Innlent

Leituðu að tvítugum manni á Akureyri

Frá Akureyri. Lögreglan á Akureyri hóf seint í gærkvöldi leit að rúmlega tvítugum karlmanni.
Frá Akureyri. Lögreglan á Akureyri hóf seint í gærkvöldi leit að rúmlega tvítugum karlmanni.

Lögreglan á Akureyri hóf seint í gærkvöldi leit að rúmlega tvítugum karlmanni, eftir að hann hafði gleypt í sig tólf svonefndar sprengitöflur við hjartatruflunum, í húsi þar sem hann hafði verið gestkomandi.

Lögregla var í sambandi við lækni og eftir að símasamband náðist við manninn nokkru síðar, var hann talinn úr hættu. Hann skilaði sér svo aftur þremur klukkustundum síðar í húsið, þar sem hann hafði gleypt töflurnar, eldhress að sögn, og varð ekki meint af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×