Átta innbrot hvern einasta dag í fyrra 5. janúar 2010 04:00 Þýfi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók á síðasta ári, eftir að erlend þjófagengi höfðu verið upprætt. Innbrotsþjófar létu greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali átta sinnum á dag allt síðasta ár. Hegningarlagabrotum fjölgaði um átta prósent milli áranna 2008 og 2009. Þar vógu þjófnaðir þungt því þeim fjölgaði um sautján prósent milli ára. Þá náðist mikið magn af fíkniefnum á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um afbrot í umdæminu árið 2009. „Við hefðum viljað sjá fækkun í hegningarlagabrotunum í heild sinni,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. „Það gekk ekki eftir og ástæðan liggur mjög skýr fyrir í tölunum, sem er fjölgun auðgunarbrota.“ Stefán segir lögregluna hafa náð betri tökum á þessum vanda miðað við tölur þar yfir á síðari hluta ársins. Viðbrögðin hafi falist í því að hafa betra eftirlit með virkum brotamönnum og setja niður áætlun um að koma þeim úr umferð eins fljótt og auðið væri. Þá hafi erlend þjófagengi verið upprætt, sem hafi strax haft áhrif á þessu sviði. Loks hafi efling lögreglustöðvanna, fjölgun lögreglumanna og rannsakenda á þeim haft sitt að segja til að ná tölunum niður. „Við ætlum að halda áfram á þessari leið, alveg einbeittir,“ segir Stefán . Í bráðabirgðatölunum kemur enn fremur fram, að gríðarlegt magn fíkniefna var tekið á árinu eða hátt á fjórða tug kílóa. „Menn hafa sett sér mjög skýr og afgerandi markmið og vinna einbeittir að því að upplýsa sem flest mál. Það skiptir mjög miklu máli að lögreglan geri allt hvað hún getur til þess að halda framboði af fíkniefnum í lágmarki, því það hefur mikil áhrif til að draga úr nýliðun í hópi fíkniefnaneytenda.“ Ofbeldisbrotum fækkaði um fjórtán prósent á milli ára. Kynferðisbrotum fækkaði verulega eða um fjórðung. Þar má nefna mikla fækkun í brotum er varða vörslu barnakláms. „Lögreglan er mjög öflug í rannsóknum þessara mála,“ segir Stefán. „Menn skilja alltaf eftir sig einhverja slóð í tölvubúnaði sem kemur lögreglu á sporið.“ Umferðarslysum fækkaði mikið milli ára eða um rúm þrjátíu prósent. „Við erum mjög stoltir af þessu, það er mjög góður árangur,“ bendir Stefán á. „Eftirlit lögreglu, sýnileiki hennar á lykilstöðum á lykiltímum á þarna sinn þátt, auk góðrar samvinnu við sveitarfélög og aðra sem um umferðaröryggi fjalla.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Innbrotsþjófar létu greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali átta sinnum á dag allt síðasta ár. Hegningarlagabrotum fjölgaði um átta prósent milli áranna 2008 og 2009. Þar vógu þjófnaðir þungt því þeim fjölgaði um sautján prósent milli ára. Þá náðist mikið magn af fíkniefnum á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um afbrot í umdæminu árið 2009. „Við hefðum viljað sjá fækkun í hegningarlagabrotunum í heild sinni,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. „Það gekk ekki eftir og ástæðan liggur mjög skýr fyrir í tölunum, sem er fjölgun auðgunarbrota.“ Stefán segir lögregluna hafa náð betri tökum á þessum vanda miðað við tölur þar yfir á síðari hluta ársins. Viðbrögðin hafi falist í því að hafa betra eftirlit með virkum brotamönnum og setja niður áætlun um að koma þeim úr umferð eins fljótt og auðið væri. Þá hafi erlend þjófagengi verið upprætt, sem hafi strax haft áhrif á þessu sviði. Loks hafi efling lögreglustöðvanna, fjölgun lögreglumanna og rannsakenda á þeim haft sitt að segja til að ná tölunum niður. „Við ætlum að halda áfram á þessari leið, alveg einbeittir,“ segir Stefán . Í bráðabirgðatölunum kemur enn fremur fram, að gríðarlegt magn fíkniefna var tekið á árinu eða hátt á fjórða tug kílóa. „Menn hafa sett sér mjög skýr og afgerandi markmið og vinna einbeittir að því að upplýsa sem flest mál. Það skiptir mjög miklu máli að lögreglan geri allt hvað hún getur til þess að halda framboði af fíkniefnum í lágmarki, því það hefur mikil áhrif til að draga úr nýliðun í hópi fíkniefnaneytenda.“ Ofbeldisbrotum fækkaði um fjórtán prósent á milli ára. Kynferðisbrotum fækkaði verulega eða um fjórðung. Þar má nefna mikla fækkun í brotum er varða vörslu barnakláms. „Lögreglan er mjög öflug í rannsóknum þessara mála,“ segir Stefán. „Menn skilja alltaf eftir sig einhverja slóð í tölvubúnaði sem kemur lögreglu á sporið.“ Umferðarslysum fækkaði mikið milli ára eða um rúm þrjátíu prósent. „Við erum mjög stoltir af þessu, það er mjög góður árangur,“ bendir Stefán á. „Eftirlit lögreglu, sýnileiki hennar á lykilstöðum á lykiltímum á þarna sinn þátt, auk góðrar samvinnu við sveitarfélög og aðra sem um umferðaröryggi fjalla.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira