Innlent

Rörið brotnaði á Perlunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Óskar P. Friðriksson
Mynd/ Óskar P. Friðriksson
Sanddæluskipið Perlan bilaði í dag. Skipið hefur verið notað við það að dæla upp úr Landeyjarhöfn þannig að Herjólfur geti siglt á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Rör sem notað er til að dæla upp úr höfninni brotnaði, samkvæmt upplýsingum frá lóðsinum í Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að Perlan verður ónothæf næstu daga.

Samkvæmt upplýsingum frá lóðsinum liggur ekki fyrir hvort hægt er að fá annað skip til að dæla farveginum upp. Þetta er í annað sinn sem rörið á Perlunni brotnar við að dæla upp úr Landeyjarhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×