Innlent

Gandi kominn til Eyja

Við komuna til Vestmanneyja í kvöld. Gandi VE er 57 metra langur og 13 metra breiður. Í skipinu er rúm fyrir 45 manns í áhöfn.
Við komuna til Vestmanneyja í kvöld. Gandi VE er 57 metra langur og 13 metra breiður. Í skipinu er rúm fyrir 45 manns í áhöfn. Mynd/Gísli Óskarsson
Gandi VE 171 sigldi í fyrsta sinn til hafnar í Vestmannaeyjum undir merkjum Vinnslustöðvarinnar h.f. á tíunda tímanum í kvöld. Skipið er hvortveggja í senn uppsjávar- og bolfisksskip. Markmiðið með kaupum Vinnslustöðvarinnar á þessu skipi er fyrst og fremst að auka fjölbreytni hjá fyrirtækinu í veiðum og vinnslu sjávarafla.

Gandi hét áður Rex HF 24 og var í eigu Sjávarblóms í Hafnarfirði. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum og lagfæringum á skipinu þannig að hægt verði að vinna og frysta aflann um borð. Í því efni er einkum horft til vinnslu á síld og makríl og er frystigeta skipsins um 95 tonn á sólarhring. Hægt er að nota skipið sem ísfiskstogara ef svo ber undir og yrði skipið þá gert út á bolfisk eins og þorsk og karfa til dæmis.

Gandi VE er 57 metra langur og 13 metra breiður. Aðalvélin er 1300 hestöfl. Í skipinu er rúm fyrir 45 manns í áhöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×