Fleiri fréttir Iceland Express til Kaupmannahafnar Stefnt er að því, að vél Iceland Express til Kaupmannahafnar fari í loftið klukkan 21:30 í kvöld. Flugvallaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa lýst því yfir, að völlurinn verði opnaður flugumferð seint í kvöld, enda eru nýjustu verðurspár á flugleiðinni hagstæðar. 20.4.2010 13:52 Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20.4.2010 13:36 Engar hreyfingar í Kötlu Engar hreyfingar tengdar Kötlu mælast á stöðvum vestan og austan Mýrdalsjökuls samkvæmt tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 20.4.2010 12:34 Davíð og Halldór réðu ferðinni við bankasöluna Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson réðu einir ferðinni þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Þetta segir Steingrímur Ari Arason sem þá sat í einkavæðinganefnd. Hann segir að reglum hafi verið vikið til hliðar og flokkshagsmunir settir í öndvegi. 20.4.2010 12:07 Fiskútflytjandi segist tapa fimm milljónum á dag vegna flugbanns Fiskútflytjandi í Sandgerði segir fyrirtæki sitt tapa fimm milljónum á dag vegna flugbanns í Evrópu. Skortur á ferskvöru hefur víða látið á sér kræla í Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli. 20.4.2010 12:05 Röskun flugs Icelandair hefur áhrif á 20 þúsund farþega Icelandair mun í dag fljúga fimm flug til fjögurra Evrópuborga og tvö flug til Bandaríkjanna. Frá því eldgosið í Eyjafjallajökli lokaði flugumferð til og frá fjölmörgum Evrópulöndum fimmtudaginn 15. apríl hafa orðið miklar truflanir á flugi félagsins, þrátt fyrir að Keflavíkurflugvöllur hafi verið opinn allan tímann. 20.4.2010 11:34 Íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum í dag Í dag verða íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum með yfirvöldum og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum. 20.4.2010 11:12 Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoðina Lögreglan á Hvolsvelli hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan gosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Nú undanfarið hefur verið gríðarlegur viðbúnaður vegna gossins í Eyjafjallajökli. 20.4.2010 11:10 Fangelsi fyrir innflutning á kókaíni og kannabisræktun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir meðal annars innflutning á 110 grömmum af kókaíni. Einnig var hann dæmdur fyrir kannabisræktun og umferðarlagabrot. 20.4.2010 11:06 Maður sem innbyrti stíflueyði enn þungt haldinn á gjörgæslu Karlmaður um fertugt sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina er ennþá haldið sofandi og er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans að sögn vakthafandi læknis. 20.4.2010 10:53 Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20.4.2010 10:35 Óvenju margir með Norrænu Ferjan Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar um níu leytið með nokkuð á sjötta hundruð farþega, sem er meira en venjulega á þessum árstíma. Á sjöunda hundrað fara með ferjunni út klukkan átta annað kvöld og fullbókað er með henni frá Færeyjum til Danmerkur. 20.4.2010 09:32 Íslendingum hefur fjölgað um 400 í ár Í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 bjuggu 317.900 manns á Íslandi, 159.900 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 400 frá árslokum 2009 þegar þeir voru 317.500. Erlendir ríkisborgarar voru 21.600 í lok ársfjórðungsins. Á höfuðborgarsvæðinu einu bjuggu 201.200 manns. 20.4.2010 09:19 Laus sæti með SAS til Osló eftir þrjá tíma Farþegaþota frá SAS er nú á leið til landsins með farþega frá Osló. Vélin heldur til baka eftir um það bil þrjá klukkutíma. Um 100 sæti eru laus í vélinni fyrir þá sem þurfa að komast til Noregs. 