Fleiri fréttir

Sumarið er greinilega komið

Landsmenn hafa greinilega fundið fyrir auknum hlýindum síðustu daga eftir langan kuldakafla sem mörgum þótti teygja sig óþarflega langt fram á vorið.

Ríkið verndar þá fjársterku

Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde miðað hámarksvernd innstæðna í bönkum og sparisjóðum við fimm milljónir króna hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu.

Lögmenn minna dómara á hófsemi

Lögmannafélag Íslands hefur sent formanni Dómarafélags Íslands bréf í tilefni af húsleitum sem dómarar hafa heimilað á lögmannsstofum eftir hrun. Afrit af bréfinu var sent dómsmálaráðherra.

Staðreyndir þvælast fyrir

Florence Kennedy er sérfræðingur í samningatækni. Hún segir góð samskipti, upplýsingar og hvatann að baki viðræðum mikilvægasta þátt þeirra. Í öllum viðræðum, þar með talið um Icesave, verði að ríkja traust.

Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast

Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnar­pólitíkinni í gær.

Forgangur Ölfuss er fallinn úr gildi

Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað ósk Ölfuss um að framlengja forgangsrétt verkefna í sveitarfélaginu að orku frá Hverahlíðarvirkjun.

Minna rennsli frá Gígjökli

Sérfræðingar telja að Eyjafjallajökull muni halda áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga. Órói í dag var svipaður og í gærdag.

Seinagangur Ríkissaksóknara

Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands.

Suðurlandsvegur opinn

Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsvegs og störfum lögreglu lokið á vettvangi. Vegfarendur eru beðnir að fara varlega en svarta þoka er á svæðinu.

Barist um orkuna

Sýnt þykir að samningar um kísilver í Þorlákshöfn nást ekki áður en forgangur sveitarfélagsins Ölfuss að orku Hverahlíðarvirkjunar rennur út í lok mánaðarins. Kapphlaup gæti þá hafist milli kísilversins og álversins í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrra til að tryggja sér orkuna.

Vísindaráð sjúkrahússins á Akureyri stofnað

Á ársfundi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í dag, var vísindaráð sjúkrahússins formlega stofnað og skipað í það. Í erindisbréfi vísindaráðs kemur fram að hlutverk þess sé að vera til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu, móta vísindastefnu þess, bæði inn á við og gagnvart öðrum stofnunum, háskólastofnunum og einkafyrirtækjum. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, er formaður ráðsins.

Starfsmenn ráðuneytisins hætti að nota bíla

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.

Þrír hljóta Rannsóknastyrk Bjarna Ben

Þremur styrkjum var úthlutað úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða styrki til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði.

Opið fyrir umferð um Suðurlandsveg í austur

Ekki er útlit fyrir að Suðurlandsvegur um Hellisheiði eða Þrengsli opnist fyrir umferð til borgarinnar næstu 1-2 klukkutíma, að sögn lögreglu. Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg austur frá höfuðborgarsvæðinu og er umferð hleypt um Þrengslaveg.

Flestir nota farsímann undir stýri

Samkvæmt nýrri könnun MMR hafa 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri síðastliðna tólf mánuði. Algengast er að fólk noti farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent.

Tvö umferðaróhöpp með skömmu millibili við Hellisheiðarvirkjun

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi í Svínahrauni við Hellisheiðarvirkjun á fimmta tímanum. Mikil þoka er á svæðinu og ók bifreið aftan á aðra. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en ekki vildi betur til en svo að ekið var aftan á sjúkrabílinn skömmu eftir að hann var kominn á staðinn. Að sögn slökkviliðsins varð enginn fyrir alvarlegum meiðslum.

Bísuðu bensíni í Kópavogi

Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Kópavogi í nótt en þar höfðu þeir stolið bensíni af einum bíl og reynt að gera það sama við annan. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir, sem áður hafa komið við sögu hjá lögreglu, játi sök í málinu og hefur annar þeirra áður gerst sekur um bensínþjófnað.

Facebook nauðgarinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag hinn 22 ára gamla Ívar Anton Jóhansson í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum barnungum stúlkum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á grófu klámefni og auðgunarbrot.

Lélegur skíðavetur að baki

Samtök skíðasvæða á Íslandi hafa nú að loknum vetri gert hann upp og kemur í ljós að færri skelltu sér á skíði þetta árið en árið á undan. Veturinn var misjafn eftir landshlutum en allt í allt fóru 178,548 á skíði í vetur.

Facebook hópur vill Black til starfa á Íslandi

Rúmlega tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem þess er krafist að stjórnvöld ráði Bandaríkjamanninn William K. Black til þess að veita ráðgjöf þegar kemur að því að sækja menn til saka fyrir afbrot í aðdraganda bankahrunsins. Black hefur dvalist hér á landi undanfarna daga og haldið fyrirlestra í Háskóla Íslands.

Eyjafjallajökull: Nýtt kvikuskot í jöklinum

Eyjafjallajökull heldur áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga að því er sérfræðingar segja en ný kvika virðist vera að þrýsta sér upp neðst í kvikurásinni. Á heimasíðu Veðurstofunnar er bent á að aukin jarðskálftavirkni hafi verið undir jöklinum frá því á mánudag. Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp.

Vikulangt gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Reykjanesbæ

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo pilta um tvítugt í vikulangt gæsluvarðhald vegna líkamsárásar í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Annar pilturinn unir úrskurðinum en hinn ákvað að nýta sér frest til að lýsa afstöðu til úrskurðarins.

