Fleiri fréttir

Þrjár líkamsárásir í miðborginni í nótt

Lögreglan fékk tilkynningar um þrjár líkamsárásir við skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þær voru allar minniháttar að sögn lögreglu. Enginn slasaðist alvarlega og enginn var handtekinn vegna þeirra. Lögreglan segir að það hafi verið smá erill í kringum skemmtistaðina í nótt en ekkert mikið miðað við það sem gerist um aðrar helgar.

Keppt um bestu gosmyndina á Facebook

Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni á Facebook þar sem keppt er um flottustu ljósmyndina sem tengist eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt og verðlaunin eru ekki af verri endanum því í boði fyrir bestu myndina er þyrluflug á gosstöðvarnar í boði Norðurflugs, að því er aðstandendur síðunnar segja.

Magnaðar myndir af gosstöðvunum og næsta nágrenni

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á gosslóðum um páskahelgina og tók hann þessar mögnuðu myndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi og nánasta umhverfi. Forsíðumynd fréttarinnar er tekin í Langadal og sýnir Skagfjörðsskála í gosbjarma.

Kveikt í sinu á Suðurlandi

Kveikt var í sinu nálægt Þykkvabænum í dag og vakti bruninn nokkra athygli vegfarenda enda margir á ferðinni á leið að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er óljóst hvernig kviknaði í sinunni en eldinum var leyft að brenna út. Ekki hafði verið fengið leyfi fyrir brunanum og er málið í rannsókn.

Fjör á „Aldrei fór ég suður“

Gestum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði fjölgaði nokkuð í gær og alls voru rúmlega tvö þúsund gestir mættir. En það voru ekki aðeins tónlistaráhugamenn á Ísafirði því gestir Skíðavikunnar nutu veðurblíðunnar á Ísafirði.

Ómar ósáttur við lokun Reykjavíkurflugvallar

Reykjavíkurflugvöllur er lokaður í dag í sparnaðarskyni, en þrjá flugumferðarstjóra þarf í flugturninn til að halda uppi flugstjórnarþjónustu. Ómar Ragnarsson þurfti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ af þeim sökum, en hann er óhress með lokunina og segir að ekki kosti krónu að leyfa áhugaflugmönnum að lenda sjálfum.

Umferð þyngist í átt að gosstöðvunum

Þung umferð bíla er nú á Suðurlandsvegi í nágrenni gosstöðvanna og hefur hún aukist mjög síðustu klukkustundir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli.

Fjórir skotnir í Los Angeles

Fjórir voru skotnir til bana á veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Þrír létust samstundis og sá fjórði lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tveir aðrir liggja særðir á spítala og er annar þeirra sagður í lífshættu. Hinn grunaði, hvítur karlmaður á fertugsaldri flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar en heimildir SKY fréttastofunnar herma að um uppgjör hafi verið að ræða á milli glæpagengja frá Armeníu.

Villuljós á Breiðfirði aðfararnótt laugardags

Varðskipið Týr fór aðfararnótt laugardagsins í leit á Breiðafirði því Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey. Engir bátar áttu að vera á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar og enginn bátur svaraði þegar kallað var eftir.

Biskup: Tími uppgjörs og reikningsskila stendur yfir

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í páskadagsprédikun í Dómkirkjunni í morgun að enn og aftur fengju menn að heyra ljótar sögur af framferði, viðhorfum og aðstæðum sem veltu öllu um koll á Íslandi.

Líkamsárás á Ísafirði: Einn í haldi en öðrum sleppt

Ástand manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ísafirði aðfararnótt skírdags er stöðugt og er maðurinn úr lífshættu. Maðurinn var stunginn var í andlitið í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfararnótt skírdags, en hann var gestkomandi og hugðist sækja tónlistarhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður í bænum.

Minnt á lokanir vegna hættu frá gosinu

Almannavarnir minna á að gefnu tilefni að svæði í eins kílómetra radíus frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi er lokað allri umferð vegna þeirrar hættu sem stafar af gosinu. „Þessi lokun felur í sér að óheimilt er að fara um Heljarkamb og upp á Bröttufönn. Þá er svæði sem er innan fimm kílómetra frá gosstöðvunum skilgreint sem hættusvæði,“ segir í tilkynningu.

Búið að opna á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur

Búið er að opna veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en hann var ófær í morgun. Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir og víðast á Vesturlandi fyrir utan hálkubletti á Bröttubrekku.

