Innlent

Hreyfingin: Fyrningarfrumvarpið fær falleinkunn

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar.

Þingmenn Hreyfingarinnar segja að nýtt frumvarp til breytinga á lögum um gjaldþrotaskipti sé meingallað og „í raun ónýtt", eins og það liggur fyrir. Þingmennirnir segja að frumvarpið nái ekki tilgangi sínum sem eigi að vera að koma gjaldþrota fólki í skjól frá endurupptöku krafna eftir tvö ár. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fyrningu megi rifta með dómsúrskurði ef lánadrottin sýnir fram á að hann hafi „sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu", svo og ef telja má að fullnusta geti fengist á kröfunni á nýjum fyrningartíma.

Þessi skilyrði eru allt of rúm að mati þingmanna Hreyfingarinnar, enda hafi kröfuhafi alltaf „sérstaka hagsmuni" af því að slíta fyrningunni auk þess sem hann njóti alltaf góðs af að geta keypt sér meiri tíma með „nýjum fyrningartíma."

„Þetta frumvarp tryggir því ekki skjól gjaldþrota fólks og þarfnast umtalsverðra breytinga eigi það að ná yfirlýsu markmiði sínu," segir að lokum í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×