Fleiri fréttir Einkareknir skólar gagnrýna breytingar Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. 21.10.2010 04:00 Skýra þarf betur lög um félagagjöldin Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. 21.10.2010 04:00 Sólkross tengist ekki rasisma Trúmál Ásatrúarmönnum sárnaði verulega þegar þjóðernissinnar báru fána með sólkrossi á mótmælunum við Alþingishúsið í upphafi mánaðar. Það kemur fram í grein Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða í nýjasta tölublaði fréttabréfs safnaðarins. 21.10.2010 03:45 Taldi amfetamínvökva vera vín Ríkissaksóknari hefur ákært pólskan karlmann á fertugsaldri fyrir að reyna að smygla til landsins einum lítra af amfetamínvökva. 21.10.2010 03:00 Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. 21.10.2010 02:00 Íslandsvika BBC - tökulið á Þingeyri Tökulið á vegum BBC var stadd á Þingeyri á mánudag við tökur á heimildarmynd um Laxdælasögu samkvæmt frétt á vef Bæjarins besta, bb.is. 20.10.2010 21:24 Rafiðnaðarskólinn í nýtt húsnæði Þrátt fyrir að mjög margir iðnaðarmenn finni nú tímabundið fyrir verkefnaskorti, eftir að efnahagsóveðrið skall á Íslandi af fullum þunga fyrir tveimur árum síðan, hefur nemendum ekkert fækkað í Rafiðnaðarskólanum. Þar stunda nú um 1000 manns nám á hverju ári, samkvæmt upplýsingum frá Rafiðnaðarsambandinu. 20.10.2010 21:24 Húsasmiðjuauglýsingar bannaðar - gátu ekki sannað fullyrðingu sína Neytendastofa hefur bannað Húsasmiðjunni að notast við fullyrðinguna „Lægsta lága verðið“ í auglýsingum sínum. 20.10.2010 19:51 Kragh hefur óskað eftir endurupptöku sakamáls vegna orða burðardýrs Þorsteinn Kragh, sem afplánar níu ára fangelsisdóm vegna smygls á tæplega 200 kílóum af fíkniefnum, hefur sent inn formlega beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku á máli sínu. Enskukunnátta hollensks burðardýrs virðist lykilatriði í því hvernig beiðni Þorsteins verður tekið. 20.10.2010 19:32 Berst gegn fitufordómum Fordómar gegn feitu fólki eru orðnir svo rótgrónir að fæst okkar átta sig lengur á þeim. Þetta segir bandarískur rithöfundur og baráttukona sem er stödd hér á landi. 20.10.2010 19:27 Stjórnvöld þvo hendur sínar af Halldóri Ásgrímssyni Ráðning Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hjá Norrænu ráðherranefndinni, hefur verið framlengd um tvö ár. Íslensk stjórnvöld þvo hendur sínar af málinu. 20.10.2010 18:47 Iðgjöld hækka á meðan eigendur taka út eignir fyrir milljarða Iðgjöld tryggingafélaganna hækkuðu um nær þrjátíu prósent á tveggja ára tímabili samkvæmt úttekt Neytendasamtakanna. Á sama tíma tóku eigendur þriggja stærstu félaganna út úr þeim eignir fyrir rúma 42 milljarða króna. 20.10.2010 18:32 Halda tónleika til styrktar Ásgarði Kirkjukór Lágafellssóknar og kirkjukórar fríkirknanna í Hafnarfirði og Reykjavík halda styrktartónleika til stuðnings Ásgarðs í Mosfellsbæ í kvöld. Tónleikarnir verða í Lágafellsskóla klukkan átta í kvöld. 20.10.2010 16:27 Mun færri treysta dómsmálaráðuneytinu Verulega fækkar í hópi þeirra sem segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Traust almennings til helstu stofnanan á sviði réttarfars og dómstóla var kannað. Niðurstaðan synir að 24,5% segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins nú samanborið við 42,3% í október í fyrra. 20.10.2010 16:19 Hjón létust í bílslysi í Tyrklandi - barnið slapp ómeitt Ung íslensk hjón létust í morgun í bílslysi nálægt bænum Mugla í suðvesturhluta Tyrklands. 20.10.2010 17:42 Búið að endurreikna samninga 25 - 30 þúsund einstaklinga Efnahags- og viðskiptaráðuneytið áætlar að fjármálafyrirtæki hafi nú þegar endurreiknað gengisbundna lánasamninga 25 til 30 þúsund einstaklinga. Þeir lántakendur sem um ræðir hafa fengið tilkynningu um lækkun eftirstöðva 20.10.2010 16:36 Ríkisstjórnin hefji þegar viðræður við Alcoa og BMG 25 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að ríkisstjórninni verði falið nú þegar að hefja viðræður við Alcoa á Íslandi og kínverska álfyrirtækið Bosai Mineral Group. 20.10.2010 16:23 Fimm mánaða fangelsi fyrir hnífaárás Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann með hnífi og veita honum áverka. Árásin var gerð í heimahúsi í Kópavogi í byrjun apríl 2008. Pilturinn sem ráðist var á hlaut skurði í hársverði, á vinstri öxl og sár á hægri síðu. 20.10.2010 15:14 Heimili og skóli: Niðurskurður harmaður Stjórn Heimilis og skóla fagnar þeim orðum mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur að fyrir þjóð sem er að byggja sig upp skipti öflugt menntakerfi sköpum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ráðherra hafi sent bréf þess efnis til skóla á öllum skólastigum, sveitarfélaga, skólanefnda, foreldrafélaga og ýmissa hagsmunaaðila á dögunum. 20.10.2010 15:12 Tilkynnt um færri nauðganir Tilkynnt hefur verið um færri nauðganir það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins var embætti ríkislögreglustjóra tilkynnt um 40 nauðganir. Á sama tíma í fyrra höfðu embættinu borist 47 tilkynningar og 48 árið þar á undan. 20.10.2010 15:02 Sólskinsdrengurinn fékk heiðursverðlaun Sólskinsdrengurinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa drenginn Kela, vann til Heiðursverðlauna á Voice-verðlaunahátíðinni sem voru afhent í Paramount Studios í Hollywood. Friðrik gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en hann var að kynna síðustu mynd sína Mömmu Gógó í Suður-Kóreu. 20.10.2010 13:52 Deilt um skuldastöðu heimilanna Stjórnvöld hafa ekki gert neina könnun á stöðu heimilanna síðan að Seðlabanki Íslands gerði slíka könnun í byrjun árs 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæðan ágreiningur um það hvort gera eigi einfalda könnun sem yrði nokkuð sambærileg við þá könnun sem Seðlabankinn gerði þá eða hvort gera eigi flóknari könnun. 20.10.2010 13:20 Lögreglan lýsir eftir stolnu fjórhjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að fjórhjóli sem stolið var úr húsnæði fyrirtækis við Fossaleyni í Grafarvogi fyrir hálfum mánuði. Að sögn lögreglu er um að ræða Polaris Sportsman 800, grænt og svart að lit, skráningarnúmer SO-G77. 20.10.2010 13:08 Farþegarnir útskrifaðir í dag Farþegarnir fimm, sem fluttir voru veikir á sjúkrahús úr erlendri farþegaþotu, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í morgun, eru allir á batavegi og verða útskrifaðir í dag. 20.10.2010 12:56 Efast um að mjólkurhristingur bæti sjónina Fjöldinn allur af fullyrðingum hellist yfir þjóðina, margar þeirra eru þó óleyfilegar. Þetta segir prófessor í matvæla- næringarfræði við Háskóla Íslands og kallar eftir viðbörgðum eftirlitsaðila. 20.10.2010 12:22 Fyrningarfrumvarp réttarbót - en vextir hækka Vextir á almennum lánamarkaði munu hækka verði frumvarp um fyrningu gjaldþrots samþykkt á Alþingi. Þingmaður framsóknarflokks telur að frumvarpið feli í sér víðtæka réttarbót fyrir skuldara. 20.10.2010 12:12 Viðskiptavinir bíða óþreyjufullir eftir endurreikningi lána Reiknað er með að efnahags- og viðskiptaráðherra leggi fram frumvarp í tengslum við gengisdóm Hæstaréttar á Alþingi á föstudag, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. 20.10.2010 11:35 Börnum fækkar í Þjóðkirkjunni Börnum og unglingum sem skráð eru í Þjóðkirkjuna hefur fækkað á undanförnum árum. Nú eru 80 prósent barna og unglinga 17 ára og yngri skráð í Þjóðkirkjuna. Árið 2000 var þetta hlutfall 90 prósent. Fækkunin nemur því 12,5 prósentum 20.10.2010 11:06 Vilja viðræður um fríverslunarsamning við BNA Utanríkisráðherra mun óska eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku um gerð tvíhliða fríverslunarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna, verði þingsályktunartillaga fjögurra þingmanna þessa efnis samþykkt. 20.10.2010 10:32 Selja unglingum tóbak Unglingarnir í Hafnarfirði gátu keypt sígarettur i 27% tilfella í september og í 17% tilfella sem börnin reyndu að kaupa neftóbak tókst þeim það. 20.10.2010 09:54 Fjögur fíkniefnabrotamál á dag Um fjögur fíkniefnabrotamál komu til kasta lögreglunnar á hverjum degi að meðaltali í september síðastliðnum, samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra sem kom út í dag. Brotin voru alls 119 talsins. Þau voru um 30% færri í fyrra en um 30% fleir árið 2008. Flest voru brotin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri. 20.10.2010 09:33 Konur lifa í 83 ár Meðalævilengd kvenna var 83,3 ár í fyrra en 79,7 ár hjá körlum, samkvæmt upplýsingum í Landshögum 2010, árbók Hagstofunnar, sem kemur út í tuttugasta sinn í dag, á Alþjóðadegi hagtalna sem haldinn er að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. 20.10.2010 09:11 Sex ferðamenn sluppu með skrámur úr bílveltu Sex erlendir ferðamenn sluppu með minniháttar skrámur þegar jeppi þeirra valt á Biskupstungnabraut fyrir ofan Þrastarlund í gærkvöldi. 20.10.2010 07:40 Fyrsti farmurinn af sumargotssíld á leiðinni í land Fjölveiðiskipið Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með fyrsta farminn úr íslensku sumargotssíldinni á þessari vertíð. 20.10.2010 07:22 Lufthansavél lenti á Keflavíkurvelli vegna veikra farþega Fimm farþegar úr Airbus 320 breiðþotu Lufthansa, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í morgun, voru fluttir á Landsspítalann í Reykjavík, þar sem þeir eru nú til rannsóknar. 20.10.2010 07:00 Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði „Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. 20.10.2010 06:00 Var sýknaður af hylmingu Ari Gísli Bragason hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sýknaður af hylmingu. 20.10.2010 06:00 Þjófur laus þrátt fyrir myndbirtingu Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær. 20.10.2010 05:45 Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. 20.10.2010 05:00 Ættleiðingar á sjöunda tuginn Alls var 61 barn ættleitt hér á landi í fyrra, sem er nokkur fækkun frá árinu þar á undan samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Sautján börn voru ættleidd frá útlöndum. Árið áður voru þau þrettán. 20.10.2010 04:45 Óvíst hvenær Landeyjahöfn opnast „Maður bara horfir upp í himininn,“ er fyrsta svar Sigmars Jónssonar, hafnarvarðar í Landeyjahöfn, þegar hann er spurður hvað hann fáist við á meðan Vestmannaeyjaferjan Herjólfur kemst ekki inn í höfnina vegna sands í innsiglingunni. 20.10.2010 04:30 Úr 87 þúsund tonnum í 6.500 „Þetta var óumflýjanleg niðurstaða. Hún hafði verið í kortunum lengi,“ segir Kristján Freyr Helgason, formaður samninganefndar Íslands, á fundi í London þar sem kolmunnakvóti næsta árs var ákveðinn. 20.10.2010 04:15 Hissa á skiptum skoðunum Það kom sumum úr hópi fyrrverandi Evrópuþingmanna sem hittu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að máli á mánudag, á óvart að mjög skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnar og Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 20.10.2010 04:00 Mega sýna álagningarskrár áfram Hæstiréttur hefur vísað frá máli Borgars Þórs Einarssonar gegn Skattstjóranum í Reykjavík. 20.10.2010 03:30 Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins. 20.10.2010 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Einkareknir skólar gagnrýna breytingar Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. 21.10.2010 04:00
Skýra þarf betur lög um félagagjöldin Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. 21.10.2010 04:00
Sólkross tengist ekki rasisma Trúmál Ásatrúarmönnum sárnaði verulega þegar þjóðernissinnar báru fána með sólkrossi á mótmælunum við Alþingishúsið í upphafi mánaðar. Það kemur fram í grein Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða í nýjasta tölublaði fréttabréfs safnaðarins. 21.10.2010 03:45
Taldi amfetamínvökva vera vín Ríkissaksóknari hefur ákært pólskan karlmann á fertugsaldri fyrir að reyna að smygla til landsins einum lítra af amfetamínvökva. 21.10.2010 03:00
Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. 21.10.2010 02:00
Íslandsvika BBC - tökulið á Þingeyri Tökulið á vegum BBC var stadd á Þingeyri á mánudag við tökur á heimildarmynd um Laxdælasögu samkvæmt frétt á vef Bæjarins besta, bb.is. 20.10.2010 21:24
Rafiðnaðarskólinn í nýtt húsnæði Þrátt fyrir að mjög margir iðnaðarmenn finni nú tímabundið fyrir verkefnaskorti, eftir að efnahagsóveðrið skall á Íslandi af fullum þunga fyrir tveimur árum síðan, hefur nemendum ekkert fækkað í Rafiðnaðarskólanum. Þar stunda nú um 1000 manns nám á hverju ári, samkvæmt upplýsingum frá Rafiðnaðarsambandinu. 20.10.2010 21:24
Húsasmiðjuauglýsingar bannaðar - gátu ekki sannað fullyrðingu sína Neytendastofa hefur bannað Húsasmiðjunni að notast við fullyrðinguna „Lægsta lága verðið“ í auglýsingum sínum. 20.10.2010 19:51
Kragh hefur óskað eftir endurupptöku sakamáls vegna orða burðardýrs Þorsteinn Kragh, sem afplánar níu ára fangelsisdóm vegna smygls á tæplega 200 kílóum af fíkniefnum, hefur sent inn formlega beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku á máli sínu. Enskukunnátta hollensks burðardýrs virðist lykilatriði í því hvernig beiðni Þorsteins verður tekið. 20.10.2010 19:32
Berst gegn fitufordómum Fordómar gegn feitu fólki eru orðnir svo rótgrónir að fæst okkar átta sig lengur á þeim. Þetta segir bandarískur rithöfundur og baráttukona sem er stödd hér á landi. 20.10.2010 19:27
Stjórnvöld þvo hendur sínar af Halldóri Ásgrímssyni Ráðning Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hjá Norrænu ráðherranefndinni, hefur verið framlengd um tvö ár. Íslensk stjórnvöld þvo hendur sínar af málinu. 20.10.2010 18:47
Iðgjöld hækka á meðan eigendur taka út eignir fyrir milljarða Iðgjöld tryggingafélaganna hækkuðu um nær þrjátíu prósent á tveggja ára tímabili samkvæmt úttekt Neytendasamtakanna. Á sama tíma tóku eigendur þriggja stærstu félaganna út úr þeim eignir fyrir rúma 42 milljarða króna. 20.10.2010 18:32
Halda tónleika til styrktar Ásgarði Kirkjukór Lágafellssóknar og kirkjukórar fríkirknanna í Hafnarfirði og Reykjavík halda styrktartónleika til stuðnings Ásgarðs í Mosfellsbæ í kvöld. Tónleikarnir verða í Lágafellsskóla klukkan átta í kvöld. 20.10.2010 16:27
Mun færri treysta dómsmálaráðuneytinu Verulega fækkar í hópi þeirra sem segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Traust almennings til helstu stofnanan á sviði réttarfars og dómstóla var kannað. Niðurstaðan synir að 24,5% segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins nú samanborið við 42,3% í október í fyrra. 20.10.2010 16:19
Hjón létust í bílslysi í Tyrklandi - barnið slapp ómeitt Ung íslensk hjón létust í morgun í bílslysi nálægt bænum Mugla í suðvesturhluta Tyrklands. 20.10.2010 17:42
Búið að endurreikna samninga 25 - 30 þúsund einstaklinga Efnahags- og viðskiptaráðuneytið áætlar að fjármálafyrirtæki hafi nú þegar endurreiknað gengisbundna lánasamninga 25 til 30 þúsund einstaklinga. Þeir lántakendur sem um ræðir hafa fengið tilkynningu um lækkun eftirstöðva 20.10.2010 16:36
Ríkisstjórnin hefji þegar viðræður við Alcoa og BMG 25 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að ríkisstjórninni verði falið nú þegar að hefja viðræður við Alcoa á Íslandi og kínverska álfyrirtækið Bosai Mineral Group. 20.10.2010 16:23
Fimm mánaða fangelsi fyrir hnífaárás Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann með hnífi og veita honum áverka. Árásin var gerð í heimahúsi í Kópavogi í byrjun apríl 2008. Pilturinn sem ráðist var á hlaut skurði í hársverði, á vinstri öxl og sár á hægri síðu. 20.10.2010 15:14
Heimili og skóli: Niðurskurður harmaður Stjórn Heimilis og skóla fagnar þeim orðum mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur að fyrir þjóð sem er að byggja sig upp skipti öflugt menntakerfi sköpum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ráðherra hafi sent bréf þess efnis til skóla á öllum skólastigum, sveitarfélaga, skólanefnda, foreldrafélaga og ýmissa hagsmunaaðila á dögunum. 20.10.2010 15:12
Tilkynnt um færri nauðganir Tilkynnt hefur verið um færri nauðganir það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins var embætti ríkislögreglustjóra tilkynnt um 40 nauðganir. Á sama tíma í fyrra höfðu embættinu borist 47 tilkynningar og 48 árið þar á undan. 20.10.2010 15:02
Sólskinsdrengurinn fékk heiðursverðlaun Sólskinsdrengurinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa drenginn Kela, vann til Heiðursverðlauna á Voice-verðlaunahátíðinni sem voru afhent í Paramount Studios í Hollywood. Friðrik gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en hann var að kynna síðustu mynd sína Mömmu Gógó í Suður-Kóreu. 20.10.2010 13:52
Deilt um skuldastöðu heimilanna Stjórnvöld hafa ekki gert neina könnun á stöðu heimilanna síðan að Seðlabanki Íslands gerði slíka könnun í byrjun árs 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæðan ágreiningur um það hvort gera eigi einfalda könnun sem yrði nokkuð sambærileg við þá könnun sem Seðlabankinn gerði þá eða hvort gera eigi flóknari könnun. 20.10.2010 13:20
Lögreglan lýsir eftir stolnu fjórhjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að fjórhjóli sem stolið var úr húsnæði fyrirtækis við Fossaleyni í Grafarvogi fyrir hálfum mánuði. Að sögn lögreglu er um að ræða Polaris Sportsman 800, grænt og svart að lit, skráningarnúmer SO-G77. 20.10.2010 13:08
Farþegarnir útskrifaðir í dag Farþegarnir fimm, sem fluttir voru veikir á sjúkrahús úr erlendri farþegaþotu, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í morgun, eru allir á batavegi og verða útskrifaðir í dag. 20.10.2010 12:56
Efast um að mjólkurhristingur bæti sjónina Fjöldinn allur af fullyrðingum hellist yfir þjóðina, margar þeirra eru þó óleyfilegar. Þetta segir prófessor í matvæla- næringarfræði við Háskóla Íslands og kallar eftir viðbörgðum eftirlitsaðila. 20.10.2010 12:22
Fyrningarfrumvarp réttarbót - en vextir hækka Vextir á almennum lánamarkaði munu hækka verði frumvarp um fyrningu gjaldþrots samþykkt á Alþingi. Þingmaður framsóknarflokks telur að frumvarpið feli í sér víðtæka réttarbót fyrir skuldara. 20.10.2010 12:12
Viðskiptavinir bíða óþreyjufullir eftir endurreikningi lána Reiknað er með að efnahags- og viðskiptaráðherra leggi fram frumvarp í tengslum við gengisdóm Hæstaréttar á Alþingi á föstudag, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. 20.10.2010 11:35
Börnum fækkar í Þjóðkirkjunni Börnum og unglingum sem skráð eru í Þjóðkirkjuna hefur fækkað á undanförnum árum. Nú eru 80 prósent barna og unglinga 17 ára og yngri skráð í Þjóðkirkjuna. Árið 2000 var þetta hlutfall 90 prósent. Fækkunin nemur því 12,5 prósentum 20.10.2010 11:06
