Innlent

Ögmundur felur nefnd að meta umsækjendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson verður ráðuneytisstjóri í væntanlegu innanríkisráðuneyti. Mynd/ Stefán.
Ögmundur Jónasson verður ráðuneytisstjóri í væntanlegu innanríkisráðuneyti. Mynd/ Stefán.
Ögmundur Jónasson, tilvonandi innanríkisráðherra, fól í dag þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra hins nýja innanríkisráðuneytis sem tekur til starfa um áramót.

Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún skuli vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embætti ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis og skila honum skriflegu mati á hæfni umsækjenda innan þriggja vikna frá skipun nefndar.

Í nefndinni eiga sæti Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem jafnframt er formaður hennar, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, samkvæmt upplýsingum á vef ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×