Fleiri fréttir

Bjarni Ben: Forsetinn samkvæmur sjálfum sér

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þó það sé sín skoðun að forseti eigi ekki að beita synjunarvaldi sé forsetinn samkvæmur sjálfum sér með synjun sinni á breyttum Icesave-lögum. Hann segist einnig gleðjast yfir því tækifæri sem þetta feli í sér til þess að ná víðtækri sátt og samtöðu á meðal þjóðarinnar í Icesave-málinu.

Ögmundur: Fullkomlega rökrétt ákvörðun

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands og eindreginn andstæðingur Icesave-samningsins eins og hann lítur út í dag segir að ákvörðun Ólafs Ragnars um að neita að skrifa undir Icesave lögin sé fullkomlega rökrétt.

Annar í gæsluvarðhald vegna amfetamínsmygls

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær annan karlmann í tengslum við innflutning á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í morgun.

Ríkisstjórnin fundar enn í Stjórnarráðinu

Ríkisstjórn Íslands er á fundi í Stjórnarráðinu sem hófst áður en Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um að hann ætlaði að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar í stað þess að undirrita lögin. Talsmaður forsætisráðherra tilkynnti fjölmiðlamönnum sem bíða viðbragða að fundurinn stæði enn og að ekki væri ljóst hvenær honum lýkur.

Forsetinn vísar Icesave lögum til þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur ákveðið að staðfesta ekki lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingar Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum klukkan ellefu. Forsetinn hefur haft lögin til staðfestingar í fimm sólahringa.

Lélegri herbergjanýting á hótelum

Meðal herbergjanýting á reykvískum hótelum í nóvember síðastliðnum var níu og hálfu prósenti lélegri en í sama mánuði árið áður og á landsbyggðarhótelum var nýtingin sextán prósentum lélegri en árið áður.

Innbrotsþjófur tekinn á Selfossi

Lögreglan á Selfossi handsamaði þjóf í nótt, sem hafði brotist inn í tölvuverslun í bænum og meðal annars stolið tölvu. Hann reyndi að fela sig, en lögregla fann hann og handtók.

Bensínlítrinn yfir 200 krónur innan tíðar

Bíleigendur geta búist við að lítraverð á bensíni í sjálfsafgreiðslu rjúfi 200 króna múrinn innan tíðar vegna hækkunar bensín- og olíugjalda um áramótin, samfara nýjum kolefnisskatti og hækkun á virðisaukaskatti á bensín.

Halda til loðnuleitar í dag

Tvö hafrannsóknaskip halda til loðnuleitar í dag, en eins og við greindum frá nýverið, hefur svo lítið mælst af loðnu hér við land að undanförnu að Hafrannsóknastofnun hefur ekki treyst sér til að leggja til að veiðar megi hefjast. Það hefur því ekki verið gefinn út neinn upphafskvóti, eins og oft hefur verið gert, á meðan frekari mælingar fara fram. Það er því ekkert veiðiskip í startholunum núna, eins og jafnan er á þessum árstíma.

Frostavetur á Bretlandseyjum

Ekkert lát er á frostviðri á Bretlandseyjum frekar en hér á landi þessa dagana og í nótt var um 10 gráðu frost á Suður-Englandi. Búist er við því að snjókoman sem verið hefur í Skotlandi og á Írlandi færist suður á bóginn í dag og hefur hraðbrautum í mið-Englandi þegar verið lokað vegna snjókomunnar.

Beint frá Bessastöðum klukkan fimm mínútur í ellefu

Afstaða Ólafs Ragnars Grímssonar forseta til Icesave laganna mun væntanlega skýrast fyrir hádegi, því hann hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan ellefu. Nú eru fimm dagar síðan hann fékk lögin í hendur og mun þetta vera lengsti frestur sem forseti hefur tekið sér, til að taka afstöðu til nýrra laga.

Hitti fjóra ráðherra vegna ríkisábyrgðar

Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir um ákvörðun sína varðandi lög um ríkis­ábyrgð vegna Icesave á Bessastöðum klukkan 11 í dag. Þá kemur í ljós hvort hann staðfestir lögin eða synjar.

Í varðhaldi vegna áreitis á Facebook

Maður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa átt í vafasömum samskiptum við þrjár ungar stúlkur á Facebook. Þær eru þrettán og fjórtán ára.