Vilja viðræður um fríverslunarsamning við BNA Utanríkisráðherra mun óska eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku um gerð tvíhliða fríverslunarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna, verði þingsályktunartillaga fjögurra þingmanna þessa efnis samþykkt. 20.10.2010 10:32
Selja unglingum tóbak Unglingarnir í Hafnarfirði gátu keypt sígarettur i 27% tilfella í september og í 17% tilfella sem börnin reyndu að kaupa neftóbak tókst þeim það. 20.10.2010 09:54
Fjögur fíkniefnabrotamál á dag Um fjögur fíkniefnabrotamál komu til kasta lögreglunnar á hverjum degi að meðaltali í september síðastliðnum, samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra sem kom út í dag. Brotin voru alls 119 talsins. Þau voru um 30% færri í fyrra en um 30% fleir árið 2008. Flest voru brotin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri. 20.10.2010 09:33
Konur lifa í 83 ár Meðalævilengd kvenna var 83,3 ár í fyrra en 79,7 ár hjá körlum, samkvæmt upplýsingum í Landshögum 2010, árbók Hagstofunnar, sem kemur út í tuttugasta sinn í dag, á Alþjóðadegi hagtalna sem haldinn er að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. 20.10.2010 09:11
Sex ferðamenn sluppu með skrámur úr bílveltu Sex erlendir ferðamenn sluppu með minniháttar skrámur þegar jeppi þeirra valt á Biskupstungnabraut fyrir ofan Þrastarlund í gærkvöldi. 20.10.2010 07:40
Fyrsti farmurinn af sumargotssíld á leiðinni í land Fjölveiðiskipið Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með fyrsta farminn úr íslensku sumargotssíldinni á þessari vertíð. 20.10.2010 07:22
Lufthansavél lenti á Keflavíkurvelli vegna veikra farþega Fimm farþegar úr Airbus 320 breiðþotu Lufthansa, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í morgun, voru fluttir á Landsspítalann í Reykjavík, þar sem þeir eru nú til rannsóknar. 20.10.2010 07:00
Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði „Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. 20.10.2010 06:00
Var sýknaður af hylmingu Ari Gísli Bragason hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sýknaður af hylmingu. 20.10.2010 06:00
Þjófur laus þrátt fyrir myndbirtingu Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær. 20.10.2010 05:45
Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. 20.10.2010 05:00
Ættleiðingar á sjöunda tuginn Alls var 61 barn ættleitt hér á landi í fyrra, sem er nokkur fækkun frá árinu þar á undan samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Sautján börn voru ættleidd frá útlöndum. Árið áður voru þau þrettán. 20.10.2010 04:45
Óvíst hvenær Landeyjahöfn opnast „Maður bara horfir upp í himininn,“ er fyrsta svar Sigmars Jónssonar, hafnarvarðar í Landeyjahöfn, þegar hann er spurður hvað hann fáist við á meðan Vestmannaeyjaferjan Herjólfur kemst ekki inn í höfnina vegna sands í innsiglingunni. 20.10.2010 04:30
Úr 87 þúsund tonnum í 6.500 „Þetta var óumflýjanleg niðurstaða. Hún hafði verið í kortunum lengi,“ segir Kristján Freyr Helgason, formaður samninganefndar Íslands, á fundi í London þar sem kolmunnakvóti næsta árs var ákveðinn. 20.10.2010 04:15
Hissa á skiptum skoðunum Það kom sumum úr hópi fyrrverandi Evrópuþingmanna sem hittu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að máli á mánudag, á óvart að mjög skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnar og Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 20.10.2010 04:00
Mega sýna álagningarskrár áfram Hæstiréttur hefur vísað frá máli Borgars Þórs Einarssonar gegn Skattstjóranum í Reykjavík. 20.10.2010 03:30
Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins. 20.10.2010 03:00