Innlent

Fleiri njóta félagslegar heimaþjónustu

Í fyrra nutu 8060 heimili félagslegar heimaþjónustu. Rúmlega þrjú af hverjum fjórum þessara heimila voru heimili aldraðra.
Í fyrra nutu 8060 heimili félagslegar heimaþjónustu. Rúmlega þrjú af hverjum fjórum þessara heimila voru heimili aldraðra. Mynd/GVA
Árið 2009 nutu 8060 heimili félagslegar heimaþjónustu hér á landi og hafði þeim fjölgað um 196 eða 2,5% frá árinu á undan og um 434 eða 5,7% frá árinu 2007. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Rúmlega þrjú af hverjum fjórum þessara heimila voru heimili aldraðra. Á þessum heimilum aldraðra bjó 7691 einstaklingur og jafngildir það 20,3% þeirra landsmanna sem eru 65 ára og eldri. Í Reykjavík naut tæplega fjórðungur 65 ára og eldri félagslegrar heimaþjónustu. Meðalfjöldi vinnustunda á heimili árið 2009 voru 118 eða tæplega 3 stundir á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×