarpi Innanríkisráðherra um áfengislög að mati framkvæmdarstjóra félags atvinnurekenda. Hann furðar sig á því að frumvarpið sé í fullkominni andstöðu við skýrslu starfshóps fjármálaráðherra. 13.9.2011 22:00 Framkvæmdir Orkuveitunnar orsaka skjálftahrinu Tæplega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Mikil skjálftavirkni er ekkert til að hafa áhyggjur af, segir talsmaður Orkuveitunnar. 13.9.2011 21:15 Ný meðferðarúrræði við brjóstakrabbameini Íslenskir vísindamenn hafa með rannsóknum varpað ljósi á tengsl stofnfruma við stækkun æxla í brjóstakrabbameinum. Niðurstöður rannsóknarinnar auka líkur á því að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem mögulega hindra meinvörp. 13.9.2011 21:00 Eyjafjallajökull hefur áhrif á réttarstöðu flugfarþega Eldgosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á réttindi flugfarþega í framtíðinni. Ástæðan er meðal annars gríðarlegur kostnaður flugfélaga vegna gossins. Bætur vegna tafa verða að öllum líkindum takmarkaðar, að mati fulltrúa Alþjóðasamtaka flugfarþega. 13.9.2011 20:30 Skortur á refsiákvæðum við gjaldeyrishaftabrotum Sérstakur saksóknari gæti þurft að fella niður þau nítján mál sem nú eru til rannsóknar vegna brota á gjaldeyrishaftareglum vegna skorts á refsiákvæðum í lögum. Þetta er mat lögmanns sem telur ennfremur að skaðabótaskylda hljóti að vera til staðar. 13.9.2011 20:00 Hvetja til stofnunar ríkisolíufélags Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hvetur íslensk stjórnvöld til að stofna ríkisolíufélag í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu og telur að mikill áhugi verði á væntanlegu útboði. 13.9.2011 19:30 Ofsaakstur í höfuðborginni Talsvert var um hraðaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögregla tók nokkra tugi ökumanna fyrir ofsaakstur og var í grófustu tilvikunum ekið 75-80 km/klst yfir hámarkshraða. Ökufantarnir eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. 13.9.2011 17:14 Forsetinn keypti hús í næsta nágrenni við Jón Baldvin Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum. 13.9.2011 14:53 Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands. 13.9.2011 14:26 Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði Litla fiskbúðin Miðvangi býður besta fiskverðið á landinu, samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ sem gert var á mánudaginn. 13.9.2011 14:18 Ólafur sá sig knúinn til að svara ummælum Steingríms Ólafur Ragnar Grímsson segist hafa séð sig knúinn til þess að svara ummælum fjármálaráðherra í Icesave málinu sem hann segir hafa verið aðför að ákvörðun forsetans. Hann muni ekki sitja undir því að ráðamenn fari fram af fyrra bragði með þessum hætti. Utanríkisráðherra segist hafa orðið hryggur við að heyra ummæli forsetans. Þau má sjá hér í heild sinni. 13.9.2011 14:06 Fljúga oft milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur Keflavíkurflugvöllur er í hópi tíu flugvalla sem farþegar á Kastrupflugvelli í Danmörku fljúga helst til og frá. Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, samkvæmt tölum vefsíðunnar Túristi.is. 13.9.2011 13:29 Segir ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna gjaldeyrishafta Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ríkið hafi mögulega bakað sér skaðabótaskyldu þar sem lög um gjaldeyrishöft séu ekki nægilega skýr. Þetta kom fram í máli þingmannsins á Alþingi í morgun. Formaður efnahags- og skattanefndar benti á að löggjöfin hafi verið innleidd í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 13.9.2011 13:12 Mikið líf á leigumarkaði Þinglýstum leigusamningum fjölgaði um 5,1% frá sama mánuði í fyrra, en um 65% á milli mánaða, samkvæmt tölum Fasteignaskrár. Fjöldi þinglýstra samninga í ágúst síðastliðnum á landinu öllu var 1302. Í ágúst í fyrra voru þeir 1239 en í júlí síðastliðnum voru þeir 790. 13.9.2011 12:53 Skilnuðum fjölgaði ekki í kreppunni Fyrir hver 2,7 pör sem giftu sig á síðasta ári skildu ein hjón. Þrátt fyrir það eru engin teikn um það að hjónaskilnuðum hafi fjölgað í kreppunni. 