Innlent

Efast um lögmæti starfandi stjórnarformanns OR

Haraldur Flosi Tryggvason.
Haraldur Flosi Tryggvason.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum hafa óskað eftir því að borgarlögmaður leggi faglegt mat á lögmæti ákvörðunar um að skipa Harald Flosa Tryggvason sem starfandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.

Í bókun sem flokkarnir lögðu fram á borgarráðsfundi í dag vildu borgarfulltrúarnir meina að ráðning Haralds væri hugsanlega á skjön við hefðir Orkuveitunnar auk þess sem það skyti skökku við að ráða stjórnarformann í fullt starf, með um milljón í laun á mánuði, á sama tíma og Orkuveitan þarf að þola mikið aðhald og niðurskurð vegna bágrar skuldastöðu.

Bókun flokkanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×