Innlent

Kominn úr öndunarvél eftir sprengingu

Maðurinn liggur enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi
Maðurinn liggur enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi Mynd: GVA
Karlmaður á sjötugsaldri, sem slasaðist í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði á mánudag, er kominn úr öndunarvél. Hann dvelur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Maðurinn slasaðist alvarlega eftir að sprenging varð í tvílyftu timburhúsi hans á Siglufirði. Talið er að maðurinn hafi verið að vinna með slípirokk þegar neisti komst í eldfim efni á neðri hæð hússins. Eldur kviknaði í kjölfar sprengingarinnar en annar íbúi náði að slökkva hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×