20.4.2010 09:08 Opnað á milli Markarfljóts og Skóga Þjóðvegurinn á milli Markarfljóts og Skóga var opnaður í gærkvöldi, en hann hefur verið lokaður síðan gosið hófst í Eyjafjallajökli og vegurinn var rofinn við Markarfljótsbrú. 20.4.2010 08:04 Stefnt að flugi í dag - aflýst til London Icelandair hefur tilkynnt að tveimur áætluðum flugum félagsins til London í dag, 20. apríl, hefur verið aflýst. 20.4.2010 07:59 Sæfari fékk á sig brotsjó Engan sakaði þegar Grímseyjarferjan Sæfari fékk á sig brotsjó með þeim afleilðingum að rúður brotunuðu í gluggum og sjór komst inn í skipið, þegar það var á leið til Grímseyjar í gær. 20.4.2010 07:41 Öskufallið dreifist umhverfis jökulinn Búist er við að öskufall úr Eyjafjallajökli dreifist umhverfis jökulinn í dag, en ekki aðeins til suðurs og suðausturs, eins og verið hefur. Nú er réttur mánuður síðan gos hófst í Fimmvörðuhálsi, sem flutti sig svo í Eyjafjallajökulinn. 20.4.2010 07:36 „Verðum að bíta í það súra epli“ Fersk jarðarber, kryddjurtir og viðkvæmar káltegundir með stuttan líftíma mun skorta hér á landi til skamms tíma vegna röskunar á millilandaflugi til meginlands Evrópu. Ávextir og grænmeti með lengri líftíma eru yfirleitt flutt hingað sjóleiðina. 20.4.2010 07:00 Hrafn fer fram á stærri lóð Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segir að lausn kunni að vera í sjónmáli í deilu hans og borgaryfirvalda. 20.4.2010 06:00 Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20.4.2010 05:00 Koma í veg fyrir að spennufíklar stelist inn á lokuð svæði Lögreglan á Hvolsvelli hefur gríðarlegt eftirlit með Suðurlandsvegi undir fjöllunum til þess að koma í veg fyrir að óheiðarlegir spennufíklar stelist inn á lokuð svæði. 19.4.2010 22:54 Aðsóknarmet á Vísi Aldrei hafa fleiri skoðað Vísi en í síðustu viku. Notendur fóru upp í tæp 407 þúsund samkvæmt vef Samræmdrar vefmælingar og fjölgaði þeim um 47% miðað við fyrri viku. Hver notandi er aðeins talinn einu sinni. 19.4.2010 23:20 Reykjavíkurborg virkjar varúðaráætlanir vegna gossins Reykjavíkurborg hefur í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við ákvarðanir Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, jafnvel þó að hverfandi líkur séu á að öskufall verði á höfuðborgarsvæðinu að mati Veðurstofu Íslands. Er það gert til að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning í ljósi eldgossins í Eyjafjallajökli. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum og vatnsbólum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. 19.4.2010 19:39 Icelandair breytir flugi á morgun Icelandair hefur tilkynnt um breytingu á flugi félagsins á morgun. Áætluðu flugi síðdegis til Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. Sérstöku aukaflugi til Stokkhólms hefur verið seinkað frá kl 08.00 til kl. 11.00. Áætlunarflug til Stokkhólms í fyrramálið er hinsvegar óbreytt. 19.4.2010 20:21 Enn haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði Karlmanni um fertugt, sem innbyrti stíflueyði um helgina, er enn haldið sofandi i öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þungt haldinn, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar. 19.4.2010 17:49 Deilt um Landsdóm Vafi leikur á hvort Landsdómur standist Mannréttindarsáttmála Evrópu þar sem ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins. 19.4.2010 19:24 Iceland Express stefnir að flugi í fyrramálið Iceland Express stefnir að flugi til Bretlands og Skandinavíu í fyrramálið klukkan 9:00. Þá verður athugað með flug til Berlínar, Alicante og Tenerife á morgun. 19.4.2010 19:14 Þjóðvegurinn opnaður aftur milli Markarfljóts og Skóga Lögreglan á Hvolsvelli hefur ákveðið að hleypa þeim, sem eiga brýnt erindi, áfram veginn milli Markarfljóts og Skóga fram til klukkan 10 í kvöld. Tekið skal fram að skyggni er slæmt undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi og þar er nú mjög hvasst. 