Innlent

Uppnám á aðalfundi lífeyrissjóðsins Stapa

Uppnám varð á aðalfundi í lífeyrissjóðnum Stapa nú síðdegis þegar andstæðar fylkingar tókust á um hvort segja ætti framkvæmdastjóranum, Kára Arnóri Kárasyni, upp. Anna Einarsdóttir, óbreyttur sjóðsfélagi, vildi að hann yrði látinn taka pokann sinn.

Fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins, Stapi tapaði um 12 milljörðum króna árið 2008 og gleymdi lýsa yfir fjögurra milljarða króna kröfu í þrotabú Straums Burðaráss á síðasta ári.

Aðalfundur félagsins var haldinn í Mývatnssveit nú síðdegis, einn sjóðsfélagi stóð á fætur og spurði hvað skyldi gera þegar skipstjórinn sofnar í brúnni - svaraði því síðan sjálf og vildi fá bókað á fundinum að framkvæmdastjóri Stapa hefði vanrækt starfsskyldur sínar svo alvarlega að stjórninni bæri að segja honum upp störfum. Þá var borinn upp bókum um stuðning við framkvæmdastjórann en sú tillaga var dreginn til baka, að sögn Önnu.

Ekki var tekinn afstaða til bókunar Önnu og framkvæmdastjórinn situr sem fastast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×