Innlent

Fluttur á spítala með augnáverka eftir flugeldaslys

Drengurinn sem um ræðir er fæddur árið 1996. Hann hlaut augnáverka í slysinu.
Drengurinn sem um ræðir er fæddur árið 1996. Hann hlaut augnáverka í slysinu.
Drengur á fjórtánda aldursári var fluttur á slysadeild eftir flugeldaslys í Grafarvogi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann hlaut augnáverka og var lagður inn á spítala þar sem gerðar verða frekari rannsóknir. Ekki fengust meiri upplýsingar hjá vakthafandi lækni á slysadeild.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slys í Logafold í Grafarvogi klukkan korter í sjö fyrr í kvöld. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu. Félagar drengsins sluppu ómeiddir, að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×