Fleiri fréttir

Ellefu manns fluttir með reykeitrun á slysadeild

Ellefu manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans með aðkenningu að reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í íbúð í gömlu sambýlishúsi í vesturborginni upp úr miðnætti. Hann kviknaði fyrst í potti á eldavél á neðri hæð hússins og barst þaðan upp í háf.

Ekkert bendir til að gosinu sé að ljúka

Töluverðar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli á síðustu dögum. Hraunrennsli hefur minnkað verulega og sprengivirkni aukist til muna. Svartur gosmökkur steig upp beint frá gosstöðvunum í gær.

420 milljarða vantar upp á skuldbindingar

420 milljarða króna vantar upp á að ríkissjóður hafi fjármagnað áfallnar framtíðarskuldbindingar vegna eftirlauna opinberra starfsmanna. Þar af vantar um 350 milljarða inn í svokallaða B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) og um 40 milljónir inn í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga en einnig vantar nokkuð upp á að A-deild LSR standist tryggingafræðilegar kröfur.

Tækjaskortur helsti veikleiki Landspítala

„Tækjamálin eru í dag helsti veikleiki Landspítalans. Árum saman hefur smámunum verið ætlað til tækjakaupa og endurnýjunar miðað við umfang starfseminnar. Ég tel að innan spítalans sé samstaða um þetta sjónarmið,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í lyflækningum við Háskóla Íslands og fyrrverandi yfirlæknir á hjartadeild LSH.

Tóbaksfræ til heimabrúks

Í verslun Garðheima í Reykjavík eru til sölu tóbaksfræ undir heitinu Wild tobacco. Fræðiheiti plöntunnar er nicotiana rustica og er annarar tegundar en almennt er notuð í tóbaksframleiðslu (nicotiana tabacum). Hún ber þó í sér töluvert meira magn nikótíns.

Minni bílaumferð nú en í fyrra

Umferð um hringveginn dróst verulega saman fyrstu fjóra mánuði ársins, á 16 völdum talningarstöðum. Þetta jafngildir 3,2 prósentum og er mesti samdráttur í langan tíma.

Villtir laxastofnar njóti fjármálagróða

Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við Norður-Atlantshafslaxasjóðinn (NASF) undir formennsku Orra Vigfússonar.

Skýrslutöku af Magnúsi lokið

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að skýrslutöku lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Magnús og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru handteknir í dag í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.

Hreiðar fluttur í fangaklefa

Yfirheyrslum yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings er lokið í bili en hann var á níunda tímanum í kvöld fluttur í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Eftir að Hreiðar var handtekinn í hádeginu var hann yfirheyrður í húsnæði embættis sérstaks saksóknara við Laugaveg 166.

Gandi kominn til Eyja

Gandi VE 171 sigldi í fyrsta sinn til hafnar í Vestmannaeyjum undir merkjum Vinnslustöðvarinnar h.f. á tíunda tímanum í kvöld. Skipið er hvortveggja í senn uppsjávar- og bolfisksskip. Markmiðið með kaupum Vinnslustöðvarinnar á þessu skipi er fyrst og fremst að auka fjölbreytni hjá fyrirtækinu í veiðum og vinnslu sjávarafla.

Launakostnaður vegna nefnda tæpur hálfur milljarður

Launakostaður vegna nefnda og ráða sem störfuðu á vegum ríkisins í fyrra var rúmar 461 milljón króna. Annar kostnaður vegna þeirra var um 428 milljónir. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, sem lagt var fram á Alþingi í dag. Til samanburðar var launakostnaður ríkisins fyrir tveimur árum 502 milljónir.

Fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn

Leit af breskum ríkisborgara, Eric John Burton, sem leitað hefur verið af frá því í morgun hefur verið hætt. Hann fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn seinnipartinn í dag. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna tók þátt í leitinni.

Hald lagt á kannabisplöntur og lampa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í austurborginni í gærmorgun. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 40 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á sama stað var einnig lagt hald á fjölda gróðurhúsalampa og ýmsan búnað sem tengist starfsemi sem þessari.

„Þetta gengur ekki"

Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra.

Fella kaupmálann úr gildi

Hjónin Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, hafa ákveðið að fella kaupmála sem þau gerðu í haust úr gildi. Sigrún greindi frá þessu á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri seinnipartinn í dag en hún er oddviti flokksins í bæjarfélaginu. Þar fór Sigrún yfir þau mál sem hafa verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum undanfarna daga.

Magnús Guðmundsson einnig handtekinn

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og núverandi forstjóri Banque Havilland, var líkt og Hreiðar már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, handtekinn í dag í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.

Uppnám á aðalfundi lífeyrissjóðsins Stapa

Uppnám varð á aðalfundi í lífeyrissjóðnum Stapa nú síðdegis þegar andstæðar fylkingar tókust á um hvort segja ætti framkvæmdastjóranum, Kára Arnóri Kárasyni, upp. Anna Einarsdóttir, óbreyttur sjóðsfélagi, vildi að hann yrði látinn taka pokann sinn.

