Fleiri fréttir

Ekið á mann á Vesturlandsvegi - mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Ekið var á mann á Vesturlandsvegi, skammt frá Grafarholti, síðdegis í dag. Maðurinn var á vegum kranabílafyrirtækisins Króks að sækja bíl sem hafði skemmst í árekstri þegar að ekið var á hann. Engar upplýsingar hafa fengist um það hversu alvarleg meiðsl mannsins voru.

Lokuðu veginum vegna hálkuslyss

Umferðaróhapp varð í Kópavogi, skammt frá Hamraborg, seinnipartinn í dag. Loka þurfti veginum til norðurs og suðurs vegna slyssins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er búið að opna aftur. Sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki.

Langreyðarkjötið verður eftir í Rotterdam

Hafnarlögreglan í Rotterdam hefur ákveðið að langreyðarkjöt sem var í skipinu NYK ORION fari ekki frá borginni. Eigendur skipsins hafa ákveðið að afferma kjötið úr skipinu. Fimmtán félagar úr Greenpeace hreyfingunni hlekkjuðu sig við skipið í morgun til að hefta för þess, en skipið var á leið frá Íslandi til Japan.

Vélsleði fór ofan í sprungu

Vélsleði fór ofan í sprungu á Mýrdalsjökli um sexleytið í gær. Lögreglan á Hvolsvelli segir að enginn hafi slasast.

Grænfriðungar hlekkja sig við skip á leið frá Íslandi

Grænfriðungar reyndu í nótt að stöðva skipið NYK Orion í höfninni í Rotterdam í Hollandi. Þeir hlekkuðu sig meðal annars við skipið, sem var á leiðinni frá Íslandi til Japan, til þess að hefta för þess. Grænfriðungarnir segja, í yfirlýsingu sem þeir birtu á vefsíðu sinni, að um borð í skipinu væru sjö gámar með kjöti af þrettán hvölum.

Ný sprunga gæti opnast

Búist er við að þúsundir manna leggi leið sína að gosströðvunum á Fimmvörðuhálsi í dag. Mikill kraftur er enn í gosinu og ekki útilokað að nýjar sprungur myndist.

Skjálfti upp á 2,8 við Krossárjökul

Skjálfti upp á 2,8 á Richter mældist við rætur Krossárjökuls laust eftir klukkan tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hann fremur grunnur. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að ástandið á skjálftasvæðinu hafi að öðru leyti lítið breyst frá því í gær.

Flugslys: Fólkið ekki í lífshættu

Líðan fólksins sem lenti í flugslysi í sumarhúsabyggð nærri Flúðum í gær er stöðugt að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Fólkið var um borð í lítilli Cessna flugvél þegar hún hrapaði til jarðar, en fjórir voru um borð. Fólkið var flutt á gjörgæsludeild í gærkvöldi en engin af þeim er í lífshættu. Þyrla landhelgisgæslunnar sótti fólkið um miðjan dag í gær.

Passíusálmarnir lesnir víða í dag

Passíusálmarnir verða lesnir víða í kirkjum í dag. Lesturinn er ýmist í höndum eins eða fleiri og víða er tónlistarflutningur hluti af dagskrá. Píslargöngur verða gengnar á nokkrum stöðum, m.a. kringum Mývatn, frá Valþjólfsstöðum að Skriðuklaustri, á Eskifirði og í Laufási í Eyjafirði.

Göngumaður slasaðist á fæti við gosstöðvarnar

Mjög mikil umferð af fólki var við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í gær. Lögreglan á Hvolsvelli segir að dagurinn hafi gengið vel, en í nótt hafi rúta á leið út úr Þórsmörk fest sig í á og situr rútan þar enn.

Réðst á hraðbanka

Ölvaður karlmaður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt eftir að hann réðst á hraðbanka, lét höggin dynja á honum og grýtti hann. Að sögn lögreglunnar skemmdist hraðbankinn töluvert. Rætt verður við manninn í dag eftir að hann hefur sofið úr sér áfengisvímuna.

Eldfjallamálsverður vekur heimsathygli

Eldfjallakokkarnir frá Hótel Holti hafa vakið heimsathygli fyrir sérkennilegt eldhús sem þeir notuðust við á dögunum en þeir elduðu dýrindismáltíð fyrir par nálægt eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Rúmlega þúsund manns nálægt gosstöðvunum

Töluvert af fólki hefur verið á ferð í Þórsmörk og á Fimmvörðuhálsi í tengslum við eldgosið þó fjöldinn hafi ekki jafnast á við það þegar mest hefur verið.

Læknar vísa ásökunum Landspítalans á bug

Félag almennra lækna (FAL) vísar fullyrðingum landspítalans um ólögmæti vinnustöðvunar almennra lækna rakleitt til föðurhúsanna samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þá ítreka þeir að nýtt vaktakerfi brjóti í bága við lög.

Stálust á Heljarkamb

Björgunarsveitarmenn á Morinsheiðinni þurftu að stöðva um tíu ferðamenn sem stálust yfir Heljarkambinn sem er rétt fyrir neðan eldgosið í Eyjafjallajökli.

Alvarlegt flugslys nærri Flúðum

Lítil flugvél hrapaði nálægt Flúðum um fjögur leytið en þrír voru innanborðs. Tveir eru alvarlega slasaðir að sögn lögreglunnar á Selfossi en sjúkrabílar og lögreglan voru að koma á vettvang þegar rætt var við lögregluna.

