Innlent

Halda til loðnuleitar í dag

MYND:Jón Kr. Friðgeirsson
Tvö hafrannsóknaskip halda til loðnuleitar í dag, en eins og við greindum frá nýverið, hefur svo lítið mælst af loðnu hér við land að undanförnu að Hafrannsóknastofnun hefur ekki treyst sér til að leggja til að veiðar megi hefjast. Það hefur því ekki verið gefinn út neinn upphafskvóti, eins og oft hefur verið gert, á meðan frekari mælingar fara fram. Það er því ekkert veiðiskip í startholunum núna, eins og jafnan er á þessum árstíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×