19.4.2010 19:10 Enn talsvert gos í Eyjafjallajökli Talsvert gos er enn í gangi í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir. 19.4.2010 17:58 Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld mánudag 19. apríl kl. 20:30 um almannaverndarmál. Á fundinn koma jarðvísindamaður, veðurfræðingur og fleiri sérfræðingar sem að málum koma vegna náttúruhamfaranna. 19.4.2010 17:07 Enn lýst eftir Emiliönu Lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýsa enn eftir Emilíönu Andrésardóttur, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum þann 15. apríl síðastliðinn. Síðast sást til hennar í Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur. Emilíana er fædd árið 1996. Hún er dökkhærð, um 160 sentimetrar á hæð og grannvaxin. 19.4.2010 17:03 Eiturmálið: Húsráðandi úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna rannsóknar á því hvernig annar maður innbyrti stíflueyði um helgina. 19.4.2010 16:41 Eldgosið stórskaðar blómaframleiðslu í Kenía Eldgosið í Eyjafjallajökli er að stórskaða blómaframleiðslu í Kenía. Blómaframleiðendur þar í landi tapa þremur milljónum dollara á dag vegna öskufallsins en öll flugumferð liggur niðri vegna gossins og því geta blómaframleiðendur ekki flutt framleiðslu sína til Evrópu. 19.4.2010 16:28 Rauði krossinn veitir áfallahjálp á gossvæðinu Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning. 19.4.2010 15:58 Starfshópur skipaður um breytingar á skattakerfinu Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu. 19.4.2010 15:50 Leiðbeiningar vegna stórra loftræstikerfa og öskufalls Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna öskufalls við hús sem eru með stór loftræstikerfi. Þar segir að best sé að ræða við þann sem hannaði kerfið til að fá leiðbeiningar um hvað eigi að gera til að búa það sem best undir öskufall. 19.4.2010 15:48 Gæsluvarðhalds krafist yfir manni vegna eitrunarmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds yfir húsráðandanum vegna gruns um að hafa átt þátt í því að maður innbyrti stíflueyði af gerðinni Grettir sterki. 19.4.2010 15:32 Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flýtt verulega Fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins er lokið en þar var tillaga formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, samþykkt einróma, en hún kveður á um að flýta landsfundinum. 19.4.2010 15:30 Sjónrænt eldgos Þrátt fyrir að eldgosið hafi gert Evrópubúum lífið leitt þá hefur sjaldan verið jafn mikið fjör hjá ljósmyndurum hér á landi. 19.4.2010 15:14 Mikið um þjófnaði á Akranesi 6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 19.4.2010 15:11 Ungir karlmenn andvígir lögum um bann við nektardansi Ungir karlmenn undir þrítugt eru andvígir lögum um bann við nektardansi samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á dögunum. Alls voru 70 prósent svarenda í þeim hópi andvígir lögunum. 19.4.2010 15:05 Lögreglan leitar að vitnum vegna eiturmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum sem voru stödd í heimahúsi í Hlíðunum þar sem karlmaður innbyrti stíflueyði. 19.4.2010 14:47 Icelandair flýgur til Bretlands og Norðurlanda á morgun Icelandair mun fljúga samkvæmt áætlun á í fyrramálið, þriðjudagsmorgun 20. apríl, til Stokkhólms og Osló. 19.4.2010 14:42 Á annan tug erlendra farþega- og flutningavéla fastar hér á landi Á annan tug erlendra farþega- og flutningaflugvéla eru nú á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli og bíða átekta að komast til áfangastaða sinna í Evrópu samkvæmt fréttavef Víkurfrétta (vf.is). 19.4.2010 14:21 Sjá næstu 50 fréttir