Reykjavíkurflugvelli lokað í sparnaðarskyni

Reykjavíkurflugvöllur er lokaður og allt flug til og frá vellinum er bannað í dag og er þetta gert í sparnaðarskyni. Flugvöllurinn verður þó opnaður í neyðartilvikum.

Vatnavextir í Hvanná

Nú síðasta klukkutímann hefur vaxið nokkuð í Hvanná og er hún nú mórauð að sjá að sögn Samhæfingarstöðvar.

Villtust á Fimmvörðuhálsi

Þrír piltar, sem voru rammvilltir á Fimmvörðuhálsi í nótt, fundust laust fyrir klukkan fimm í morgun í 900 metra hæð og utan hefðbundinnar gönguslóðar. Piltarnir eru fæddir árið 1988 og voru illa búnir þegar björgunarsveitir fundu þá og komu þeim til byggða en þeir höfðu sjálfir óskað eftir aðstoð.

Vélsleðamenn óku fram af hengju

Tveir vélsleðamenn óku fram af hengju rétt við Drangajökul um klukkan eitt í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík kom þeim til aðstoðar og flutti þá á heilsugæslu bæjarins. Annar þeirra slasaðist á andliti og á handlegg en áverkarnir eru ekki alvarlegir að sögn lögreglu. Sleðarnir eru hin vegar mikið skemmdir.

Kippur í gosinu í nótt

Gosórói á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi var með mesta móti í gærkvöldi og í nótt, en hefur hins vegar dvínað á ný með morgninum, að sögn Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings í Stykkishólmi.

Opið á Sigló og á Króknum - búið að opna Hlíðarfjall

Skíðasvæði landsins utan höfuðborgarsvæðisins eru mörg hver opin um páskana. Skíðasvæðið í Tindastól á Sauðárkróki verður opið frá 10 til 16 í dag þar er NV 4m/sek og fjögurra gráðu frost. Nokkuð snjófjúk er þar sem stendur mikið hefur snjóað þar síðustu daga og því mjög gott færi.

Dyngja í líkingu við Skjaldbreið gæti hlaðist upp

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi verður annaðhvort lítið og stutt hraungos eða þá dyngjugos, sem stendur árum saman og hleður upp myndarlegri dyngju í líkingu við Skjaldbreið. Þetta er mat Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings.

Stór sprunga hefur myndast við útsýnissvæðin

Fyrir þá sem hyggja á ferð á Fimmvörðuháls þá er rétt að hafa í huga að í nótt og dag hafa orðið nokkrar breytingar á svæðinu við eldstöðina. Að sögn Almannavarna hefur hraunið breytt úr sér á stærra svæði, þar sem útsýnissvæðin eru, og hefur það brætt mikið af snjó og ís.

Lottó: Potturinn fjórfaldur næst

Enginn var með allar tölu réttar í Lottóinu og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Fimm heppnir spilarar voru hinsvegr með fjóra rétta og fá þeir 100 þúsund krónur hver í sinn hlut.

Engir fundir fyrirhugaðir í læknadeilu

Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli stjórnar Landspítalans og læknanna og enginn úr þeirra röðum vill tjá sig um málið.

Ófært á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar

Ófært er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna veðurs og snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að beðið verði með mokstur til morguns.

Allt með kyrrum kjörum á gosstöðvunum

Umferð í kringum gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi hefur verið með rólegra móti í dag, miðað við undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og björgunarsveitum í Rangárþingi, og hafa engin óhöpp komið upp.

Tjá sig ekki um mál Steingríms Ara

Heilbrigðisráðuneytið og Álfheiður Ingadóttir ráðherra ætla ekki að tjá sig um mál Steingríms Ara Arasona forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, en Steingrímur skýrði frá því fyrr í dag að ráðherra ætli að áminna hann. „Heilbrigðisráðuneytið mun ekki tjá sig frekar um samskipti við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í þessu máli á vettvangi fjölmiðla,“ segir í tilkynningu. Þá er bent á að Steingrímur hafi lögformlegan andmælarétt til 13. apríl næstkomandi og er málið nú í þeim farvegi.

Ráðherra áminnir forstjóra Sjúkratrygginga

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur í hyggju að áminna Steingrím Ara Arason forstjóra Sjúkratrygginga Íslands fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisisins. Forsaga málsins er sú að Steingrímur leitaði til ríkisendurskoðanda í kjölfar þess að ráðherra setti reglugerð um þáttöku sjúkratrygginga í tannlækninga- og tannréttingakostnaði.

