Innlent

Laxveiðimaður gistir í risaskútu á Blönduósi

Gissur Sigurðsson skrifar
Hetairos er glæsilegt fley.
Hetairos er glæsilegt fley.

Þýski auðkýfingurinn Ottó Happel, sem er á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, kom hingað til lands með flugi í gær til að renna fyrir lax í Blöndu.

Áður hafði hann sent glæsiskútu sína hingað til þess að gista í henni á meðan á veiðunum stæði. Skútan er 43 metra löng og kom hún til Blönduóss í fyrradag svo allt væri til reiðu þegar eigandinn kæmi norður.

Otto Happel er 59 ára gamall sex barna faðir og búsettur í Sviss. Hann tók við ryk-hreinsunarfyrirtæki eftir föður sinn og breytti því í iðnveldi í hitaverkfræði.

Eignir hans eru metnar á um þrjá milljarða dollara. Hann er mikill áhugamaður um siglingar og hefur meðal annars tekið þátt í Rolex siglingakeppninni fyrir risaseglskútur á snekkju sinni Hetairos. Sem er nú heimili hans á Blönduósi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×