Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Reykárhverfi Í kjölfar rafmagnsbilunar í gærkveldi bilaði hraðastýring á dælu sem þjónar Reykárhverfi sem ollu truflunum í rekstri dreifikerfis á svæðinu. Í dag varð síðan bilun í stofnæð sem veldur því að heitavatnslaust er í Reykárhverfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurorku. 8.5.2010 19:56 Fjármagnsflutningar til Lúx meðal annars til rannsóknar Hundrað milljarðar króna voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun. Fjármagnsflutningarnir frá móðurfélagi bankans hér á landi til Lúxemborgar og annarra landa teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag. 8.5.2010 18:30 Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun Iceland Express hefur ákveðið að vélar félagsins sem fara til London og Kaupmannahafnar á morgun fara frá Akureyrarflugvelli. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan 13:00 og sú til London klukkan 15:00. Sætaferðir verða til og frá Akureyri. 8.5.2010 18:03 Manndráp í Keflavík: Liðlega tvítugur maður í haldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú staðfest að maður sé í haldi, grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í bænum. Hinn handtekni er liðlega tvítugur og verður hann yfirheyrður síðar í dag. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu en borin hafa verið kennsl á hann. Hann var á sextugsaldri. 8.5.2010 15:28 Kópavogsdagar hófust í dag Kópavogsdagar, árleg menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag með opnun sýningarinnar, Fúsi á ýmsa vegu, sem sett hefur verið upp í Tónlistarsafni Íslands á Kópavogsholti til heiðurs listamanninum Sigfúsi Halldórssyni. 8.5.2010 20:27 Lottó: Tveir með allar tölur réttar Tveir heppnir Lottóspilarar voru með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér fyrsta vinningi og koma rúmar fimm milljónir króna í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var áskriftarmiði en hinn var keyptur í verslun Samkaupa-Úrvals á Selfossi. Þá var einn heppinn þáttakandi með Jókertölurnar réttar og fær sá tvær milljónir í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum. 8.5.2010 20:03 Félagsmálaráðherra: Lögreglan taki á stórfelldum bótasvikum Félagsmálaráðherra segir að það sé lögreglunnar en ekki Tryggingastofnunar að taka á stórfelldum bótasvikum. Hins vegar þurfi að einfalda almannatryggingakerfið og skýra betur réttindi fólks til að koma í veg fyrir misskilning. 8.5.2010 19:41 Starfshópur leggur til fækkun ráðuneyta Breytingar gætu orðið á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar í lok sumars en frumvarp um fækkun ráðuneyta verður væntanlega lagt fram á yfirstandandi þingi. 8.5.2010 19:23 Svifrykið vel undir mörkum í Reykjavík Styrkur svifryks var vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. Styrkurinn mældist l8 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni á Grensásvegi klukkan 16.00 og 12 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. 8.5.2010 17:29 Eyjafjallajökull: Kröftugt sprengigos enn í gangi Enn er kröftugt sprengigos í gangi í Eyjafjallajökli að því er fram kemur í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðfræðistofnun Háskólans. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki. Dregið hefur úr sprengivirkni og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna að kvöldi 5. maí og 6. maí. 8.5.2010 16:58 Kosningar 2010: Tvö ný framboð í Kópavogi og eitt í Garðabæ Tvö ný framboð litu dagsins ljós í Kópavogi í dag en frestur til að lýsa yfir framboði til sveitarstjórnakosninga rann út í dag. Eitt framboð kom einnig fram í Garðabæ. 8.5.2010 16:49 Eyjafjallajökull: Mjög slæmt skyggni á Sólheimasandi Mjög slæmt skyggni er nú á Sólheimasandi sökum öskufalls auk þess sem askan úr Eyjafjallajökli sem þegar er fallin fýkur mikið upp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er því í raun ekkert ferðaveður á svæðinu en þrátt fyrir það hefur umferð um sandinn verið töluverð. 8.5.2010 16:22 Mannslát: Lögreglan staðfestir ekki handtöku Lögreglan verst enn allra frétta af rannsókn á mannsláti í Keflavík í morgun. Vefmiðillinn Víkurfréttir segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við málið en í samtali við fréttastofu vildi Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hvorki játa því né neita. Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni um málið síðar í dag. 8.5.2010 14:28 Eyjafjallajökull: Icelandair breytir áætlunum fyrir morgundaginn Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugi á morgun, sunnudaginn 8. maí, vegna áframhaldandi óvissu um hvort Keflavíkurflugvöllur verður opinn fyrir flugumferð. 