Guðni á Klörubar: Vill öldungadeild á Alþingi

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leggur til ad stofnuð verdi sérstök öldungadeild fyrrverandi alþingismanna. Þetta kom fram í ræðu sem Guðni hélt á Klörubar á Gran Canaria í morgun.

Flugslys: Allir útskrifaðir af gjörgæslu

Þriðji farþegi flugvélarinnar sem brotlenti við Flúðir á skírdag útskrifast af gjörgæsludeild í dag. Líðan þeirra allra er stöðug. Flugmennirnir tveir í litlu Cessna vélinni sem brotlenti í syðra Langholti skammt frá Flúðum í fyrradag hryggbrotnuðu báðir en virðast hafa sloppið við mænuskaða, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Öryggi sjúklinga tryggt þrátt fyrir læknadeilu

Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Þreifingar eru þó í gangi en hvorki stjórnendur spítalans né talsmenn félags almennra lækna vilja tjá sig um málið.

Vanbúnum verður snúið frá

Í dag verður vakt við gönguleiðina upp frá Skógum. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þeim sem eru vanbúnir verði snúið þar frá.

Svipaður gangur á gosinu

Gangurinn í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi virðist lítið hafa breyst undan farinn sólarhring að mati Almannavarna.

Frábært skíðafæri víðast hvar

Skíðasvæðin á Norður- og Austurlandi eru flest opin í dag og færi gott. Í Hlíðarfjalli á Akureyri opnaði klukkan níu og verður opið til klukkan fimm. Þar er um fjögurra gráða frost, 2 til 3 metrar á sekúndu og snjókoma.

Icesave: Gætu fallið frá einhliða skilmálum

Bretar og Hollendingar hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að falla frá þeim einhliða skilmálum sem þeir settu Íslendingum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áframhaldandi viðræðum um lausn Icesave-deilunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gestir á rokkhátíð til fyrirmyndar

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hófst í gær en hátíðin hefur stækkað með hverju árinu. Einn var handtekinn í nótt fyrir vestan vegna gruns um ölvunarakstur en annars voru gestir hátíðarinnar til fyrirmyndar, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

Harður árekstur á Breiðholtsbraut í gærkvöldi

Harður árekstur varð á Breiðholtsbraut í gærkvöldi þegar tveir bílar, jeppi og fólksbíll, skullu harkalega saman á gatnamótum. Fjórir voru í jeppanum og einn í fólksbílnum. Fjórir voru fluttir á slysadeild en meiðsl fólksins eru ekki alvarleg.

Fimmhundruð hjálpað af Fimmvörðuhálsi

Yfir í fimmhundruð manns var hjálpað niður af Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi og í nótt eftir að óveður brast á við gosstöðvarnar. Leiðinni um Mýrdalsjökul frá Sólheimum var lokað þegar veðrið versnaði og var þá ákveðið að nýta vegarslóðann niður Skógaheiði til að koma fólki og jeppum af Fimmvörðuhálsi. Þannig fóru um 140 jeppar þá leið niður.

Vegfarendur aðstoðaðir í Víkurskarði

Mikil ofankoma hefur verið á Eyjafjarðarsvæðinu frá því í gærkvöld og uppúr miðnætti óskuðu vegfarendur á Víkurskarði aðstoðar vegna ófærðar og óveðurs.

Ótrúlegt líf á Fimmvörðuhálsi - myndir

Það líf sem kviknað hefur á gosstöðvunum hefur laðað mikið mannfjölda að svæðinu, eins og margoft hefur verið greint frá í fréttum. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir í gær, á föstudaginn langa.

Endurskoðun AGS strandar á pólitík

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hissa á orðum Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), um að tryggja þurfi meirihlutastuðning í stjórn sjóðsins áður en verði af endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Hann sé frekar hissa á að Strauss-Kahn hafi sagt þetta opinberlega.

Vinnur með Gylfa og Megasi

„Ég gæti trúað að þetta verði sérstakt, að hlusta á gömlu sukkarana taka lagið saman,“ segir Rúnar Þór Pétursson, sem kemur í fyrsta sinn fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í heimabænum Ísafirði í kvöld. Rúnar Þór vinnur þessa dagana að breiðskífu með sjálfum Megasi og Gylfa Ægissyni.

Hafró leggst gegn því að auka kvóta

„Í sjálfu sér höfum við engu við okkar ráðgjöf að bæta frá því í fyrra,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Menn verða að hafa hugfast að ákveðin nýtingarstefna í þorski er í gildi og almennt ekki inni í myndinni að auka aflaheimildir á þessu fiskveiðiári, frá okkar

Sjá næstu 50 fréttir