Innlent

Launakostnaður vegna nefnda tæpur hálfur milljarður

Launakostaður vegna nefnda og ráða sem störfuðu á vegum ríkisins í fyrra var rúmar 461 milljón króna. Annar kostnaður vegna þeirra var um 428 milljónir. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, sem lagt var fram á Alþingi í dag. Til samanburðar var launakostnaður ríkisins fyrir tveimur árum 502 milljónir.

Í fyrra voru 1042 nefndir og ráð starfandi á vegum ríkisins. Í þeim sátu 2230 karlmenn og 1525 konur, eða 59% karlar og 41% konur. Árið 2008 voru nefndirnar alls 1089. 2135 karlmenn sátu í þeim og 1336 konur. Þá var hlutfallið 62% karlar og 38% konur.

Svar forsætisráðherra er hægt að sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×