Finnur heldur sætinu heitu

Verið er að fara yfir umsóknir um stöðu bankastjóra Arion banka. Frestur til að sækja um starfið rann út 20. desember síðastliðinn og hefur ekkert verið gefið út um umsækjendur og fjölda þeirra.

Víða um land er tími kominn á hræringar

Jarðfræði Margt bendir til að hafið sé tímabil aukinnar jarðvirkni hér á landi, segir Ragnar Stefánsson, prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. Hann segir Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 kunna að hafa breytt aðstæðum á Suðurlandi og út á Reykjanes.

Hvetja forsetann til að skrifa strax undir Icesave

Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, og Elín Björg Jónsdóttir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hvetja Ólaf Ragnar Grímsson forseta til að staðfesta sem fyrst frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave. Um 108 þúsund félagsmenn eru í þeim fyrrnefndu, en rúmlega 20 þúsund í þeim síðarnefndu. Þá tekur Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í sama streng. Í þeim samtökum eru um tvö þúsund fyrirtæki, þar sem starfar um helmingur allra launþega í landinu.

Erum á tímabili vaxandi jarðvirkni

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir vísbendingar um að hafið sé tímabil vaxandi jarðvirkni, frá og með byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar, en að meðaltali skilji um 140 ár að virk og minna virk tímabil.

Fækkar í hópi reykingafólks

Talsvert dró úr reykingum Íslendinga á árinu 2009 og er svo komið að líklega hefur aldrei lægra hlutfall landsmanna reykt.

Er prins einn æðstu manna Serbíu?

Skrifstofa forseta meðhöndlar bréf forseta Íslands til krónprins Serbíu sem bréf til þjóðhöfðingja eða æðsta forsvarsmanns ríkis. Ísland viðurkennir ekki tilkall krónprinsins til ríkis í Serbíu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál á eftir að fjalla um afhendingu nokkurra bréfa sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá forseta.

Vitnum talin stafa veruleg hætta af mansalsmönnum

Vitnum í mansalsmálinu á Suðurnesjum er talin stafa veruleg hætta af fimm karlmönnum sem sitja inni vegna málsins, að því er fram kemur í kröfu ríkissaksóknara yfir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þeim. Ríkissaksóknari vísar til hættumats greiningadeildar Ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar.

Hættur vegna anna á Alþingi

Kristján Þór Júlíusson alþingismaður er hættur sem bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri. „Vegna ófyrirséðra anna í störfum Alþingis á þessu ári og fyrirsjáanlegum miklum önnum strax í upphafi næsta árs hef ég nú ákveðið að óska eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar frá og með næstkomandi áramótum,“ segir í bréfi Kristjáns sem lesið var upp á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Óvíst er hvað gerist neiti forseti Íslands að skrifa undir Icesave-lögin. Engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bensínlítrinn hækkar um átta krónur

Búast má við að lítraverð á bensíni muni hækka um tæplega átta krónur, og lítrinn af dísilolíu um tæpar sjö krónur þegar auknar álögur ríkisins fara út í eldsneytisverðið snemma í janúar, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Meiri þekking við Grænland

Meiri þekking á olíujarðfræðinni við Grænland en við Ísland er helsta skýring þess að olíuleitarfyrirtæki höfðu meiri áhuga á útboði Grænlendinga á sérleyfum til olíuleitar en útboði Íslendinga.

Kjarrval í lagi sem millinafn

Mannanafnanefnd hefur breytt fyrri úrskurðum og heimilað millinafnið Kjarrval. Beiðni um að taka Kjarrval á mannanafnaskrá var áður synjað árin 2006 og 2007 þar sem of mikil líkindi væru við ættarnafnið Kjarval. Nú var mannanafnanefnd bent á að líkindi með nöfnum séu ekki einsdæmi.

Færist til Landspítala til hausts

Landspítalinn tók um áramót við rekstri deildar L-1 á Landakoti, sem áður var í höndum Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Á deildinni búa á annan tug aldraðra, einkum fólk með heilabilun.

Stálu sófasetti og sjónvörpum

Tilkynnt var um innbrot í fimm sumarbústaði í Grímsnesi um síðustu helgi. Í flestum tilvikum var sjónvarpstækjum stolið. Á svipaðan hátt var staðið að innbrotunum og mjög líklegt að sömu aðilar hafi staðið að þeim, að áliti lögreglunnar á Selfossi.

Miðast við ódýrustu dagskammta

Sjúkratryggingar Íslands miða endurgreiðslur við ódýrustu dagskammta astma- og ofnæmislyfja, frá og með áramótum.

