Innlent

Halldór telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar

Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra 1983-1991, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-1989, utanríkisráðherra 1995-2004 og forsætisráðherra 2004-2006.
Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra 1983-1991, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-1989, utanríkisráðherra 1995-2004 og forsætisráðherra 2004-2006. Mynd/Teitur Jónasson
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á sínum störfum í sem ráðherra á árunum fyrir bankahrun. Alltaf séu gerð mistök en hann segist hafa starfað á grundvelli samvisku sinnar. Rætt var við Halldór í Kastljósi í kvöld.

Halldór sagðist ekki kannast við að einkavæðingu bankanna hafi verið handstýrt. Teknar hafi verið ákvarðanir á þeim forsendum sem lágu fyrir á sínum tíma. Að hans mati hefði átt að grípa til aðgerða fyrrihluta árs 2006 þegar hættumerki sáust vegna stærðar bankanna. Halldór sagðist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að erlendur banki næði fótfestu hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×