„Þetta gengur ekki" 6. maí 2010 19:56 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Brink Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti." Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti."
Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31