Fleiri fréttir

Landeyjahöfn áfram lokuð yfir helgina

Dælubúnaður um borð í sanddæluskipinu Perlu, bilaði í gær þegar efnisfarg neðansjávar, hrundi á dælurörið og það festist í botni.

Fjórir Litháar í haldi vegna umfangsmikils dópmáls

Fjórir litháískir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að tvo kíló af marijuana , auk anfetamíns og Kókaíns fundust í fórum þeirra við húsleit á fimm stöðum í Grímsnesi, Reykjanesbæ og Reykjavík á miðvikudag.

Launin geta fælt frá

Störfum í réttarkerfinu hefur verið fjölgað um um það bil eitt hundrað til að mæta auknu álagi við rannsókn og saksókn og í dómstólum vegna hruns bankanna.

Málið ekki á dagskrá fyrr en í nóvember

Flutningsmenn tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga skuli til baka aðildarumsókn Íslands að ESB samhliða stjórnlagaþingskosningu gagnrýndu fundarstjórn Alþingis harðlega í gær.

Milljón tonn á land

sjávarútvegur Það eru liðin 50 ár frá því að tog- og nótaskipið Víkingur AK 100 kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi. Þessa var minnst á Akranesi í gær með pompi og prakt. Víkingur hefur fært rétt tæplega milljón tonna afla að landi og því leitun að öðru eins happafleyi.

Mælt gegn notkun tækjanna

Göngugrindur eru sú barnavara sem orsakar flest slys á börnum í Evrópu. Níutíu prósent slysa í göngugrindum orsaka áverka á höfði og yfir 30 prósent valda áverka á heila barna. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn evrópsku öryggissamtakanna The European Child Safety Alliance og evrópsku neytendasamtakanna Anec.

Orkan seld á næstu misserum

Iðnaðarráðherra boðaði ekki álver á Bakka með orðum sínum í fréttum í vikunni, þótt hún segði stórfellda atvinnuuppbyggingu vísa á Norðausturlandi. Þetta áréttaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra eftir fyrirspurn Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær.

Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa

Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi.

Síldarkvótinn 144 þúsund tonn

Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 144 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2011. Samkomulag náðist um stjórnun veiða úr stofninum á fundi strandríkja í London í gær. Heildaraflinn verður 988 þúsund tonn sem er 33 prósenta lækkun milli ára.

Kristnifræðikennarar telja illa vegið að sér

Stjórn félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum, vill koma á framfæri óánægju með drög að tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkur um ýmis atriði er lúta að kennslu greinarinnar og samstarfi skóal og trúfélaga.

Skurðlæknir fær fimm milljónir vegna uppsagnar

Hæstiréttur Íslands dæmdi Landspítalann háskólasjúkrahús (LSH), til þess að greiða skurðlækninum Stefáni Einari Matthíassyni, fimm milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2005.

Sextíu og fimm missa vinnuna hjá Orkuveitunni

Sextíu og fimm fastráðnum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum í dag, og eru uppsagnirnar sagðar vera hluti af uppstokkun í rekstri fyrirtækisins. Fastráðnu starfsfólki fækkar um 11% með uppsögnunum.

10% íbúa á Akranesi fengu jólaaðstoð í fyrra

Um 150 fjölskyldur fengu mataraðstoð frá Mæðrastyrksnefnd Vesturlands fyrir síðustu jól. Björk Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, býst við að neyðin verði enn meiri fyrir þessi jól.

Rörið brotnaði á Perlunni

Sanddæluskipið Perlan bilaði í dag. Skipið hefur verið notað við það að dæla upp úr Landeyjarhöfn þannig að Herjólfur geti siglt á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Rör sem notað er til að dæla upp úr höfninni brotnaði,

Kominn úr öndunarvél eftir sprengingu

Karlmaður á sjötugsaldri, sem slasaðist í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði á mánudag, er kominn úr öndunarvél. Hann dvelur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Alþingi skorar á kínversk stjórnvöld

Alþingi skorar á kínversk stjórnvöld að leysa Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels í ár, úr haldi. Hann afplánar nú ellefu ára dóm í Kína vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum. Í þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í dag, með 32 samhljóða atkvæðum, er því fagnað að Xiaobo hafi verið veitt friðarverðlaunin.

Síðasta mannlega bensínstöðin mun starfa áfram

Skeljungur hefur hætt við að loka bensínstöðinni í Skógarhlíð, skammt fyrir ofan slökkvistöðina. Ákveðið hafði verið að loka henni á sunnudaginn, samkvæmt upplýsingum frá Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Skeljungs.

Synjað um bætur vegna handtöku

Héraðsdómur Reykjavikur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu manns sem handtekinn var í byrjun júlí 2007 í klúbbhúsi vélhjólasamtakanna Fáfnis.

Létust í bílslysi í Tyrklandi

Parið sem lést í gær í bílslsysi skammt frá bænum Mugla í Tyrklandi var ungt námsfólk sem bjó í Danmörku. Þau hétu Jóhann Árnason, fæddur árið 1985, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, fædd árið 1976.

Músum fjölgar í Reykjavík

„Maður sér það og heyrir það á kvörtunum frá íbúum að þær eru að koma meira inn greyin," segir Guðmundur Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar. Á haustin fara mýsnar að láta sjá sig og segir Guðmundur að aukning sé á músagangi í Reykjavík í októbermánuði miðað við undanfarin ár. Hann segir að stofninn sé orðinn stór en aðallega eru það húsamýs sem meindýravarnir hafa þurft að hafa afskipti af.

