Innlent

Ingólfur og Steingrímur komnir á lögreglustöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingólfur Helgason var handtekinn í nótt. Steingrímur Kárason var einnig handtekinn.
Ingólfur Helgason var handtekinn í nótt. Steingrímur Kárason var einnig handtekinn.
Þeir Steingrímur Kárason og Ingólfur Helgason hafa báðir verið færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að hafa verið við yfirheyrslur í húsnæði sérstaks saksóknara í dag.

Þeir Ingólfur og Steingrímur voru handteknir í gær. Þeir voru í æðstu stöðum innan Kaupþings og nánir samverkamenn Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans. Hreiðar situr í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni ásamt Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemburg.

Þær upplýsingar fengust frá embætti sérstaks saksóknara um hálfníuleytið í kvöld að ekki yrðu gefnar upplýsingar að svo stöddu um það hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir Steingrími og Ingólfi. Ekki er heimilt að halda mönnum lengur en í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurðar sé krafist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×