13.9.2011 12:06 Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ekki hættur í megrun, ef marka má Facebook-síðu hans nú fyrir nokkrum mínútum. Þar segist hann hafa setið fastur í þinginu þar til klukkan eitt í nótt og gleymt að færa inn nýjustu tölur. 13.9.2011 11:32 Fréttir af andláti evrunnar fjarstæðukenndar Þó að viðsjár sé í Evrópu og erfið viðfangsefni framundan, þá eru fréttir af andláti og útför evrunnar fjarri lagi, sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar á Alþingi í morgun. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann hvaða áhrif efnahagsþrengingarnar í Evrópu, nú þegar hugsanlega þyrfti að kljúfa Grikkland úr evrusamstarfinu, myndi hafa á Ísland. Hann spurði jafnframt hvernig Íslendingar gætu brugðist við. 13.9.2011 11:26 Sigmundur Davíð hættur í megrun? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu. 13.9.2011 10:47 Tré ársins kynnt í dag Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu. 13.9.2011 10:30 Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land "Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. 13.9.2011 10:21 Skjálftarnir raktir til framkvæmda Orkuveitunnar Þá þrjúhundruð skjálfta sem Veðurstofan mældi í nótt má alla rekja til framkvæmda Orkuveitunnar á svæðinu. Skjálftarnir voru allir undir þremur á Richter. 13.9.2011 10:14 Skora á stjórnvöld að tryggja rekstur til framtíðar Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands skorar á stjórnvöld að ganga strax frá samningum við skólann sem tryggir rekstur hans og rekstrarhæfi til framtíðar. Í yfirlýsingu stjórnar er bent á að Ríkisendurskoðun gerði engar athugasemdir við umsýslu fjármuna í rekstri skólans eins og fram hafi komið í bréfi frá embættinu. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mennta- og menningarmálaráðuneytið gangi til samninga við skólann nú þegar. Sáttanefnd í málinu fundar með mennta- og menningarmálaráðherra í dag og eru bundnar vonir við að fundurinn verði skref í átt að því að samningar náist og skólahald geti hafist. 13.9.2011 09:37 Aron vinsælasta nafnið Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti. 13.9.2011 09:04 Þrjúhundruð skjálftar á Hellisheiði Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir hafa verið um tvö stig en flestir eru þeir ívið minni. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að verið sé að kanna málið. 13.9.2011 07:57 Þingmenn takast enn á um aðlögun Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki. 13.9.2011 07:25 Aftur kveikt í á Bergstaðastræti Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálfþrjú í nótt þegar eldur varð laus í einangrun utan á sökkli húss við Bergstaðastræti. Fljótlega gekk að slökkva eldinn en öruggt er talið að um íkveikjeikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þetta er í fjórða sinn sem kveikt er í húsinu á tæpum mánuði. 13.9.2011 07:18 Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. 13.9.2011 05:56 Drukkinn maður kveikir í fangaklefa Í kvöld bar til tíðinda á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar maður á fimmtugsaldri sem þar var vistaður kveikti í fangaklefanum sínum. Maðurinn slapp út ómeiddur en fangaklefinn er ónothæfur í bili. 12.9.2011 23:50 Rafmagn komið á Rafmagnið er nú komið á að nýju í Staðarhverfi í Grafarvogi og syðri hluta Mosfellsbæjar, en þar varð rafmagnslaust fyrr í kvöld. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ um kl. 22:30 og um kl. 22:50 í Staðarhverfinu, nyrst í Grafarvogi. 12.9.2011 23:28 Rafmagnslaust í Mosfellsbæ Rafmagnslaust er í syðri hluta Mosfellsbæjar og Staðarhverfinu, nyrðri hluta Grafarvogs. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar sem kom upp í háspennukerfi Orkuveitunnar. Menn vita enn ekki nákvæmlega hvað veldur biluninni. 12.9.2011 22:33 Hestamaður slasaður í Þjórsárdal Hestamaður slasaðist um hálfsjö leytið í Þjórsárdalnum í dag. Þegar hópur fjallmanna stoppaði í dalnum á leið sinni í leitir sparkaði hestur í höfuð eins þeirra. Sá fékk ljótan skurð og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Selfossi. Lítið er vitað um líðan hans, en hann er með meðvitund. 