Innlent

Fella kaupmálann úr gildi

Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, er oddviti sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, er oddviti sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu.
Hjónin Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, hafa ákveðið að fella kaupmála sem þau gerðu í haust úr gildi. Sigrún greindi frá þessu á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri seinnipartinn í dag en hún er oddviti flokksins í bæjarfélaginu. Þar fór Sigrún yfir þau mál sem hafa verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum undanfarna daga.

Hjónin létu færa allar fasteignir Jóns yfir á Sigrúnu daginn áður en starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit í höfuðstöðvum Byrs í nóvember á síðasta ári.

„Í nóvember síðastliðnum gerðum við hjónin með okkur kaupmála í samræmi við ákvæði hjúpskaparlaga. Kaupmálinn var ekki gerður í þeim tilgangi að skjóta neinum eignum undan. Til að taka af öll tvímæli í þeim efnum höfum við ákveðið að fella hann niður," segir Sigrún í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í kvöld.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri lýsir yfir stuðningi við Sigrúnu og hvetur kjósendur til að fylkja liði um „öflugan framboðslista sem borinn er fram við komandi bæjarstjórnarkosningar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×