Fáir ferðamenn skoða gosið

Það er minna af ferðamönnum sem sækja í gosið í dag en áður að sögn Svans S. Lárussonar, formanna Flugbjörgunarsveitar Hellu.

Jarðskjálfti skók Þórsmörk

Jarðskjálfti upp á 2,6 á richter skók jörðu í Þórsmörk og nágrenni fyrir stundu. Að sögn jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofunni átti skjálftinn upptök undir Eyjafjallajökli.

Hnit á útsýnisstaði á Fimmvörðuhálsi

Fjölmargir eru að leggja leið sína að eldstöðinni við Fimmvörðuháls í dag en almannavarnir hafa gefið út hnit sem vísa á tvo útsýnisstaði á Fimmvörðuhálsi sem taldir eru í öruggri fjarlægð og þar sem gosið sést vel.

Björgunarsveitarmenn slá upp búðum á Morinsheiði

Um fimmtíu björgunarsveitamenn og lögregluþjónar vakta svæðið í kringum eldgosið í dag en að sögn formanns Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Svans S. Lárussonar, verða settar upp búðir á Morinsheiði þar sem björgunarsveitarmenn verða.

Bensínverð hækkar skyndilega um ferðahelgi

Öll olíufélögin á Íslandi hafa hækkað eldsneytisverð í dag samkvæmt vefsíðunni bensinverd.is. Algengasta verðið á bensínlitranum eru 204 krónur en dísellítrinn er á 203 krónur.

Bobby Fischer grafinn upp

Lögmaður meintrar dóttur skáksnillingsins Bobby Fischers, Sammy Estimo, segir í viðtali við filippeyska fjölmiðla að líkamleifar Bobbys verði grafnar upp til þess að unnt verði að taka úr honum lífsýni.

Segja aðgerðir unglækna ólögmætar þvingunaraðferðir

Landspítali lítur svo á að gagnkvæmur ráðningarsamningur LSH og unglækna sé í fullu gildi og að unglæknum beri skylda til að efna ráðningarsamning sinn samkvæmt tilkynningu. Þá segir einnig að Landspítali líti á ólögmætar þvingunaraðgerðir unglækna alvarlegum augum.

Almannavarnanefnd: Leiðir greiðar að gosinu með takmörkunum þó

Fundi almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og í samráði við vísindamenn er lokið. Niðurstaða fundarins er sú að umferð að Þórsmörk verður opnuð aftur. Þá er hægt að ganga Fimmvörðuhálsinn en umferð vélknúinna ökutækja upp Skógaheiði er bönnuð.

Vilja afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum

Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur krefst þess að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, biðji formann félagsins afsökunar vegna ummæla sem höfð voru eftir Stefáni í fjölmiðlum.

Tíu gistu hjá lögreglunni

Talsverður erill var hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og mikið af útköllum vegna hávaða og slagsmála í miðbænum.

Tólf þingmenn vilja kjósa um kvótann

Tólf stjórnarþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartilllögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan íslenskar fiskveiðistjórnar. Meðal flutningsmanna eru Ólína Þorvarðardóttir, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson.

Öll umferð að gosinu bönnuð

Lögreglan á Hvolsvelli hefur lokað fyrir alla umferð að gosstöðvunum á Eyjafjallajökli vegna nýrrar sprungu sem myndaðist þar í gærkvöldi. Engin umferð verður leyfð upp á svæðið en almannavarnanefnd fundar klukkan ellefu og tekur ákvörðun um framhaldið.

Almannavarnanefnd fundar um nýja sprungu

Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og vísindamönnum ætla hittast kl.11:00 í dag til að meta nýja stöðu í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi.

Fimmtán teknir fyrir of hraðan akstur

Lögreglan á Ísafirði stöðvaði og sektaði fimmtán ökumenn í gær fyrir að of hratt. Ökumennirnir voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpinu en að sögn varðstjóra er umferðareftirlit mjög strangt þessa daganna á Ísafirði.

Ábending frá Veðurstofu Íslands

Vegna mikillar snjókomu síðustu daga og ótryggra snjóalaga á Norðurlandi og Austurlandi, er þeim tilmælum beint til skíðafólks, vélsleðamanna og annara, sem eru á ferð á snjóflóðastöðum, að halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð, þar sem snjóflóð geta fallið.

Allar vaktir á Landspítalanum mannaðar

Allar vaktir eru mannaðar á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi og öryggi sjúklinga tryggt að sögn Ólafs Baldurssonar, sviðsstjóra Lækninga á spítalanum.

Skulda 150.000.000.000 krónur í bílalán

Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar.

Tómatar urðu kannabis

Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun og undirbúning vatnsræktunar sem gæti numið allt að 600 kannabisplöntum á bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Þar fundust sextán plöntur.

E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum

Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum.

Ummæli saksóknara ómakleg

Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg.

Munaðarlaus börn á Haítí fengu ný tjöld

„Það var átakanleg sjón að sjá börnin, og auðvitað fær maður hnút í magann við að hugsa til baka,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis.

Rammaáætlun þarf afbrigði

Beita þarf afbrigðum eigi að taka frumvarp um rammaáætlun um verndun og nýtingu á dagskrá Alþingis á yfirstandandi þingi. Í gær var útbýtingardagur, en þá þarf að leggja fram þau frumvörp sem lögð verða fyrir þingið.

Sjá næstu 50 fréttir