Fleiri fréttir

Ingólfur í varðhald en Steingrímur í farbann

Steingrímur Kárason fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings og Ingólfur Helgason, fyrrverandi fyrrverandi forstjóri bankans á Íslandi, voru leiddir fyrir dómara við Héraðsdóms Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi, en þeir voru báðir handteknir við komuna til landsins i gærmorgun.

Heybanki stofnaður fyrir bændur

Öskufall í Skaftártungum suðaustur af Eyjafjallajökli var hið mesta í nótt frá upphafi gossins í Eyjafjallajökli. Heybanki verður stofnaður til að tryggja bændum á öskufallssvæðunum fóður fyrir skepnur þeirra í vetur.

„Kærðu mig líka, Ásta“

„Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni.

„Hver borgaði Framsókn?“

„Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Fleiri njóta félagslegar heimaþjónustu

Árið 2009 nutu 8060 heimili félagslegar heimaþjónustu hér á landi og hafði þeim fjölgað um 196 eða 2,5% frá árinu á undan og um 434 eða 5,7% frá árinu 2007. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Leituðu að tvítugum manni á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hóf seint í gærkvöldi leit að rúmlega tvítugum karlmanni, eftir að hann hafði gleypt í sig tólf svonefndar sprengitöflur við hjartatruflunum, í húsi þar sem hann hafði verið gestkomandi.

Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld

Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir.

Kemur ekki ótilneyddur

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi.

Öskufall hamlaði flugi í Eyjum

Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum aðfaranótt þriðjudags þar sem öskufall hamlaði flugi. Í Landeyjahöfn beið sjúkrabíll með ljósmóður frá Selfossi og flutti konuna á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík.

Sumarhús Björgólfs í Portúgal til sölu

Sveinn Sveinsson, skiptastjóri þrotabús Björgólfs Guðmundssonar, vinnur nú að því að selja hús auðkýfingsins fyrrverandi í strandbænum Cascais í Portúgal.

Sami meirihluti við völd í 20 ár

Kjörtímabilið hefur verið stormasamt í bæjarpólitíkinni í Kópavogi. Hart hefur verið tekist á um skipulagsmál. Meirihlutinn hefur verið sakaður um spillingu.

Heybanki fyrir bændur í vanda

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að ráða starfsmann til að hefjast þegar í stað handa við að tryggja heyforða fyrir bændur í sveitarfélaginu. Fyrirséð er að margir bændur muni ekki geta heyjað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Óttast að hann kjósi sé nafnið á kjörskrá

„Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar.

Sigurður á lista yfir eftirlýsta glæpamenn

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er kominn á lista yfir eftirlýsta glæpamenn á vefsíðu Interpol. Til stóð að Sigurður kæmi til landsins í lok vikunnar og yrði þá yfirheyrður vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á Kaupþingi.

Ragnar Axelsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Ragnar Axelsson ljósmyndari var í kvöld útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar fyrir árið 2010. Í umsögn lista-og menningarráðs Kópavogs segir meðal annars að Ragnar, eða Raxi eins og hann er kallaður, hafi fyrir löngu fest sig í sessi sem einn fremsti fréttaljósmyndari Íslands. Tengsl

Bifhjól og bíll rákust saman

Bifhjól og bíll rákust saman á gatnamótum Skipholts og Háaleitisbrautar á fimmta tímanum í dag. Tveir voru á hjólinu. Ekki liggur ljóst fyrir hvort nokkur hafi slasast í árekstrinum.

Grunaður um kerfisbundin og skipulögð efnahagsbrot

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Haviland bankans, er grunaður um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi samkvæmt greinagerð sérstaks saksóknara og var lögð fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum fyrir helgi.

Umfangsmikil kannabisræktun í miðborginni stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 100 kannabisplöntur. Karl um fertugt hefur játað aðild að málinu.

„Mótmælendur skirrðust ekki við að beita líkamlegu valdi“

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi.