8.5.2010 14:18 BÍ: Konur vilja aukaaðalfund Félag fjölmiðlakvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem átök innan Blaðamannafélags Íslands eru hörmuð. „Félag fjölmiðlakvenna harmar átök í stjórn Blaðamannafélagi Íslands sem leiddu til þess að þrjár þungavigtarkonur í blaðamennsku hurfu úr stjórninni,“ segir meðal annars og bætt við að í þeirra stað hafi verið valin nærri hrein karlastjórn. 8.5.2010 13:50 Kosningar 2010: Frestir framlengdur í Mývatnssveit og á Súðavík Frestur til að skila inn framboði í Mývatnssveit vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið framlengdur um tvo daga. 8.5.2010 12:58 Skemmdir unnar á leiðum Skemmdarvargar hafa verið á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í nótt eða í morgun. Krossar hafa verið rifnir upp á tveimur leiðum auk þess sem blómaker hefur verið mölbrotið. Leiðin sem um ræðir eru í vesturenda garðsins. Lögregla kannaðist ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband en ætlaði að kanna málið. 8.5.2010 12:26 70 þúsund lentu í rafmagnsleysi Áætla má að um 70 þúsund íbúar landsbyggðarinnar, allt frá Vesturlandi og norður til Austfjarða, hafi mátt þola rafmagnsleysi í allt að tvær klukkustundir í gærkvöldi. Bilunin var það víðtæk að Almannavarnir og Fjarskiptamiðstöð lögreglu sáu ástæðu til að koma að málum. 8.5.2010 12:11 Steingrímur leiðréttir fréttaflutning Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af því að í gær tóku einhverjir fjölmiðlar spurningu blaðamanns að loknum ríkisstjórnarfundi og gerðu að orðum Steingríms. Steingrímur segir að þó málið sé ekki stórt sé mikilvægt að koma réttum upplýsingum á framfæri. 8.5.2010 11:55 Kosningar 2010: Ólafur F. leiðir H-listann Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti H-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ólafur mun leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum á fundi kjörstjórnar í dag en frestur til að skila inn framboðum rennur út á hádegi. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti listans og Katrín Corazon Surban það þriðja. 8.5.2010 10:59 Keflavík: Maður fannst látinn Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi. 8.5.2010 10:51 Reyndi að brjótast inn til sinnar fyrrverandi Karlmaður gistir nú fangageymslu á Selfossi en hann var handtekinn í nótt þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og núverandi sambýlismanns hennar. 8.5.2010 10:44 Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn minni en í gær Dregið hefur úr skjálftavirkni við eldstöðina í Eyjafjallajökli og þar hefur engin skjálfti mælst síðan í gær. Gosmökkurinn er einnig minni en í gær en hann nær nú 5 kílómetra hæð. Hann stefnir í suð-austur og því er búist við öskufalli á Sólheimasandi, í Vík í Mýrdal og jafnvel vestar. 8.5.2010 10:41 Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg frá því í gær. Hrinan hófst með skjálfta sem mældist 3,1 stig um klukkan þrjú í gær og strax í kjölfarið fylgdu skjálftar sem mældust nokkru minni eða um 2,5 stig. Skjálftarnir eiga upptök sín nálægt Eldey og Geirfuglaskeri og frá því klukkan þrjú í gær hafa sex skjálftar mælst stærri en tvö stig á svæðinu, þar á meðal einn sem náði þremur stigum, auk nokkurra minni. 8.5.2010 10:09 Rannsóknin í fullum gangi um helgina Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum Kaupþings verður í fullum gangi um helgina og eru fjölmargar yfirheyrslur framundan. Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings sitja í gæsluvarðhaldi, til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum bankans. 8.5.2010 10:04 Eyjafjallajökull: Öllu flugi aflýst í Keflavík - Lokanir í Evrópu Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Þá er truflun á öllu innanlandsflugi og er athugun klukkan 11:15. Nokkrar vélar fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli í morgun en nú hefur brottför fimm véla í dag og komu níu véla síðdegis og í kvöld verið aflýst. 8.5.2010 09:51 Tugir starfsmanna ráðnir til sérstaks saksóknara Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram tillögu fyrir ríkisstjórn í vikunni um að embætti sérstaks saksóknara verði eflt til muna. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið í dag. Nefnd þriggja ráðuneyta, dómsmála-, fjármála- og forsætisráðuneyta, fer nú yfir rekstraráætlun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tugum starfsmanna bætt við embættið. 8.5.2010 07:30 Vík í Mýrdal eins og draugabær í gærdag Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmælingar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síðdegis vegna þessa. 