Hreyfingin: Fyrningarfrumvarpið fær falleinkunn

Þingmenn Hreyfingarinnar segja að nýtt frumvarp til breytinga á lögum um gjaldþrotaskipti sé meingallað og „í raun ónýtt", eins og það liggur fyrir. Þingmennirnir segja að frumvarpið nái ekki tilgangi sínum sem eigi að vera að koma gjaldþrota fólki í skjól frá endurupptöku krafna eftir tvö ár. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fyrningu megi rifta með dómsúrskurði ef lánadrottin sýnir fram á að hann hafi „sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu", svo og ef telja má að fullnusta geti fengist á kröfunni á nýjum fyrningartíma.

Ögmundur felur nefnd að meta umsækjendur

Ögmundur Jónasson, tilvonandi innanríkisráðherra, fól í dag þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra hins nýja innanríkisráðuneytis sem tekur til starfa um áramót.

Enn hagrætt á leikskólasviði Reykjavíkurborgar

Enn verður hagrætt á leikskólasviði Reykjavíkurborgar samkvæmt tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um fjárhagsramma fyrir fagsvið Reykjavíkurborgar á næsta ári. Tillagan var lögð fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá Birni Blöndal, aðstoðarmanni borgarstjóra, segir að lögð sé áhersla á að verja þjónustu við börn og ungmenni eftir fremsta megni. Þannig verða framlög til leikskólasviðs hækkuð vegna fjölgunnar barna á leikskólasviði. Þó þarf sviðið að taka á sig hagræðingu.

Vilja uppboðsmarkað fyrir eignir bankanna

Tíu þingmenn Framsóknarflokksins og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, vilja að komið verði á fót uppboðsmarkaði fyrir eignir banka og fjármálastofnana. Þingsályktunartillaga þessa efnis hefur verið lögð fram á Alþingi og samkvæmt henni myndi efnahags- og viðskiptaráðherra hafa forgöngu um að stofna óháðan og gagnsæjan uppboðsmarkað fyrir eignir banka og fjármálastofnana, fyrir utan íbúðahúsnæði, sem hafa verið yfirteknar. Í tillögunni segir að markaðnum sé ætlað að „auka skilvirkni efnahagslífsins og trúverðugleika íslensks fjármálakerfis, efla traust almennings og stuðla að gagnsærra samfélagi."

ESB segir að við þurfum 80 túlka i vinnu

Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að Ísland muni þarfnast hið minnsta 80 ráðstefnutúlka að staðaldri ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Svo margir ráðstefnutúlkar eru ekki til staðar

Hrottinn í Laugardal ófundinn

Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn.

Hestamennska og trúarhefðir verði að mæta afgangi

Áhugamál eins og hestamennska og trúarhefðir verða að mæta afgangi í fjárlögum á meðan fólk stendur í biðröðum eftir mat. Þetta kom fram í máli Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í morgun. Hann kallaði eftir breyttri forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu.

Síðasti borgarafundur fyrir þjóðfund haldinn í kvöld

Stjórnlaganefnd og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarasvæðinu halda borgarafund í dag í Súlnasal á Hótel Sögu frá klukkan hálfsex til hálfátta. Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum fundarmanna.

Megum veiða 143.000 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum

Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 143.359 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem lauk í Lundúnum í dag. Þar náðist samkomulag um að heildarafli verði 988.000 tonn árið 2011.

Reykjanesbær fær 159 milljónir í dag

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga árið 2010 á grundvelli reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur um 1.228 milljónum króna.

Um 79% alkóhólista reykja

Um 79% alkóhólista sem koma til meðferðar á Vogi reykja tóbak, samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á meðal þeirra. Um 14% hafa reykt en eru hættir en einungis 7% hafa aldrei reykt.

Bréf trúlausra til mannréttindaráðs

Vantrú, félag trúlausra, hefur sent mannréttindaráði Reykjavíkur bréf þar sem lýst er ánægju vegna hugmynda áðsins um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Þar segir ennfremur: „Vantrú hefur í mörg ár reynt að benda á mikilvægi hlutleysis skóla í trúmálum og fyrir vikið höfum við fengið á okkur ásakanir og árásir líkar þeim sem þið megið nú þola.

Fjölskylduhjálpin vill frá 50 tonna þorskkvóta

Sjávarútvegsráðuneytið skoðar nú hvort flötur sé á því að Fjölskylduhjálpin megi semja við útgerðarfyrirtæki um að veiða fyrir sig 50 tonn af þroski, sem yrði viðbótarkvóti við útgefinn heildarkvóta.

Notuðu bíl til að brjóta sér leið inn í fyrirtæki

Þjófar notuðu bíl til að brjóta sér leið inn í fyrirtæki í Seljahverfi í Reykjavík í nótt. Þeir óku bílnum á stóra rúðu og brutu hana. Síðan fóru þeir þar inn og höfðu einhver verðmæti á brott með sér.

Alhvítt á Akureyri

Alhvítt er nú á Akureyri eftir að þar fór að snjóa í gærkvöldi og þurfa ökumenn að bursta af bílum sínum og skafa rúður í morgunsárið, að sögn lögreglu.

Flóð frambjóðenda drekkir kjósendum

Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor.

Sjá næstu 50 fréttir