Innlent

Kjarrval í lagi sem millinafn

Mannanafnanefnd hefur breytt fyrri úrskurðum og heimilað millinafnið Kjarrval. Beiðni um að taka Kjarrval á mannanafnaskrá var áður synjað árin 2006 og 2007 þar sem of mikil líkindi væru við ættarnafnið Kjarval. Nú var mannanafnanefnd bent á að líkindi með nöfnum séu ekki einsdæmi.

„Eftir að hafa kannað ýmis dæmi þar sem framburður millinafna og ættarnafna er mjög líkur eða jafnvel eins en stafsetning ólík, s.s. Blöndal og Blöndahl, Leví og Levy, Brimdal og Bryndal, Hvanndal og Hvammdal og Nordal og Norðdahl telur mannanafnanefnd að það væri mismunun að hafna Kjarrval á þeim forsendum að það líktist um of ættarnafninu Kjarval." - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×