Innlent

Stærsta tónlistarveisla sumarsins í Hljómskálagarðinum í kvöld

Tinni Sveinsson skrifar
Ungir sem aldnir eru hvattir til þess að leggja leið sína í Hljómskálagarðinn í kvöld.
Ungir sem aldnir eru hvattir til þess að leggja leið sína í Hljómskálagarðinn í kvöld.

Tónlistarunnendur sem ekki voru á leið austur fyrir fjall duttu í lukkupottinn í gær þegar tilkynnt var að tónlistarveisla Inspired by Iceland átaksins sem fara átti fram að Hamragörðum undir Eyjafjöllum í kvöld var færð til Reykjavíkur. Veðurfræðingar sögðu óvenju krappa lægð við suðurstrendur landsins gera það að verkum að ekki er ráðlegt að ráðast í tónleikahald á þessum slóðum.

Þess í stað er hópur fólks við störf í Hljómskálagarðinum um þessar mundir að undirbúa tónleikana sem hefjast þar klukkan 20 í kvöld. Boðið verður upp á þriggja tíma tónlistarveislu en hún verður í beinni útsendingu á inspiredbyiceland.com. Vonast er til þess að fjöldi fólks út um allan heim stilli inn á síðuna og fylgist með. Sjá má glitta í undirbúninginn í beinni útsendingu úr vefmyndavél Inspired by Iceland sem horfir yfir Tjörnina.

Tónleikarnir ganga undir nafninu Iceland Inspires og eru einn af hápunktum átaksins.

Sjá má dagskrá tónleikanna hér að neðan. Við hana má síðan bæta mynd- og hljóðupptökum með Gus Gus, Hjaltalín, For a Minor Reflection og Retro Stefson. Þær voru teknar upp á nokkrum vel völdum stöðum í ísenskri náttúru og verða sendar út á heimasíðunni í kvöld.

Þá hafa tónlistarmennirnir erlendu verið í góðu stuði í borginni síðustu daga. Glen Hansard, sem flestir ættu kannast við úr kvikmyndinni Commitments, tróð til að mynda upp á Kaffibarnum á vel heppnuðum leynitónleikum í gær og gripu Damien Rice og fleiri tónlistarmenn í hljóðfæri honum til aðstoðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.