8.5.2010 07:15 Fjármálin eru sitjandi meirihlutum erfið Erfið staða í fjármálum sveitarfélaga gæti valdið sitjandi meirihlutum vandræðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, og valdið þeim fylgistapi, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. 8.5.2010 07:00 Hvítar flugur sækja í tóbakið „Ég veit ekki hvort við eigum nóg af þessu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, um fræ af villitóbaksplöntunni sem þar eru í sölu. Hún segir fjölda manns hafa lagt leið sína í verslunina í leit að fræjum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þau væru þar í sölu. 8.5.2010 07:00 Yfirheyra þarf tugi manna áður en varðhaldinu lýkur Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings, sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem tengjast meintum lögbrotum tvímenninganna. 8.5.2010 07:00 Stóraukin framlög þarf til tækjakaupa Fyrrverandi yfirlæknir hjartadeildar telur að tækjamál Landspítalans séu helsti veikleiki hans. Mörg stærri lækningatæki hefa hærri meðalaldur en ásættanlegt getur talist. Sambærilegar stofnanir á Norðurlöndunum eru margfalt betur settar, og vart hægt að bera saman íslenskan raunveruleika í því samhengi. 8.5.2010 06:45 Lífeyrissjóður eignast golfvöll Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag. Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar segir að auk þess eignaðist sjóðurinn um 200 hektara lands í landi Laugardæla í Flóa og skika úr landi Uppsala. Eignin var slegin á 290 miljónir króna, en áhvílandi skuldir námu um 1,5 milljörðum króna. 8.5.2010 06:30 Fríða Á. Sigurðardóttir látin Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykjavík í gær. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940. 8.5.2010 06:30 Skemmtiferðaskipum fjölgar „Það stefnir allt í enn frekari fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Við erum með bókaðar um 120 viðkomur skemmtiferðaskipa til landsins, þar af um 40 til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, í tilkynningu fyrirtækisins. 8.5.2010 06:00 Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994. Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká 8.5.2010 06:00 Elite vill halda lokakeppni hér í haust Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina. 8.5.2010 06:00 Bestu samningarnir fást hér Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi. 8.5.2010 06:00 Rannsaka þarfar breytingar Frestur til aðildar að rannsóknarnefnd Rauðs vettvangs hefur verið framlengdur til 15. maí. Nefndinni er ætlað að rannsaka nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. 8.5.2010 05:00 Rafmagn að komast á víða Landsnet er að ná utan um bilunina þegar rafmagnlaust varð víðsvegar um landið á níunda tímanum í kvöld og er rafmagn að komast á víða um land, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra sem hafa verið í sambandi við Landsnet og símafyrirtækin. 7.5.2010 22:20 Bíll valt eftir árekstur á Háaleitisbraut Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar á níunda tímanum í kvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar þeirra valt. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni leit út fyrir að um alvarlegt slys væri að ræða en svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist. Minniháttar meiðsl urðu á fólki sem komst úr bílnum án aðstoðar. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar,samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviviliði höfuðborgarsvæðisins. 7.5.2010 21:26 Halldór telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á sínum störfum í sem ráðherra á árunum fyrir bankahrun. Alltaf séu gerð mistök en hann segist hafa starfað á grundvelli samvisku sinnar. Rætt var við Halldór í Kastljósi í kvöld. 7.5.2010 20:29 Rafmagnslaust víðsvegar um landið Rafmagnslaust og truflanir eru víðsvegar um landið. Ástæða þess er alvarleg bilun sem varð í byggðarlínu við Brennimel í Hvalferði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru truflanir vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði. 7.5.2010 21:15 Keflavíkurflugvöllur lokast á morgun Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll fyrir blindflugsumferð lokast eftir hádegi á morgun. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verð komið að vesturströnd Íslands um hádegi á morgun. Iceland Express hefur ákveðið að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Fyrr í dag aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti á morgun. 7.5.2010 19:30 Sigurður svarar ekki kalli sérstaks saksóknara Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins vegna fyrirhugaðrar yfirheyrslu. Engar upplýsingar fást um hvenær Sigurður er væntanlegur til landsins. 7.5.2010 18:34 Sjá næstu 50 fréttir