Umferð dróst verulega saman á fyrstu mánuðum ársins

Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins dróst verulega saman á 16 stöðum á Hringveginum þar sem talið er. Þetta jafngildir um 3,2% minnkun. Þetta er mesti samdráttur í langan tíma. Athygli vekur að fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 stóð umferðin í stað eftir að hafa aukist mjög mikið árin á undan eða um 8-14%. Örlítil aukning varð fyrstu fjóra mánuðina í fyrra.

Kosningar 2010: Utankjörfundur í Laugardalshöll frá og með mánudegi

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, hófst við embætti sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, þann 6. apríl næstkomandi og er opin á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 - 15:30 virka daga. Um helgar er opið frá kl. 12:00 - 14:00.

Flatkökurnar skornar niður í Seðlabankanum

Það er samdráttur í hagkerfi Íslendinga um þessar mundir og ljóst að allar ríkisstofnanir þurfa að bregðast við því. Þetta fengu blaðamenn að reyna þegar þeir voru viðstaddir fund með seðlabankastjóra í dag.

Eyjafjallajökull: Drunurnar heyrast víða um land

Veðurskyrðin sem verið hafa á landinu undanfarna daga og rakinn í loftinu virðast hafa gert það að verkum að drunurnar úr Eyjafjallajökli hafa borist mun víðar en áður. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að fólk hafi haft samband frá Vesturlandi, Suðurlandi og frá Mýrum og sagt frá drununum.

Úthlutað úr sjóði Bjarna Benediktssonar

Úthlutað verður úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar, til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði í Norræna húsinu í dag klukkan fjögur. Björn Bjarnason setur samkomuna og fulltrúar dómnefnda kynna niðurstöður og afhenda styrkina. Þá munu styrkþegar sjóðsins í fyrra, þeir Helgi Áss Grétarsson og Gunnar Þór Bjarnason, flytja ræður. Kaffiveitingar að úthlutun lokinni.

Kjaramálin brenna á slökkviliðsmönnum

Tugir slökkviliðsmanna hafa safnast saman fyrir utan Borgartún 30 þar sem samninganefnd þeirra fundar með viðsemjendum sínum. Þar hafa þeir meðal annars kveikt eld til þess að vekja athygli á málstað sínum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi segir að mönnum í stétt sinni þyki hægt ganga að semja um kaup og kjör en slökkviliðsmenn hafa verið samningslausir síðan í ágúst 2009.

Eyjafjallajökull: Enn sprengivirkni í gosinu

Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli frá því í gær, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofu Íslands í morgun. Gosmökkurinn sást vel í gær en hann var töluvert dekkri en áður. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að ástæðuna mætti rekja til aukinnar sprengivirkni í gosinu. Búast mætti við töluverðu öskufalli næstu daga.

Fundu tæki til að brugga landa

Lögreglan á Selfossi fann tæki til að brugga landa í heimahúsi í Hveragerði í gærkvöld. Einungis var um búnað til bruggunar að ræða en engin landi fannst þar. Tveir menn eru taldir bera ábyrgð á tækjunum og tóku lögreglumenn skýrslu af þeim á vettvangi. Eftir það voru þeir svo frjálsir ferða sinna.

Bótasvikarar gripnir í bólinu á Facebook

„Það er aldrei viðunandi að fólk misnoti velferðarkerfið og sérstaklega ekki á tímum sem þessum,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem herör var skorin upp gegn bótasvindli.

Ekkert persónukjör í kosningunum í vor

Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið.

Kettir hverfa einn af öðrum í Mosfellsbæ

„Ég hef ekki aðra kenningu en þá að það hljóti að vera einhver sem er hreinlega að drepa þessa ketti,“ segir Frímann Lúðvíksson Buch, sem missti fjóra ketti af heimili sínu á aðeins einni viku.

Samkynhneigð pör fái að giftast

Ekkert er því til fyrirstöðu að prestum þjóðkirkjunnar verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband, að mati 82 presta, djákna og guðfræðinga sem skrifa undir grein um ein hjúskaparlög í blaðinu í dag.

Ólíklegt að laun Más hækki

Allt bendir til að tillaga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka.

Skoðað verði hvort viðskipti voru óeðlileg

Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa rætt sín á milli um að komið verði á fót sérstakri rannsóknarnefnd um samskipti lífeyrissjóða og banka.

Sveitarfélögum hefur fækkað um þrjú

Kosið var til 79 sveitarstjórna fyrir fjórum árum en á yfirstandandi kjörtímabili hefur sveitar­félögum fækkað um þrjú. Sameiningar urðu milli Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar, Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps og Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.

Meta áhrifin á menntaverkefni

Ráðherrar iðnaðar, mennta- og fjármála ætla að meta hvaða áhrif afnám iðnaðarmálagjalds hefur á tiltekin menntaverkefni þriggja skóla og hvernig megi standa straum af kostnaði við þau í framtíðinni.

Landgræðslustjóri ræðir við heimamenn

Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi.

Endurskoðun AGS veitti stjórnvöldum skjól

„Þráðurinn á milli er óslitinn, en það eru engin tíðindi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðræður um Icesave. Enn er allt á huldu um hvort og hvenær samningaviðræður verða teknar upp að nýju.

Alls tæp 21 milljón til Haítí

12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haítí en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí.

Vigta gesti og gangandi

„Við erum öll mismunandi vaxin frá náttúrunnar hendi og því er ekki farsælt ef ein tegund líkamsvaxtar þykir fín og önnur ekki. Það leiðir til félagslegrar flokkunar og mismununar sem skapar togstreitu og vanlíðan,“ Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur sem er í forsvari fyrir Megrunarlausa daginn sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Þá gefst gestum og gangandi í Kringlunni og Smáralind kost á að stíga á vigt sem er þó ekki hefðbundin.

Sjá næstu 50 fréttir