Innlent

Festist í gröfu sem valt út í á

Grafa valt út í Sandá í Þistilfirði í dag og festist stjórnandi hennar í henni. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Þórshöfn, Vopnafirði og Húsavík og þá var óskað eftir aðstoð kafara.

Þegar björgunarsveitarmenn frá Þórshöfn komu á staðinn ásamt lögreglu og sjúkraliði var maðurinn enn um borð í gröfunni og var aðeins höfuð hans upp úr vatninu. Þeim tókst að bjarga honum úr gröfunni um klukkan fjögur og er hann nú á leið með sjúkrabíl til Þórshafnar.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að maðurinn hafi slasast nokkuð en óvíst er hvers eðlis meiðsli hans eru. Búist er við því að hann verði fluttur með sjúkraflugi frá Þórshöfn til Akureyrar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×