Innlent

Bensínlítrinn yfir 200 krónur innan tíðar

MYND/GVA

Bíleigendur geta búist við að lítraverð á bensíni í sjálfsafgreiðslu rjúfi 200 króna múrinn innan tíðar vegna hækkunar bensín- og olíugjalda um áramótin, samfara nýjum kolefnisskatti og hækkun á virðisaukaskatti á bensín.

Vegna þessara liða mun bensínlítrinn hækka um átta krónur þegar farið verður að selja úr nýjum birgðum, og svo hefur olíuverð á heimsmarkaði hækkað jaft og sígandi undanfarið hálft ár.

Við þessar hækkanir bætist svo tíu prósenta hækkun á bifreiðagjaldi, sem tók gildi um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×