„Þetta gengur ekki" 6. maí 2010 19:56 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Brink Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti." Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti."
Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31