Innlent

Síðasta mannlega bensínstöðin mun starfa áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bensínstöð Skeljungs við Skógarhlíð.
Bensínstöð Skeljungs við Skógarhlíð.
Skeljungur hefur hætt við að loka bensínstöðinni í Skógarhlíð, skammt fyrir ofan slökkvistöðina. Ákveðið hafði verið að loka henni á sunnudaginn, samkvæmt upplýsingum frá Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Skeljungs.

Einar segir að stöðin og þeir Guðmundur og Loftur, starfsmenn hennar, hafi fengið stuðning sem stjórnendur Skeljungs séu snortnir af. Því sé Skeljungur reiðubúinn að gera frekari tilraun með að þarna geti þrifist rekstur sem staðið geti undir sér.

Þórhallur Óskarsson leigubílstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að um væri að ræða eina af síðustu mannlegu bensínstöðunum sem hægt er að finna á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er svona lítil félagsmiðstöð auk þess sem starfsmennirnir þarna, Loftur og Guðmundur, hafa starfað í áratugi á stöðinni," sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær.




Tengdar fréttir

Leigubílstjórar berjast fyrir síðustu mannlegu bensínstöðinni

„Það sem ég heyrði var að þeir voru kallaðir á fund fyrir örfáum dögum síðan og tilkynnt að það ætti að loka stöðinni,“ segir leigubílstjórinn Þórhallur Óskarsson, sem hefur hafið undirskriftarsöfnun til þess að koma í veg fyrir að bensínstöð Skeljungs í SKógarhlíðinni, fyrir ofan slökkviliðstöðina, verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×