Innlent

Aurskriða féll í Búlandsdal -vatnslaust á Djúpavogi

Frá Djúpavogi.
Frá Djúpavogi. MYND/Pjetur

Aurskriða féll í nótt á vatnsveitumannvirki í Búlandsdal þannig að nú er vatnslaust á Djúpavogi. Starfsmenn hreppsins eru á vettvangi og vinna að lagfæringum. Búist er við að það taki allan daginn, en nú er verið að tengja leilðslu framhjá miðlunarmannvirkjunum þannig að vatn fer að berast til bæjarins, en þó aðeins til brýnustu nauðsynja.

Miðlunarmannvirkin eru óskemmd, en þau fylltust af framburði úr skriðunni. Úrhellis rigning og hvassviðri voru á þessum slóðum í gær og farm á nótt, og mikill vatanvöxtur í ám og lækjum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×