Innlent

Ingólfur í varðhald en Steingrímur í farbann

Ingólfur Helgason.
Ingólfur Helgason.

Steingrímur Kárason fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings og Ingólfur Helgason, fyrrverandi fyrrverandi forstjóri bankans á Íslandi, voru leiddir fyrir dómara við Héraðsdóms Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi, en þeir voru báðir handteknir við komuna til landsins i gærmorgun.

Samkvæmt heimildum krefst sérstakur saksóknari gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir Ingólfi og að Steingrímur verði úrskurðaður í farbann. Ekki hafa fengist nánari fregnir af afgreiðslu dómara, í málum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×