12.9.2011 21:49 Vísar á bug gagnrýni á samskipti við Evrópuríki Það hefur enginn forseti kappkostað jafn ríkulega og ég að stunda góð samskipti við Evrópuþjóðir og Bandaríkin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. 12.9.2011 22:10 Tveir af þremur vilja klára aðildarviðræðurnar Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu. Þingmaður segir að um einangrað tilvik sé að ræða, vilji þjóðarinnar sé að bakka út, þar sem Evrópa standi í björtu báli. 12.9.2011 21:30 Sprenging í frönsku kjarnorkuveri Einn lést og þrír særðust þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Frakklandi í morgun. Í fyrstu var talin hætta á að geislavirk efni myndu leka út en svo varð ekki, að sögn franskra stjórnvalda. 12.9.2011 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Einhuga um að tjá sig ekki í bili „Þetta var góður og mikilvægur fundur,“ segir Sigrún Gylfadóttir, deildarstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands, sem fer fyrir sáttanefnd á vegum skólans er í gær hitti Svandísi Svavarsdóttur menntamálaráðherra. 14.9.2011 08:00
Fundu kannabisræktun í nágrenni lögreglustöðvarinnar Lögreglan upprætti kannabisræktun í húsi í holtunum, nálægt lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gærkvöldi. Segja má að menn hafi runnið á lyktina af plöntunum og þegar inn var komið komu í ljós kannabisplöntur í 29 pottum og bakki með græðlingum. Eigandi húsnæðisins var ekki á staðnum og er hans nú leitað. 14.9.2011 06:57
Þúsundir flytja milli skóla Frá síðasta vori að skólabyrjun nú í haust fluttu 203 grunnskólanemendur í Reykjavík úr landi en 3.207 nemendur fluttu á milli skóla í Reykjavík eða í önnur sveitarfélög. 14.9.2011 06:00
Ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju Fjögur ungmenni hafa verið ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra. Kirkjan hafði verið friðuð í tuttugu ár. 14.9.2011 05:55
Tugur barna í steininn með fullorðnum brotamönnum Tíu börn undir átján ára aldri hafa á undanförnum fimm árum verið sett í fangelsi með fullorðnum afbrotamönnum. Það er bannað samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 14.9.2011 05:51
Kosið um framlag Íslands til Óskarsins Kosið verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 dagana 15. - 20. september. Myndirnar sem koma til greina eru sjö talsins. Þær eru: Á annan veg, Brim, Eldfjall, Gauragangur, Kurteist fólk, Órói og Rokland. 13.9.2011 21:45
Hnífstunga við Lækjartorg Ungur maður var stunginn með hníf við Lækjartorg laust uppúr klukkan sjö í dag. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofu en sár hans reyndust hvorki djúp né alvarleg. 13.9.2011 21:00
Vilja rjúpnaveiðar með óbreyttu sniði Skotveiðifélag Íslands leggur til að veiðar á rjúpu í ár verði með sama sniði og síðustu ár. Félagið segir ofureinföldun að rekja sveiflur í rjúpnastofninum alfarið til skotveiði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. 13.9.2011 18:59
Telja ný upplýsingalög skerða rétt almennings Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson. 13.9.2011 18:05
Aron og Emilía vinsælust Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum. 13.9.2011 22:30
Stefna á að sigla fram í nóvember Ferðmannaútgerðin á Jökulsárlóni, sem í fyrstu stóð aðeins yfir hásumarið, hefur lengst upp í það að verða sex mánaða vertíð og er nú stefnt að því að halda siglingum fram í nóvember. 13.9.2011 22:30
Ný áfengislög fela í sér mismunun Innlendum framleiðendum er mismunað í nýju frumvarpi Innanríkisráðherra um áfengislög að mati framkvæmdarstjóra félags atvinnurekenda. Hann furðar sig á því að frumvarpið sé í fullkominni andstöðu við skýrslu starfshóps fjármálaráðherra. 13.9.2011 22:00
Framkvæmdir Orkuveitunnar orsaka skjálftahrinu Tæplega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Mikil skjálftavirkni er ekkert til að hafa áhyggjur af, segir talsmaður Orkuveitunnar. 13.9.2011 21:15
Ný meðferðarúrræði við brjóstakrabbameini Íslenskir vísindamenn hafa með rannsóknum varpað ljósi á tengsl stofnfruma við stækkun æxla í brjóstakrabbameinum. Niðurstöður rannsóknarinnar auka líkur á því að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem mögulega hindra meinvörp. 13.9.2011 21:00