Iceland Express til Kaupmannahafnar Stefnt er að því, að vél Iceland Express til Kaupmannahafnar fari í loftið klukkan 21:30 í kvöld. Flugvallaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa lýst því yfir, að völlurinn verði opnaður flugumferð seint í kvöld, enda eru nýjustu verðurspár á flugleiðinni hagstæðar. 20.4.2010 13:52
Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. 20.4.2010 13:36
Engar hreyfingar í Kötlu Engar hreyfingar tengdar Kötlu mælast á stöðvum vestan og austan Mýrdalsjökuls samkvæmt tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 20.4.2010 12:34
Davíð og Halldór réðu ferðinni við bankasöluna Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson réðu einir ferðinni þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Þetta segir Steingrímur Ari Arason sem þá sat í einkavæðinganefnd. Hann segir að reglum hafi verið vikið til hliðar og flokkshagsmunir settir í öndvegi. 20.4.2010 12:07
Fiskútflytjandi segist tapa fimm milljónum á dag vegna flugbanns Fiskútflytjandi í Sandgerði segir fyrirtæki sitt tapa fimm milljónum á dag vegna flugbanns í Evrópu. Skortur á ferskvöru hefur víða látið á sér kræla í Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli. 20.4.2010 12:05
Röskun flugs Icelandair hefur áhrif á 20 þúsund farþega Icelandair mun í dag fljúga fimm flug til fjögurra Evrópuborga og tvö flug til Bandaríkjanna. Frá því eldgosið í Eyjafjallajökli lokaði flugumferð til og frá fjölmörgum Evrópulöndum fimmtudaginn 15. apríl hafa orðið miklar truflanir á flugi félagsins, þrátt fyrir að Keflavíkurflugvöllur hafi verið opinn allan tímann. 20.4.2010 11:34
Íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum í dag Í dag verða íbúafundir haldnir á Laugalandi og í Vestmannaeyjum með yfirvöldum og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum. 20.4.2010 11:12
Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoðina Lögreglan á Hvolsvelli hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan gosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Nú undanfarið hefur verið gríðarlegur viðbúnaður vegna gossins í Eyjafjallajökli. 20.4.2010 11:10
Fangelsi fyrir innflutning á kókaíni og kannabisræktun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir meðal annars innflutning á 110 grömmum af kókaíni. Einnig var hann dæmdur fyrir kannabisræktun og umferðarlagabrot. 20.4.2010 11:06
Maður sem innbyrti stíflueyði enn þungt haldinn á gjörgæslu Karlmaður um fertugt sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina er ennþá haldið sofandi og er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans að sögn vakthafandi læknis. 20.4.2010 10:53
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20.4.2010 10:35
Óvenju margir með Norrænu Ferjan Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar um níu leytið með nokkuð á sjötta hundruð farþega, sem er meira en venjulega á þessum árstíma. Á sjöunda hundrað fara með ferjunni út klukkan átta annað kvöld og fullbókað er með henni frá Færeyjum til Danmerkur. 20.4.2010 09:32
Íslendingum hefur fjölgað um 400 í ár Í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 bjuggu 317.900 manns á Íslandi, 159.900 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 400 frá árslokum 2009 þegar þeir voru 317.500. Erlendir ríkisborgarar voru 21.600 í lok ársfjórðungsins. Á höfuðborgarsvæðinu einu bjuggu 201.200 manns. 20.4.2010 09:19
Laus sæti með SAS til Osló eftir þrjá tíma Farþegaþota frá SAS er nú á leið til landsins með farþega frá Osló. Vélin heldur til baka eftir um það bil þrjá klukkutíma. Um 100 sæti eru laus í vélinni fyrir þá sem þurfa að komast til Noregs. 20.4.2010 09:08