Tollarar vísa kjaradeilu til Ríkissáttasemjara

Samninganefnd Tollvarðafélags Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við ríkið til Ríkissáttasemjara samkvæmt frétt á vef BSRB. Í frétt á heimasíðu TFÍ kemur fram að á undanförnum mánuðum hafi ekki verið að finna mikinn samningsvilja að hálfu SNR og því hafi deilan staðið í stað.

Rökstuddur grunur um fjölda afbrota Hreiðars Más

„Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili (Hreiðar Már Sigurðsson innsk. blm.) undir rökstuddum grun um að hafa framið fjölmörg brot er fangelsisrefsing liggur við," segir í úrskurði Hæstaréttar þar sem rétturinn staðfestir gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má. Visir.is hefur úrskurðinn undir höndum.

Fleiri Kaupþingsmenn handteknir

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, voru handteknir við komuna til landsins í nótt. Þeir voru yfirheyrðir snemma í morgun og í framhaldinu færðir í fangaklefa. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Embætti sérstaks saksóknara þögult sem gröfin

Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans.

Framburður Hreiðars Más stangast á við aðra

Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, stangaðist á við framburð annarra einstaklinga sem hafa gefið skýrslu í rannsókn sérstaks saksóknara samkvæmt fréttavef Viðskiptablaðsins sem hefur úrskurð Hæstaréttar undir höndum.

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs

Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið.

Komu strandaglópum á lekum bát til aðstoðar

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hafnarfirði og Reykjavík voru kölluð út að beiðni Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum þegar leki kom að bát á Faxaflóa, um 12 sjómílur NV af Gróttu. Einnig voru tveir hraðskreiðir, harðbotna bátar sendir á staðinn.

Flestar líkamsárásir á Suðurnesjum

Flestar líkamsárásir eiga sér stað á Suðurnesjum miðað við íbúafjölda en þeim hefur þó fækkað milli ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði nokkurra lögregluembætta fyrir síðustu þrjú ár.

Ég er engin senditík

Sýslumaðurinn í Reykjavík átti í töluverðum erfiðleikum með að ná í lögmann Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gest Jónsson, til að tilkynna fyrirtöku á kyrrsetningarbeiðninni á eignum Jóns. Honum reyndist ekki unnt að fá farsímanúmer Gests uppgefið og vildi lögmaður sem starfar með Gesti ekki koma boðunum áfram, þar sem hann væri engin senditík fyrir sýslumann eins og samstarfsmaðurinn orðaði það.

Yfirlýsing frá starfsfólki Stöðvar 2 og Vísis

Fréttamenn og aðrir starfsmenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis harma uppsögn Óskar Hrafns Þorvaldssonar úr starfi fréttastjóra. Undir stjórn hans hefur fréttastofan sýnt djörfung og ábyrgð á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. Óskar Hrafn hefur staðið heill á bakvið fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis þegar sótt hefur verið að fréttastofunni úr ýmsum áttum og aldrei látið annað en fréttamat og kröfuna um miðlun upplýsinga til almennings ráða ferðinni í störfum sínum.

Grjóthrunið í Bjarnarey - myndir

Talið er að allt að þúsundir tonna hafi hrunið úr Bjarnarey um fjögur leitið í nótt og er ásýnd eyjarinnar gjörbreytt eftir hamfarirnar. Óskar P. Friðriksson myndaði það sem fyrir augun bar í morgun. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan.

Heimsækja bæi á öskufallssvæðinu

Skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli upp úr klukkan sex í morgun en skjálftarnir voru allir vægir, eða innan við tvo á Richter. Gosið hélt ámóta styrk í nótt og var í gærdag en vindur er hægur á slóðum gossins þannig að öskufall er mest í næsta nágrenni eldstöðvarinnar.

Fundu 120 kannabisplöntur í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 120 kannabisplöntur. Á sama stað var einnig var lagt hald á 70 kannabisfræ og eitthvað af marijúana. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Kona í annarlegu ástandi handtekin

Kona í annarlegu ástandi var handtekin i austurborginni í Reykjavík í nótt, eftir að vitni höfðu séð hana vera að sniglast í húsagörðum og skima inn í bíla á götum úti.

Sjá næstu 50 fréttir