Innlent

Sigurður svarar ekki kalli sérstaks saksóknara

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins vegna fyrirhugaðrar yfirheyrslu. Engar upplýsingar fást um hvenær Sigurður er væntanlegur til landsins.

Sigurður hóf störf á verðbréfasviði Kaupþings hf. árið 1994, varð forstjóri þess 1997 og stjórnarformaður 2003-2008. Hann hefur af mörgum verið kallaður arkitektinn af gríðarlegum vexti bankans. Sigurður hefur um nokkurt skeið verið búsettur í Lundúnum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði Sigurður verið boðaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í næstu viku. Eftir að Hreiðar Már og Magnús voru handteknir var farið þess á leit við hann að hann flýtti komu sinni til landsins. Hann hefur ekki svarað því kalli en samkvæmt heimildum hefur embættið engar upplýsingar um hvenær hann er væntanlegur til landsins.

Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar vildi ekkert tjá sig um málið. Þá hefur ekki náðst í Sigurð í dag.


Tengdar fréttir

Magnús færður fyrir héraðsdómara

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Luxemburg, var færður niður í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir fáeinum mínútum síðan.

Hreiðar Már kominn niður í Héraðsdóm Reykjavíkur

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur verið færður fyrir dómara vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar. Dómarinn tók sólarhringsfrest til þess að ákveða hvort fallist yrði á kröfu sérstaks saksóknara um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Hreiðari Má.

Hreiðar Már kominn á Litla Hraun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemburg, verða vistaðir á Litla Hrauni á meðan að þeir eru í gæsluvarðhaldi.

Magnús leystur frá störfum

Stjórn Banque Havilland í Lúxemborg hefur leyst Magnús Guðmundsson frá störfum sem forstjóri bankans eftir að hann var handtekinn í gær. Fyrr í dag var Magnús úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings.

Hreiðar kominn til yfirheyrslu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.

Kaupþing selur leifarnar af veldi Robert Tchenquiz

Skilanefnd Kaupþings í samvinnu við þýska bankann Commerzbank hefur sett félagið Bay Restaurant Group til sölu en félagið er um það bil síðasta eign fyrrum auðmannsins Robert Tchenquiz í Bretlandi.

Sömu brot liggja til grundvallar handtökunum

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það enn ekki vera ákveðið hvort farið verði framá gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Luxemburg.

Ákvörðun um gæsluvarðhald i dag

Hreiðar Már Sigurðssson fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem var handtekinn í gærdag eftir yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, var aftur kallaður til yfirheyrslu í gærkvöldi, sem lauk á ellefta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×