Innlent

Synjað um bætur vegna handtöku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu manns sem handtekinn var í byrjun júlí 2007 í klúbbhúsi vélhjólasamtakanna Fáfnis.

Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fékk ábendingu um að verið væri að ganga í skrokk á manni í húsinu og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga. Hann hafði réttarstöðu sakbornings um stund en málið var látið falla tæpum tveimur árum eftir að meint árás var gerð.

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að næg efni hefðu verið til að handtaka manninn. Meðal annars í ljósi framburðar manns sem sagðist hafa orðið fyrir barsiðum og sjáanlega áverka á honum. Einnig hafi verið tilefni til að úrskurða manninn í gæsluvarðhaldi.

Fréttavefur Morgunblaðsins hefur greint frá því að sjö aðrir menn hafi fengið dæmdar bætur vegna sama máls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×