Innlent

42 prósent styðja ríkisstjórnina

Stuðningur almennings við ríkisstjórnina mældist 42 prósent í könnun, sem Miðlun gerði í nýliðnum mánuði fyrir Morgunblaðið. Þetta er hlutfall meðal þeirra sem tóku afstöðu.

Fylgið er lang minnst meðal yngstu kjósendanna,eða aðeins 35 prósent í aldurshópnum 18 til 24 ára. Stuðningurinn er hinsvegar mestur í elsta hópnum, því rösklega 46 prósent kjósenda á aldrinum 55 til 75 ára, styðja ríkisstjórnina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×