Heitavatnslaust í Reykárhverfi Í kjölfar rafmagnsbilunar í gærkveldi bilaði hraðastýring á dælu sem þjónar Reykárhverfi sem ollu truflunum í rekstri dreifikerfis á svæðinu. Í dag varð síðan bilun í stofnæð sem veldur því að heitavatnslaust er í Reykárhverfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurorku. 8.5.2010 19:56
Fjármagnsflutningar til Lúx meðal annars til rannsóknar Hundrað milljarðar króna voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun. Fjármagnsflutningarnir frá móðurfélagi bankans hér á landi til Lúxemborgar og annarra landa teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag. 8.5.2010 18:30
Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun Iceland Express hefur ákveðið að vélar félagsins sem fara til London og Kaupmannahafnar á morgun fara frá Akureyrarflugvelli. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan 13:00 og sú til London klukkan 15:00. Sætaferðir verða til og frá Akureyri. 8.5.2010 18:03
Manndráp í Keflavík: Liðlega tvítugur maður í haldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú staðfest að maður sé í haldi, grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í bænum. Hinn handtekni er liðlega tvítugur og verður hann yfirheyrður síðar í dag. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu en borin hafa verið kennsl á hann. Hann var á sextugsaldri. 8.5.2010 15:28
Kópavogsdagar hófust í dag Kópavogsdagar, árleg menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag með opnun sýningarinnar, Fúsi á ýmsa vegu, sem sett hefur verið upp í Tónlistarsafni Íslands á Kópavogsholti til heiðurs listamanninum Sigfúsi Halldórssyni. 8.5.2010 20:27
Lottó: Tveir með allar tölur réttar Tveir heppnir Lottóspilarar voru með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér fyrsta vinningi og koma rúmar fimm milljónir króna í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var áskriftarmiði en hinn var keyptur í verslun Samkaupa-Úrvals á Selfossi. Þá var einn heppinn þáttakandi með Jókertölurnar réttar og fær sá tvær milljónir í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum. 8.5.2010 20:03
Félagsmálaráðherra: Lögreglan taki á stórfelldum bótasvikum Félagsmálaráðherra segir að það sé lögreglunnar en ekki Tryggingastofnunar að taka á stórfelldum bótasvikum. Hins vegar þurfi að einfalda almannatryggingakerfið og skýra betur réttindi fólks til að koma í veg fyrir misskilning. 8.5.2010 19:41
Starfshópur leggur til fækkun ráðuneyta Breytingar gætu orðið á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar í lok sumars en frumvarp um fækkun ráðuneyta verður væntanlega lagt fram á yfirstandandi þingi. 8.5.2010 19:23
Svifrykið vel undir mörkum í Reykjavík Styrkur svifryks var vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. Styrkurinn mældist l8 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni á Grensásvegi klukkan 16.00 og 12 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. 8.5.2010 17:29
Eyjafjallajökull: Kröftugt sprengigos enn í gangi Enn er kröftugt sprengigos í gangi í Eyjafjallajökli að því er fram kemur í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðfræðistofnun Háskólans. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki. Dregið hefur úr sprengivirkni og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna að kvöldi 5. maí og 6. maí. 8.5.2010 16:58
Kosningar 2010: Tvö ný framboð í Kópavogi og eitt í Garðabæ Tvö ný framboð litu dagsins ljós í Kópavogi í dag en frestur til að lýsa yfir framboði til sveitarstjórnakosninga rann út í dag. Eitt framboð kom einnig fram í Garðabæ. 8.5.2010 16:49
Eyjafjallajökull: Mjög slæmt skyggni á Sólheimasandi Mjög slæmt skyggni er nú á Sólheimasandi sökum öskufalls auk þess sem askan úr Eyjafjallajökli sem þegar er fallin fýkur mikið upp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er því í raun ekkert ferðaveður á svæðinu en þrátt fyrir það hefur umferð um sandinn verið töluverð. 8.5.2010 16:22
Mannslát: Lögreglan staðfestir ekki handtöku Lögreglan verst enn allra frétta af rannsókn á mannsláti í Keflavík í morgun. Vefmiðillinn Víkurfréttir segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við málið en í samtali við fréttastofu vildi Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hvorki játa því né neita. Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni um málið síðar í dag. 8.5.2010 14:28
Eyjafjallajökull: Icelandair breytir áætlunum fyrir morgundaginn Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugi á morgun, sunnudaginn 8. maí, vegna áframhaldandi óvissu um hvort Keflavíkurflugvöllur verður opinn fyrir flugumferð. 8.5.2010 14:18