Eyjafjallajökull hefur áhrif á réttarstöðu flugfarþega Eldgosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á réttindi flugfarþega í framtíðinni. Ástæðan er meðal annars gríðarlegur kostnaður flugfélaga vegna gossins. Bætur vegna tafa verða að öllum líkindum takmarkaðar, að mati fulltrúa Alþjóðasamtaka flugfarþega. 13.9.2011 20:30
Skortur á refsiákvæðum við gjaldeyrishaftabrotum Sérstakur saksóknari gæti þurft að fella niður þau nítján mál sem nú eru til rannsóknar vegna brota á gjaldeyrishaftareglum vegna skorts á refsiákvæðum í lögum. Þetta er mat lögmanns sem telur ennfremur að skaðabótaskylda hljóti að vera til staðar. 13.9.2011 20:00
Hvetja til stofnunar ríkisolíufélags Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hvetur íslensk stjórnvöld til að stofna ríkisolíufélag í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu og telur að mikill áhugi verði á væntanlegu útboði. 13.9.2011 19:30
Ofsaakstur í höfuðborginni Talsvert var um hraðaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögregla tók nokkra tugi ökumanna fyrir ofsaakstur og var í grófustu tilvikunum ekið 75-80 km/klst yfir hámarkshraða. Ökufantarnir eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. 13.9.2011 17:14
Forsetinn keypti hús í næsta nágrenni við Jón Baldvin Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum. 13.9.2011 14:53
Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands. 13.9.2011 14:26
Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði Litla fiskbúðin Miðvangi býður besta fiskverðið á landinu, samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ sem gert var á mánudaginn. 13.9.2011 14:18
Ólafur sá sig knúinn til að svara ummælum Steingríms Ólafur Ragnar Grímsson segist hafa séð sig knúinn til þess að svara ummælum fjármálaráðherra í Icesave málinu sem hann segir hafa verið aðför að ákvörðun forsetans. Hann muni ekki sitja undir því að ráðamenn fari fram af fyrra bragði með þessum hætti. Utanríkisráðherra segist hafa orðið hryggur við að heyra ummæli forsetans. Þau má sjá hér í heild sinni. 13.9.2011 14:06
Fljúga oft milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur Keflavíkurflugvöllur er í hópi tíu flugvalla sem farþegar á Kastrupflugvelli í Danmörku fljúga helst til og frá. Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, samkvæmt tölum vefsíðunnar Túristi.is. 13.9.2011 13:29
Segir ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna gjaldeyrishafta Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ríkið hafi mögulega bakað sér skaðabótaskyldu þar sem lög um gjaldeyrishöft séu ekki nægilega skýr. Þetta kom fram í máli þingmannsins á Alþingi í morgun. Formaður efnahags- og skattanefndar benti á að löggjöfin hafi verið innleidd í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 13.9.2011 13:12
Mikið líf á leigumarkaði Þinglýstum leigusamningum fjölgaði um 5,1% frá sama mánuði í fyrra, en um 65% á milli mánaða, samkvæmt tölum Fasteignaskrár. Fjöldi þinglýstra samninga í ágúst síðastliðnum á landinu öllu var 1302. Í ágúst í fyrra voru þeir 1239 en í júlí síðastliðnum voru þeir 790. 13.9.2011 12:53
Skilnuðum fjölgaði ekki í kreppunni Fyrir hver 2,7 pör sem giftu sig á síðasta ári skildu ein hjón. Þrátt fyrir það eru engin teikn um það að hjónaskilnuðum hafi fjölgað í kreppunni. 13.9.2011 12:06
Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ekki hættur í megrun, ef marka má Facebook-síðu hans nú fyrir nokkrum mínútum. Þar segist hann hafa setið fastur í þinginu þar til klukkan eitt í nótt og gleymt að færa inn nýjustu tölur. 13.9.2011 11:32
Fréttir af andláti evrunnar fjarstæðukenndar Þó að viðsjár sé í Evrópu og erfið viðfangsefni framundan, þá eru fréttir af andláti og útför evrunnar fjarri lagi, sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar á Alþingi í morgun. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann hvaða áhrif efnahagsþrengingarnar í Evrópu, nú þegar hugsanlega þyrfti að kljúfa Grikkland úr evrusamstarfinu, myndi hafa á Ísland. Hann spurði jafnframt hvernig Íslendingar gætu brugðist við. 13.9.2011 11:26
Sigmundur Davíð hættur í megrun? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu. 13.9.2011 10:47
Tré ársins kynnt í dag Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu. 13.9.2011 10:30
Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land "Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. 13.9.2011 10:21
Skjálftarnir raktir til framkvæmda Orkuveitunnar Þá þrjúhundruð skjálfta sem Veðurstofan mældi í nótt má alla rekja til framkvæmda Orkuveitunnar á svæðinu. Skjálftarnir voru allir undir þremur á Richter. 13.9.2011 10:14
Skora á stjórnvöld að tryggja rekstur til framtíðar Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands skorar á stjórnvöld að ganga strax frá samningum við skólann sem tryggir rekstur hans og rekstrarhæfi til framtíðar. Í yfirlýsingu stjórnar er bent á að Ríkisendurskoðun gerði engar athugasemdir við umsýslu fjármuna í rekstri skólans eins og fram hafi komið í bréfi frá embættinu. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mennta- og menningarmálaráðuneytið gangi til samninga við skólann nú þegar. Sáttanefnd í málinu fundar með mennta- og menningarmálaráðherra í dag og eru bundnar vonir við að fundurinn verði skref í átt að því að samningar náist og skólahald geti hafist. 13.9.2011 09:37
Aron vinsælasta nafnið Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti. 13.9.2011 09:04
Þrjúhundruð skjálftar á Hellisheiði Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir hafa verið um tvö stig en flestir eru þeir ívið minni. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að verið sé að kanna málið. 13.9.2011 07:57
Þingmenn takast enn á um aðlögun Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki. 13.9.2011 07:25
Aftur kveikt í á Bergstaðastræti Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálfþrjú í nótt þegar eldur varð laus í einangrun utan á sökkli húss við Bergstaðastræti. Fljótlega gekk að slökkva eldinn en öruggt er talið að um íkveikjeikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þetta er í fjórða sinn sem kveikt er í húsinu á tæpum mánuði. 13.9.2011 07:18
Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. 13.9.2011 05:56
Drukkinn maður kveikir í fangaklefa Í kvöld bar til tíðinda á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar maður á fimmtugsaldri sem þar var vistaður kveikti í fangaklefanum sínum. Maðurinn slapp út ómeiddur en fangaklefinn er ónothæfur í bili. 12.9.2011 23:50
Rafmagn komið á Rafmagnið er nú komið á að nýju í Staðarhverfi í Grafarvogi og syðri hluta Mosfellsbæjar, en þar varð rafmagnslaust fyrr í kvöld. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ um kl. 22:30 og um kl. 22:50 í Staðarhverfinu, nyrst í Grafarvogi. 12.9.2011 23:28
Rafmagnslaust í Mosfellsbæ Rafmagnslaust er í syðri hluta Mosfellsbæjar og Staðarhverfinu, nyrðri hluta Grafarvogs. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar sem kom upp í háspennukerfi Orkuveitunnar. Menn vita enn ekki nákvæmlega hvað veldur biluninni. 12.9.2011 22:33
Hestamaður slasaður í Þjórsárdal Hestamaður slasaðist um hálfsjö leytið í Þjórsárdalnum í dag. Þegar hópur fjallmanna stoppaði í dalnum á leið sinni í leitir sparkaði hestur í höfuð eins þeirra. Sá fékk ljótan skurð og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Selfossi. Lítið er vitað um líðan hans, en hann er með meðvitund. 12.9.2011 21:49
Vísar á bug gagnrýni á samskipti við Evrópuríki Það hefur enginn forseti kappkostað jafn ríkulega og ég að stunda góð samskipti við Evrópuþjóðir og Bandaríkin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. 12.9.2011 22:10
Tveir af þremur vilja klára aðildarviðræðurnar Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu. Þingmaður segir að um einangrað tilvik sé að ræða, vilji þjóðarinnar sé að bakka út, þar sem Evrópa standi í björtu báli. 12.9.2011 21:30
Sprenging í frönsku kjarnorkuveri Einn lést og þrír særðust þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Frakklandi í morgun. Í fyrstu var talin hætta á að geislavirk efni myndu leka út en svo varð ekki, að sögn franskra stjórnvalda. 12.9.2011 21:00