Innlent

Finnur heldur sætinu heitu

Erna Bjarnadóttir. Frestur til að sækja um stöðu bankastjóra Arion banka rann út fyrir jól. Enn er verið að fara yfir umsóknir. Fréttablaðið/GVA
Erna Bjarnadóttir. Frestur til að sækja um stöðu bankastjóra Arion banka rann út fyrir jól. Enn er verið að fara yfir umsóknir. Fréttablaðið/GVA

Verið er að fara yfir umsóknir um stöðu bankastjóra Arion banka. Frestur til að sækja um starfið rann út 20. desember síðastliðinn og hefur ekkert verið gefið út um umsækjendur og fjölda þeirra.

Erna Bjarnadóttir, stjórnarformaður bankans, segir málið í vinnslu og hafi verið samið við Finn Sveinbjörnsson, núverandi bankastjóra, um að hann sitji áfram þar til eftirmaður hans tekur við. Finnur hefur gefið út að hann sækist ekki eftir starfinu áfram.

Að sama skapi liggur ekki fyrir hvenær nýtt bankaráð Arion banka verður skipað. Stefnt var að því að það yrði um áramótin að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna eignarhaldsfélaga kröfuhafa við Arion banka og Íslandsbanka.

Fyrrnefnda eftirlitið samþykkti samrunana á Þorláksmessu að teknu tilliti til ákveðinna fyrirvara en Fjármálaeftirlitið á eftir að gefa grænt ljós á samruna félags kröfuhafa og nýja bankans. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×