BÍ: Konur vilja aukaaðalfund Félag fjölmiðlakvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem átök innan Blaðamannafélags Íslands eru hörmuð. „Félag fjölmiðlakvenna harmar átök í stjórn Blaðamannafélagi Íslands sem leiddu til þess að þrjár þungavigtarkonur í blaðamennsku hurfu úr stjórninni,“ segir meðal annars og bætt við að í þeirra stað hafi verið valin nærri hrein karlastjórn. 8.5.2010 13:50
Kosningar 2010: Frestir framlengdur í Mývatnssveit og á Súðavík Frestur til að skila inn framboði í Mývatnssveit vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið framlengdur um tvo daga. 8.5.2010 12:58
Skemmdir unnar á leiðum Skemmdarvargar hafa verið á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í nótt eða í morgun. Krossar hafa verið rifnir upp á tveimur leiðum auk þess sem blómaker hefur verið mölbrotið. Leiðin sem um ræðir eru í vesturenda garðsins. Lögregla kannaðist ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband en ætlaði að kanna málið. 8.5.2010 12:26
70 þúsund lentu í rafmagnsleysi Áætla má að um 70 þúsund íbúar landsbyggðarinnar, allt frá Vesturlandi og norður til Austfjarða, hafi mátt þola rafmagnsleysi í allt að tvær klukkustundir í gærkvöldi. Bilunin var það víðtæk að Almannavarnir og Fjarskiptamiðstöð lögreglu sáu ástæðu til að koma að málum. 8.5.2010 12:11
Steingrímur leiðréttir fréttaflutning Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af því að í gær tóku einhverjir fjölmiðlar spurningu blaðamanns að loknum ríkisstjórnarfundi og gerðu að orðum Steingríms. Steingrímur segir að þó málið sé ekki stórt sé mikilvægt að koma réttum upplýsingum á framfæri. 8.5.2010 11:55
Kosningar 2010: Ólafur F. leiðir H-listann Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti H-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ólafur mun leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum á fundi kjörstjórnar í dag en frestur til að skila inn framboðum rennur út á hádegi. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti listans og Katrín Corazon Surban það þriðja. 8.5.2010 10:59
Keflavík: Maður fannst látinn Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi. 8.5.2010 10:51
Reyndi að brjótast inn til sinnar fyrrverandi Karlmaður gistir nú fangageymslu á Selfossi en hann var handtekinn í nótt þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og núverandi sambýlismanns hennar. 8.5.2010 10:44
Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn minni en í gær Dregið hefur úr skjálftavirkni við eldstöðina í Eyjafjallajökli og þar hefur engin skjálfti mælst síðan í gær. Gosmökkurinn er einnig minni en í gær en hann nær nú 5 kílómetra hæð. Hann stefnir í suð-austur og því er búist við öskufalli á Sólheimasandi, í Vík í Mýrdal og jafnvel vestar. 8.5.2010 10:41
Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg frá því í gær. Hrinan hófst með skjálfta sem mældist 3,1 stig um klukkan þrjú í gær og strax í kjölfarið fylgdu skjálftar sem mældust nokkru minni eða um 2,5 stig. Skjálftarnir eiga upptök sín nálægt Eldey og Geirfuglaskeri og frá því klukkan þrjú í gær hafa sex skjálftar mælst stærri en tvö stig á svæðinu, þar á meðal einn sem náði þremur stigum, auk nokkurra minni. 8.5.2010 10:09
Rannsóknin í fullum gangi um helgina Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum Kaupþings verður í fullum gangi um helgina og eru fjölmargar yfirheyrslur framundan. Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings sitja í gæsluvarðhaldi, til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum bankans. 8.5.2010 10:04
Eyjafjallajökull: Öllu flugi aflýst í Keflavík - Lokanir í Evrópu Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Þá er truflun á öllu innanlandsflugi og er athugun klukkan 11:15. Nokkrar vélar fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli í morgun en nú hefur brottför fimm véla í dag og komu níu véla síðdegis og í kvöld verið aflýst. 8.5.2010 09:51
Tugir starfsmanna ráðnir til sérstaks saksóknara Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram tillögu fyrir ríkisstjórn í vikunni um að embætti sérstaks saksóknara verði eflt til muna. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið í dag. Nefnd þriggja ráðuneyta, dómsmála-, fjármála- og forsætisráðuneyta, fer nú yfir rekstraráætlun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tugum starfsmanna bætt við embættið. 8.5.2010 07:30
Vík í Mýrdal eins og draugabær í gærdag Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmælingar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síðdegis vegna þessa. 8.5.2010 07:15