Opnað á milli Markarfljóts og Skóga Þjóðvegurinn á milli Markarfljóts og Skóga var opnaður í gærkvöldi, en hann hefur verið lokaður síðan gosið hófst í Eyjafjallajökli og vegurinn var rofinn við Markarfljótsbrú. 20.4.2010 08:04
Stefnt að flugi í dag - aflýst til London Icelandair hefur tilkynnt að tveimur áætluðum flugum félagsins til London í dag, 20. apríl, hefur verið aflýst. 20.4.2010 07:59
Sæfari fékk á sig brotsjó Engan sakaði þegar Grímseyjarferjan Sæfari fékk á sig brotsjó með þeim afleilðingum að rúður brotunuðu í gluggum og sjór komst inn í skipið, þegar það var á leið til Grímseyjar í gær. 20.4.2010 07:41
Öskufallið dreifist umhverfis jökulinn Búist er við að öskufall úr Eyjafjallajökli dreifist umhverfis jökulinn í dag, en ekki aðeins til suðurs og suðausturs, eins og verið hefur. Nú er réttur mánuður síðan gos hófst í Fimmvörðuhálsi, sem flutti sig svo í Eyjafjallajökulinn. 20.4.2010 07:36
„Verðum að bíta í það súra epli“ Fersk jarðarber, kryddjurtir og viðkvæmar káltegundir með stuttan líftíma mun skorta hér á landi til skamms tíma vegna röskunar á millilandaflugi til meginlands Evrópu. Ávextir og grænmeti með lengri líftíma eru yfirleitt flutt hingað sjóleiðina. 20.4.2010 07:00
Hrafn fer fram á stærri lóð Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segir að lausn kunni að vera í sjónmáli í deilu hans og borgaryfirvalda. 20.4.2010 06:00
Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20.4.2010 05:00
Koma í veg fyrir að spennufíklar stelist inn á lokuð svæði Lögreglan á Hvolsvelli hefur gríðarlegt eftirlit með Suðurlandsvegi undir fjöllunum til þess að koma í veg fyrir að óheiðarlegir spennufíklar stelist inn á lokuð svæði. 19.4.2010 22:54
Aðsóknarmet á Vísi Aldrei hafa fleiri skoðað Vísi en í síðustu viku. Notendur fóru upp í tæp 407 þúsund samkvæmt vef Samræmdrar vefmælingar og fjölgaði þeim um 47% miðað við fyrri viku. Hver notandi er aðeins talinn einu sinni. 19.4.2010 23:20
Reykjavíkurborg virkjar varúðaráætlanir vegna gossins Reykjavíkurborg hefur í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við ákvarðanir Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, jafnvel þó að hverfandi líkur séu á að öskufall verði á höfuðborgarsvæðinu að mati Veðurstofu Íslands. Er það gert til að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning í ljósi eldgossins í Eyjafjallajökli. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum og vatnsbólum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. 19.4.2010 19:39
Icelandair breytir flugi á morgun Icelandair hefur tilkynnt um breytingu á flugi félagsins á morgun. Áætluðu flugi síðdegis til Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. Sérstöku aukaflugi til Stokkhólms hefur verið seinkað frá kl 08.00 til kl. 11.00. Áætlunarflug til Stokkhólms í fyrramálið er hinsvegar óbreytt. 19.4.2010 20:21
Enn haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði Karlmanni um fertugt, sem innbyrti stíflueyði um helgina, er enn haldið sofandi i öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þungt haldinn, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar. 19.4.2010 17:49
Deilt um Landsdóm Vafi leikur á hvort Landsdómur standist Mannréttindarsáttmála Evrópu þar sem ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins. 19.4.2010 19:24
Iceland Express stefnir að flugi í fyrramálið Iceland Express stefnir að flugi til Bretlands og Skandinavíu í fyrramálið klukkan 9:00. Þá verður athugað með flug til Berlínar, Alicante og Tenerife á morgun. 19.4.2010 19:14
Þjóðvegurinn opnaður aftur milli Markarfljóts og Skóga Lögreglan á Hvolsvelli hefur ákveðið að hleypa þeim, sem eiga brýnt erindi, áfram veginn milli Markarfljóts og Skóga fram til klukkan 10 í kvöld. Tekið skal fram að skyggni er slæmt undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi og þar er nú mjög hvasst. 19.4.2010 19:10
