Innlent

Ellefu manns fluttir með reykeitrun á slysadeild

Slökkviliðsmaður. Mynd/ Vilhelm.
Slökkviliðsmaður. Mynd/ Vilhelm.
Ellefu manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans með aðkenningu að reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í íbúð í gömlu sambýlishúsi í vesturborginni upp úr miðnætti. Hann kviknaði fyrst í potti á eldavél á neðri hæð hússins og barst þaðan upp í háf.

Húsráðendur höfðu næstum slökkt hann áður en slökkviliðið kom, en þá ver ekki orðið vært í íbúðinni vegna reyks. Allir forðuðu sér þá út, ásamt íbúum á efri hæð, enda hafði mikill reykur borist þangað inn líka, og var fólkið allt flutt til rannsóknar og aðhlynningar.

Engan sakaði alvarlega og sá Rauði krossinn um að koma fólkinu í húsaksjól í nótt, þar sem ekki er líft í húsinu vegna sóts og reykjarlyktar.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×