Fjármálin eru sitjandi meirihlutum erfið Erfið staða í fjármálum sveitarfélaga gæti valdið sitjandi meirihlutum vandræðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, og valdið þeim fylgistapi, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. 8.5.2010 07:00
Hvítar flugur sækja í tóbakið „Ég veit ekki hvort við eigum nóg af þessu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, um fræ af villitóbaksplöntunni sem þar eru í sölu. Hún segir fjölda manns hafa lagt leið sína í verslunina í leit að fræjum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þau væru þar í sölu. 8.5.2010 07:00
Yfirheyra þarf tugi manna áður en varðhaldinu lýkur Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings, sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem tengjast meintum lögbrotum tvímenninganna. 8.5.2010 07:00
Stóraukin framlög þarf til tækjakaupa Fyrrverandi yfirlæknir hjartadeildar telur að tækjamál Landspítalans séu helsti veikleiki hans. Mörg stærri lækningatæki hefa hærri meðalaldur en ásættanlegt getur talist. Sambærilegar stofnanir á Norðurlöndunum eru margfalt betur settar, og vart hægt að bera saman íslenskan raunveruleika í því samhengi. 8.5.2010 06:45
Lífeyrissjóður eignast golfvöll Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag. Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar segir að auk þess eignaðist sjóðurinn um 200 hektara lands í landi Laugardæla í Flóa og skika úr landi Uppsala. Eignin var slegin á 290 miljónir króna, en áhvílandi skuldir námu um 1,5 milljörðum króna. 8.5.2010 06:30
Fríða Á. Sigurðardóttir látin Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykjavík í gær. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940. 8.5.2010 06:30
Skemmtiferðaskipum fjölgar „Það stefnir allt í enn frekari fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Við erum með bókaðar um 120 viðkomur skemmtiferðaskipa til landsins, þar af um 40 til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, í tilkynningu fyrirtækisins. 8.5.2010 06:00
Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994. Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká 8.5.2010 06:00
Elite vill halda lokakeppni hér í haust Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina. 8.5.2010 06:00
Bestu samningarnir fást hér Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi. 8.5.2010 06:00
Rannsaka þarfar breytingar Frestur til aðildar að rannsóknarnefnd Rauðs vettvangs hefur verið framlengdur til 15. maí. Nefndinni er ætlað að rannsaka nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. 8.5.2010 05:00
Rafmagn að komast á víða Landsnet er að ná utan um bilunina þegar rafmagnlaust varð víðsvegar um landið á níunda tímanum í kvöld og er rafmagn að komast á víða um land, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra sem hafa verið í sambandi við Landsnet og símafyrirtækin. 7.5.2010 22:20
Bíll valt eftir árekstur á Háaleitisbraut Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar á níunda tímanum í kvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar þeirra valt. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni leit út fyrir að um alvarlegt slys væri að ræða en svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist. Minniháttar meiðsl urðu á fólki sem komst úr bílnum án aðstoðar. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar,samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviviliði höfuðborgarsvæðisins. 7.5.2010 21:26
Halldór telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á sínum störfum í sem ráðherra á árunum fyrir bankahrun. Alltaf séu gerð mistök en hann segist hafa starfað á grundvelli samvisku sinnar. Rætt var við Halldór í Kastljósi í kvöld. 7.5.2010 20:29
Rafmagnslaust víðsvegar um landið Rafmagnslaust og truflanir eru víðsvegar um landið. Ástæða þess er alvarleg bilun sem varð í byggðarlínu við Brennimel í Hvalferði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru truflanir vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði. 7.5.2010 21:15
Keflavíkurflugvöllur lokast á morgun Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll fyrir blindflugsumferð lokast eftir hádegi á morgun. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verð komið að vesturströnd Íslands um hádegi á morgun. Iceland Express hefur ákveðið að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Fyrr í dag aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti á morgun. 7.5.2010 19:30
Sigurður svarar ekki kalli sérstaks saksóknara Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins vegna fyrirhugaðrar yfirheyrslu. Engar upplýsingar fást um hvenær Sigurður er væntanlegur til landsins. 7.5.2010 18:34