Enn talsvert gos í Eyjafjallajökli Talsvert gos er enn í gangi í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir. 19.4.2010 17:58
Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld mánudag 19. apríl kl. 20:30 um almannaverndarmál. Á fundinn koma jarðvísindamaður, veðurfræðingur og fleiri sérfræðingar sem að málum koma vegna náttúruhamfaranna. 19.4.2010 17:07
Enn lýst eftir Emiliönu Lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýsa enn eftir Emilíönu Andrésardóttur, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum þann 15. apríl síðastliðinn. Síðast sást til hennar í Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur. Emilíana er fædd árið 1996. Hún er dökkhærð, um 160 sentimetrar á hæð og grannvaxin. 19.4.2010 17:03
Eiturmálið: Húsráðandi úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna rannsóknar á því hvernig annar maður innbyrti stíflueyði um helgina. 19.4.2010 16:41
Eldgosið stórskaðar blómaframleiðslu í Kenía Eldgosið í Eyjafjallajökli er að stórskaða blómaframleiðslu í Kenía. Blómaframleiðendur þar í landi tapa þremur milljónum dollara á dag vegna öskufallsins en öll flugumferð liggur niðri vegna gossins og því geta blómaframleiðendur ekki flutt framleiðslu sína til Evrópu. 19.4.2010 16:28
Rauði krossinn veitir áfallahjálp á gossvæðinu Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning. 19.4.2010 15:58
Starfshópur skipaður um breytingar á skattakerfinu Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu. 19.4.2010 15:50
Leiðbeiningar vegna stórra loftræstikerfa og öskufalls Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna öskufalls við hús sem eru með stór loftræstikerfi. Þar segir að best sé að ræða við þann sem hannaði kerfið til að fá leiðbeiningar um hvað eigi að gera til að búa það sem best undir öskufall. 19.4.2010 15:48
Gæsluvarðhalds krafist yfir manni vegna eitrunarmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds yfir húsráðandanum vegna gruns um að hafa átt þátt í því að maður innbyrti stíflueyði af gerðinni Grettir sterki. 19.4.2010 15:32
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flýtt verulega Fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins er lokið en þar var tillaga formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, samþykkt einróma, en hún kveður á um að flýta landsfundinum. 19.4.2010 15:30
Sjónrænt eldgos Þrátt fyrir að eldgosið hafi gert Evrópubúum lífið leitt þá hefur sjaldan verið jafn mikið fjör hjá ljósmyndurum hér á landi. 19.4.2010 15:14
Mikið um þjófnaði á Akranesi 6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 19.4.2010 15:11
Ungir karlmenn andvígir lögum um bann við nektardansi Ungir karlmenn undir þrítugt eru andvígir lögum um bann við nektardansi samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á dögunum. Alls voru 70 prósent svarenda í þeim hópi andvígir lögunum. 19.4.2010 15:05
Lögreglan leitar að vitnum vegna eiturmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum sem voru stödd í heimahúsi í Hlíðunum þar sem karlmaður innbyrti stíflueyði. 19.4.2010 14:47
Icelandair flýgur til Bretlands og Norðurlanda á morgun Icelandair mun fljúga samkvæmt áætlun á í fyrramálið, þriðjudagsmorgun 20. apríl, til Stokkhólms og Osló. 19.4.2010 14:42
Á annan tug erlendra farþega- og flutningavéla fastar hér á landi Á annan tug erlendra farþega- og flutningaflugvéla eru nú á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli og bíða átekta að komast til áfangastaða sinna í Evrópu samkvæmt fréttavef Víkurfrétta (vf.is). 19.4.2010 14:21