Hundar og fólk í gönguferðum

Allt að tuttugu manna hópur hundaeigenda gengur vikulega á fjöll í nágrenni Reykjavíkur eða fer aðrar skemmtilegar gönguleiðir nálægt höfuðborginni. Með í för eru hundar af öllum stærðum og gerðum, allt frá chihuahua til rottweiler sem hlaupa frjálsir með og njóta samvista við aðra hunda.

Fluttur á spítala með augnáverka eftir flugeldaslys

Drengur á fjórtánda aldursári var fluttur á slysadeild eftir flugeldaslys í Grafarvogi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann hlaut augnáverka og var lagður inn á spítala þar sem gerðar verða frekari rannsóknir. Ekki fengust meiri upplýsingar hjá vakthafandi lækni á slysadeild.

Falskur sáttatónn stjórnarandstöðunnar

„Vill fólk fá þetta lið við stjórnvölinn – aftur – sama liðið og ber ábyrgð á Icesave-ósómanum? Sama liðið og klessukeyrði samfélagið og skuldsettu íslenskan almenning upp í rjáfur?“ spyr Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, í pistli á heimasíðu sinni í kvöld. Hann segir að sáttatónn stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu sé falskur.

Brýnt að skerpa á ákvæði um þjóðaratkvæði

Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir brýnt að skerpa á ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Margir þættir séu afar óljósir. Aldrei hafi reynt á 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um þjóðaratkvæði. Ekki liggi ljóst fyrir hverjir geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum né hvort niðurstaða þeirra sé ráðgefandi eða bindandi.

Slökkvilið kallað að Ölduselsskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir klukkan níu í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í Ölduselsskóla í Seljahverfi. Flugeldi komst inn um glugga á skólastofa með þeim afleiðingum að eldur blossaði upp í rusli. Ekki liggur fyrir hvort að miklar skemmdir hafi orðið á skólanum en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta bygginguna.

Forsetinn hefur ákveðið sig

Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin.

Ráðgjafi forsetans vill að hann staðfesti lögin

Sigurður G. Guðjónsson, einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í gegnum tíðina, vill að hann staðfesti Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Sigurður segist ekki hafa rætt um málið við Ólaf.

Ráðuneyti fjarlægt af lista InDefence

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur verið fjarlægt af undirskriftalista InDefence hópsins varðandi áskorun til forseta Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög. Jóhannes Þór Skúlason, einn af forsvarsmönnum InDefence, segir að þetta hafi verið gert strax og ráðuneytið óskaði eftir því í dag.

Uppáskriftir lækna misnotaðar í vaxandi mæli

Örvandi lyf sem læknar skrifa upp á eru í vaxandi mæli misnotuð af fíkniefnaneytendum. Yfirlæknir á Vogi og framkvæmdastjóri Geðhjálpar segja að að læknar verði að bregðast við en dauðsföll megi rekja til aðgerðaleysis.

Fjölskylda reisir glæsihótel í Landbroti

Fjölskylda á sveitabæ skammt frá Kirkjubæjarklaustri keypti steypustöð og byggingarkrana, smalaði saman ættingjum og vinum, og er nú búin að byggja eitt stærsta og glæsilegasta sveitahótel landsins, sem tekur 150 manns í gistingu.

Ákærður fyrir 43 brot

Átján ára piltur sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að hafa verið tekinn með um fimmtán kíló af kókaíni, hefur margoft komist í kast við lögin hér á landi. Fyrir skömmu var hann ákærður fyrir 43 afbrot sem öll voru framin á innan við einu ári.

Íslenskir ráðherrar viljugri en aðrir til að svara erlendum fjölmiðlum

Fjármálaráðuneytið réð á síðasta ári eitt eftirsóttasta almannatengslafyrirtæki í heimi til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar erlendis og svara fyrirspurnum fjölmiðla. Starfsmaður fyrirtækisins segir íslenska ráðherra viljugri en aðra við að svara fyrirspurnum erlendra fjölmiðla.

Neteftirlit Vinnumálastofnunar skapar alvarlegt fordæmi

Hæstaréttarlögmaður segir að úrskurður Persónuverndar um neteftirlit Vinnumálastofnunar hjá atvinnulausum skapi alvarlegt fordæmi og að gagnrýni í úrskurðinum á Vinnumálastofnun sé veikburða. Stjórn Persónuverndar breytti úrskurði stofnunarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir