Innlent

Aukafjárveiting tryggir 135 ungmönnum tímabundin störf

Mynd/GVA
Borgarráð samþykkti fundi sínum í morgun að veita 37,5 milljóna króna aukafjárveitingu til atvinnuskapandi verkefna fyrir 17 til 18 ára ungmenni í borginni í sumar. Auk þess var samþykkt tillaga Vinstri grænna um að veita Topp Starfi í Hinu húsinu 2,5 milljón króna til að skapa fjárhagslegt svigrúm til að ráða ungmenni með fötlun til starfa í sumar.

Með þessum aukafjárveitingum verður hægt að ráða 135 ungmenni á þessum aldri til tímabundinna starfa á vegum Reykjavíkurborgar í júlí og ágúst. Um er að ræða störf fyrir 50 ungmenni við hreinsun og fegrun á vegum hverfastöðva Framkvæmda- og eignasviðs og verkbækistöðva Umhverfis- og samgöngusviðs í sex vikur, 75 ungmenni til almennra sumarstarfa á vegum ÍTR í fjórar vikur og 10 ungmenni hjá Topp Starfi í Hinu Húsinu.

Hafist verður handa við að ráða þessi ungmenni í dag til þess að þau geti hafið störf strax á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×