Tilkynnt um lík í höfninni í Hafnarfirði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á sjötta tímanum í dag tilkynning um að lík væri á floti í höfninni við Hafnarfjörð. Lögreglumenn eru á vettvangi en ekki fengust frekari upplýsingar um málið.

Annar maður handtekinn

Nú síðdegis handtók sérstakur saksóknari einn mann til viðbótar í tengslum við sömu rannsókn og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var handtekinn í dag. Hreiðar er grunaður um fjölmörg brot í starfi.

Tveggja ára börnum tryggð leikskólavist í Reykjavík

Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík svo hægt sé að bjóða öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss í haust eins og stefna og starfsáætlun Reykjavíkurborgar kveður á um. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, lagði tillöguna fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður á sjötugsaldri, Vilhjálmur Kristinn Skaftason, var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa veist að konu á heimili sínu og nauðgað henni í ágúst í hitteðfyrra.

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur Íslands staðfestir dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota stúlku þegar hún var tólf og þrettán ára gömul.

Tóku myndir af pyntingum

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á þrítugsaldri sem svipti annan mann frelsi og neyddi hann meðal annars til þess að stela verkfæratösku.

Hreiðar gæti átt 8 ára fangelsi yfir höfði sér

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi veðri hann fundinn sekur um þau brot sem hann er grunaður um. Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Má í dag eftir skýrslutökur.

Enn leitað að Eric

Ferðamaðurinn Erci John Burton er enn ófundinn en hann snéri ekki til baka eftir að hafa farið í hraðbanka í gærkvöldi. Eric er lungnasjúkur og kemst ekki langt án súrefniskúts. Um það bil 80 björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar leita að honum.

Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn af sérstökum saksóknara í hádeginu í dag. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns.

Sérstakur saksóknari handtók Kaupþingsstjórnanda

Sérstakur saksóknari handtók í hádeginu í dag karlmann i tengslum við rannsókn á málefnum Kaupþings. Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvaða einstakling ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er um einn af æðstu stjórnendum gamla bankans að ræða.

Álftnesingar óskuðu eftir sameiningu við Reykjavík

Bæjarstjórnin á Álftanesi hefur farið fram á viðræður við Reykjavík um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Erindi þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Sú beiðni byggir á niðurstöðum almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa Álftaness. Borgarráð frestaði að taka afstöðu til beiðni Álftaness þar til væntanlegar borgarstjórnarkosningar hafi farið fram.

Rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg samþykkt

„Við þurfum að endurheimta traust almennings og því liggur beint við að skipa rannsóknarnefnd. Og þá dugir enginn kattaþvottur,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, en tillaga hans um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd yfir Reykjavík, var samþykkt á Borgarráðsfundi í dag.

Gríðarlega fjölmenn leit að Eric

Um það bil 80 lögreglumenn og björgunarsveitarmenn leita nú að Eric John Burton. Hann ætlaði að fara gangandi í hraðbanka um klukkan níu í gærkvöldi en skilaði sér aldrei til baka.

Segja stjórnarformann gagnavers sitja beggja vegna borðsins

Stjórnarformaður Verne Holdings, Vilhjálmur Þorsteinsson, sem vill reisa gagnaver í Reykjanesbæ, er einnig formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkustefnu. Þetta kemur fram í áliti minnihluta iðnaðarnefndar sem Hreyfingin sendi frá sér en í álitinu segir ennfremur:

Vilja afnema sérréttindi trúfélaga

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að dóms- og mannréttindaráðherra tryggi jafnrétti og jöfn tækifæri lífsskoðunarfélaga, jaft trúarlegra sem veraldlega. Í greinagerð með tillögunni segja þau að slíkum félögum sé mismunað með ýmsum hætti.

Fundu hass og kannabis í Kópavogi

Rúmlega 200 grömm af kannabisi og hassi fundust í húsleit í Kópavogi í gærkvöldi. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem framkvæmdi leitina en þeir fundu einnig meint þýfi. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna málsins.

Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm

Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi.

Vilja að styrkþegar á þingi víki sæti

Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði vilja að þingmenn sem þáðu háa styrki frá einkaaðilum í aðdraganda kosninga til sveitarstjórna árið 2006 og til Alþingis árið 2007 víki sæti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem hljóðar svo:

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stinga fertuga konu

Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga rétt rúmlega fertuga konu í brjóstið. Maðurinn á að hafa veitt konunni áverkana í apríl á síðasta ári. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins í Reykjavík.

Bílþjófar í Kópavogi

Tilkynnt var um bílþjófnað í Kópavogi í nótt. Lögregla hóf eftirgrennslan og komst bíllinn í leitirnar. Fjórir einstaklingar sem voru í og við bílinn þegar lögreglu bar að garði voru handteknir og bíða þeir nú yfirheyrslu.

Á 175 á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á Reykjanesbrautinni um klukkan tíu í gærkvöldi en hann hafði mælst á 175 kílómetra hraða. Þegar hann gaf upp nafn kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót og til að bæta gráu ofan á svart hefur lögreglan hann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Sjá næstu 50 fréttir