Innlent

Bíll valt eftir árekstur á Háaleitisbraut

Frá vettvangi. Bíll valt eftir árekstur tveggja bíla. Tveir voru fluttir á slysadeild.
Frá vettvangi. Bíll valt eftir árekstur tveggja bíla. Tveir voru fluttir á slysadeild. Mynd/Böddi

Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar á níunda tímanum í kvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar þeirra valt. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni leit út fyrir að um alvarlegt slys væri að ræða en svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist. Minniháttar meiðsl urðu á fólki sem komst úr bílnum án aðstoðar. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×